Innlent

Sveitar­stjóri Húna­byggðar á leiðinni norður: „Maður er bara í sjokki“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, var á leiðinni norður þegar blaðamaður náði af honum tali.
Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, var á leiðinni norður þegar blaðamaður náði af honum tali. Vísir/Vilhelm

Pétur Arason, nýráðinn sveitarstjóri Húnabyggðar, sagðist vera „í sjokki“ vegna skotárásarinnar á Blönduósi í morgun og að samfélagið væri í áfalli. Hann gat ekkert sagt um stöðu mála en var að leggja af stað norður þegar blaðamaður náði af honum tali.

Þrátt fyrir að vera nýráðinn sem fyrsti sveitarstjóri nýmyndaða sveitarfélagsins Húnabyggðar sagðist Pétur ekki enn vera fluttur norður og væri því „ekki alveg inni í hringiðu mála“ og vissi ekki hvað hefði gerst í morgun. 

Hann sagðist þó vera búinn að heyra í yfirvöldum á staðnum og var að leggja af stað norður þegar blaðamaður hringdi í hann.

„Maður er bara í sjokki,“ sagði Pétur um skotárásina og bætti við „Samfélagið er náttúrulega í áfalli og við erum að bregðast við því og reyna að gera allt sem við getum til að ná utan um stöðuna.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×