Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 15:02 Slökkvilið að störfum. vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Fleiri fréttir „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Sjá meira
Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19