Þrátt fyrir að vera nýráðinn sem fyrsti sveitarstjóri nýmyndaða sveitarfélagsins Húnabyggðar sagðist Pétur ekki enn vera fluttur norður og væri því „ekki alveg inni í hringiðu mála“ og vissi ekki hvað hefði gerst í morgun.
Hann sagðist þó vera búinn að heyra í yfirvöldum á staðnum og var að leggja af stað norður þegar blaðamaður hringdi í hann.
„Maður er bara í sjokki,“ sagði Pétur um skotárásina og bætti við „Samfélagið er náttúrulega í áfalli og við erum að bregðast við því og reyna að gera allt sem við getum til að ná utan um stöðuna.“