Þorpið mitt Ágústa Ragnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2022 18:01 Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. Þorp er í eðli sínu lítið, það þýðir að hafnar- og iðnaðarsvæði eru í flestum tilfellum í bakgarðinum hjá íbúum þess. Þess vegna er enn þá viðkvæmara en ella að planta niður alls konar ósóma þar (reyndar alltaf slæmt). Ég bý í elsta hluta þorpsins þó ekki næst höfn og iðnaði, samt eru ekki nema 500 metrar í loftlínu yfir í núverandi vikurhauga og það verður ekki nema u.þ.b. kílómetri að fyrirhugaðri uppbyggingu Heidelberg sem spannar svæðið frá Hafnarvegi að golfvelli (suður-norður) og frá Skötubót að tollsvæði Smyriline (austur-vestur). Þetta er ekkert smá flæmi fyrir svona hroða eða 49.000 fermetrar. Upp við og ofan í útivistarperlum… Hér má sjá það svæði sem úthlutað hefur verið til Heidelberg, svæði sem vissulega er ætlaði iðnaði en ég held að flestir hafi nú séð fyrir sér fjölbreyttari iðnað og ekki öll eggin í sömu körfu.Ágústa Ragnarsdóttir Mér verður bókstaflega ómótt af tilhugsuninni einni saman um að þessar þessar hugmyndir verði að veruleika. Þetta er svo firrt í alla staði, bæði á stórum og smáum skala, út frá þorpinu, nærumhverfi þess, landinu, Jörðinni. Út frá manneskju og náttúru, út frá fjölbreytileika mannlífs þorpsins, út frá lífsgæðum, út frá vegakerfi, út frá loftslagsmálum. Og að reyna að klessa „grænum miða“ á svona framkvæmdir er algjört lýðsskrum framkvæmdaaðila, trix sem er velþekkt um allan heim. Þið kæru sveitungar sem sitjið í Skipulags- og umverfisnefnd Ölfuss annars vegar og kvittuðu undir m.a. þetta á fundi þann 21. júlí sl.: Á fyrrgreindum forsendum (sem var útlisting á því hversu frábært nýsköpunarverkefni þetta er á sviði loftlagsmála) sækir fyrirtækið ( Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf.) um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2. Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum …“ o.s.frv. og í Bæjarráði Ölfuss hins vegar sem á fundi sínum þann 4. ágúst staðfesti þennan gjörning (Bæjarstjórnin hefur ekki fundað síðan 9. júní) – ég vil minna á að það má skipta um skoðun og mikið innilega vona ég að sem flest ykkar gerið það og það sé ekki of seint. Því af hverju að gefa vilyrði fyrir lóðum og festa þær þannig ef hlutirnir eru ekki komnir á ákveðinn stað í ferlinu? Með von um að það verði áfram búandi í þorpinu mínu. Höfundur er íbúi í Þorlákshöfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ölfus Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar Sjá meira
Elsku Þorlákshöfnin mín, fallega þorpið mitt þar sem hefur tekist að rækta vin í því sem áður var eyðimörk, skapa vænt umhverfi þar sem í stórum dráttum manneskja og umhverfi hafa átt ágæta samleið, þar sem tekist hefur með samstöðu íbúa að losa sig við t.d. hrikalega lyktarmengandi iðnað sem lengi vel var mikill akkilesarhæll íbúabyggðar bæði hvað varðaði vöxt og vellíðan, staður sem byggðist upp á matvælaframleiðslu og var á þeirri vegferð í stækkandi, fjölbreyttari og nútímalegri mynd … að ég hélt. Þorp er í eðli sínu lítið, það þýðir að hafnar- og iðnaðarsvæði eru í flestum tilfellum í bakgarðinum hjá íbúum þess. Þess vegna er enn þá viðkvæmara en ella að planta niður alls konar ósóma þar (reyndar alltaf slæmt). Ég bý í elsta hluta þorpsins þó ekki næst höfn og iðnaði, samt eru ekki nema 500 metrar í loftlínu yfir í núverandi vikurhauga og það verður ekki nema u.þ.b. kílómetri að fyrirhugaðri uppbyggingu Heidelberg sem spannar svæðið frá Hafnarvegi að golfvelli (suður-norður) og frá Skötubót að tollsvæði Smyriline (austur-vestur). Þetta er ekkert smá flæmi fyrir svona hroða eða 49.000 fermetrar. Upp við og ofan í útivistarperlum… Hér má sjá það svæði sem úthlutað hefur verið til Heidelberg, svæði sem vissulega er ætlaði iðnaði en ég held að flestir hafi nú séð fyrir sér fjölbreyttari iðnað og ekki öll eggin í sömu körfu.Ágústa Ragnarsdóttir Mér verður bókstaflega ómótt af tilhugsuninni einni saman um að þessar þessar hugmyndir verði að veruleika. Þetta er svo firrt í alla staði, bæði á stórum og smáum skala, út frá þorpinu, nærumhverfi þess, landinu, Jörðinni. Út frá manneskju og náttúru, út frá fjölbreytileika mannlífs þorpsins, út frá lífsgæðum, út frá vegakerfi, út frá loftslagsmálum. Og að reyna að klessa „grænum miða“ á svona framkvæmdir er algjört lýðsskrum framkvæmdaaðila, trix sem er velþekkt um allan heim. Þið kæru sveitungar sem sitjið í Skipulags- og umverfisnefnd Ölfuss annars vegar og kvittuðu undir m.a. þetta á fundi þann 21. júlí sl.: Á fyrrgreindum forsendum (sem var útlisting á því hversu frábært nýsköpunarverkefni þetta er á sviði loftlagsmála) sækir fyrirtækið ( Heidelberg Cement Pozzolanic Materials (HPM) ehf.) um lóðirnar Hafnarvegur 3, 5, 7 Austurbakki 1, 2, 3, 4, 6 Hafnarbakki 14, 16, 18 og Bakki 2. Nefndin fagnar þeim stórtæku áformum sem lýst er og samþykkir fyrir sitt leyti að úthluta tilgreindum lóðum á fyrrgreindum forsendum …“ o.s.frv. og í Bæjarráði Ölfuss hins vegar sem á fundi sínum þann 4. ágúst staðfesti þennan gjörning (Bæjarstjórnin hefur ekki fundað síðan 9. júní) – ég vil minna á að það má skipta um skoðun og mikið innilega vona ég að sem flest ykkar gerið það og það sé ekki of seint. Því af hverju að gefa vilyrði fyrir lóðum og festa þær þannig ef hlutirnir eru ekki komnir á ákveðinn stað í ferlinu? Með von um að það verði áfram búandi í þorpinu mínu. Höfundur er íbúi í Þorlákshöfn.
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar