Fótbolti

Sjö mörk er Bayern burstaði botnlið Bochum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu vægast sagt sannfærandi sigur í dag.
Þýskalandsmeistarar Bayern München unnu vægast sagt sannfærandi sigur í dag. Lars Baron/Getty Images

Þýskalandsmeistarar Bayern München lentu ekki í neinum vandræðum er liðið heimsótti Bochum í þýsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í dag. Gestirnir unnu vægast sagt afar sannfærandi sigur, 0-7.

Leroy Sane skoraði fyrsta mark gestanna strax á fjórðu mínútu áður en Matthijs de Ligt tvöfaldaði forystu Bayern tuttugu mínútum síðar.

Kingsley Coman bætti svo þriðja marki liðsins við eftir rúmlega hálftíma leik og fimm mínútum síðar skoraði Sadio Mané fjórða mark liðsins. Mark Mané var þó dæmt af þar sem leikmaðurinn handlék knöttin í aðdraganda marksins, en það kom ekki að sök því Mané skoraði svo löglegt mark á 42. mínútu og staðan því 0-4 þegar flautað var til hálfleiks.

Mané var svo aftur á ferðinni eftir um klukkutíma leik þegar hann breytti stöðunni í 0-5 og níu mínútum síðar var staðan orðin 0-6 eftir að Cristian Gamboa varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Það var svo Serge Gnabry sem rak seinasta naglann í kistu heimamanna þegar hann skoraði sjöunda mark Bayern á 76. mínútu og lokatölur því 0-7.

Bayern er því enn með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, en Bochum er á botninum án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×