Aldrei jafn mörg atvik hjá slökkviliðinu á einni næturvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. ágúst 2022 15:02 Slökkvilið að störfum. vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei þurft að flytja jafn marga með sjúkrabíl á næturvakt og þau gerðu á Menningarnótt í gær. Varðstjóri segir óvenjumikið hafa verið að gera miðað við fyrri Menningarnætur en að álag sem þetta fylgi svona mikilli mannmergð. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu birti færslu á Facebook í morgun þar sem hún greindi frá störfum sínum á Menningarnótt í gær. Þar segir að slökkviliðið hafi sjaldan farið í eins fá útköll í kringum maraþonið en hins vegar hafi þau unnið upp útkallafjöldann á næturvaktinni. Í heildina hafi 116 atvik verið skráð á sjúkrabíla en af þeim hefðu 85 verið á næturvakt sem er það mesta sem slökkvilið hefur séð á næturvakt fyrr eða síðar. Mikill skemmtanaþorsti höfuðborgarbúa Blaðamaður hafði samband við Jónas Árnason, varðstjóra á höfuðborgarsvæðinu, til að spyrja hann út í þennan metfjölda. Aðspurður sagði Jónas að „einfaldasta skýringin“ væri „skemmtanaþyrstir höfuðborgarbúar fóru í bæinn.“ Þá bætti hann við að útköllin í gærkvöldi hefðu meira og minna bara verið í miðbænum. Þar hefði slökkviliðið brugðist við alls konar atvikum, frá fólki að reka sig í gangstéttarbrún yfir í hnífstungu og „flóruna þar á milli.“ „Ofan á þetta komu þessi hefðbundnu veikindi sem eru víðs vegar um bæinn sem eru alla jafna en svo bætist við þegar þessi fólksfjöldi er kominn saman í miðbæ með tilheyrandi óhöppum og veseni,“ sagði Jónas. Þá sagði hann að álagið og flutningar hefðu verið meiri en á venjulegri Menningarnótt en þar spilaði líka inn í það væru þrjú ár frá því hún var haldin síðast og spennan hefði verið mikil fyrir vikið. Óvenjumikið að gera en „hlutfallslega á pari“ „Það er sama hjá okkur og lögreglunni, við erum með aukinn viðbúnað þessa daga og aukinn mannskap niðri í bæ og hann var hreinlega ekki að hafa undan í nótt, frekar en hefur verið undanfarnar Menningarnætur. Þetta er fylgihlutur þess þegar mikið af fólki kemur saman“ sagði Jónas. Þá bætti hann við að þetta væru yfirleitt „mest megnis minniháttar atvik“ og sömuleiðis að þegar slökkviliðið er „með bílinn á staðnum er svo auðvelt að láta hann droppa við til að kíkja á viðkomandi.“ Að lokum sagði Jónas að þetta hefði verið óvenjumikið miðað við hvað hefur verið að gera á Menningarnótt en „hlutfallslega á pari“ við venjulega helgi, þó þau hafi „sprengt skalann í flutningum“ í nótt. Flugeldasýningin á Menningarnótt trekkir marga að.Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16 Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Fórnarlömb stungin í útlimi og brjósthol: Einn árásarmanna undir átján ára aldri Tilkynnt var um tvær hnífsstungur í miðbænum í nótt, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aukinn vopnaburð áhyggjuefni, hann hafi ekki lengur tölu á fjölda stunguárása það sem af sé ári. 21. ágúst 2022 12:16
Tveir í haldi og tveir á slysadeild vegna hnífaárásar Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, fangageymslur fylltust og þurfti lögregla að grípa til vistunar í fangaklefum lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði. Mikið var um ölvun en einnig voru tveir handteknir vegna stunguárásar. 21. ágúst 2022 07:19