Magnea Hrönn Örvarsdóttir er látin Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. ágúst 2022 19:58 Magnea Hrönn Örvarsdóttir. Ásta Kristjánsdóttir Magnea Hrönn Örvarsdóttir, listakona og fyrrverandi blaðamaður, er látin fimmtíu ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá andlátinu en Magnea hefur síðustu ár beitt sér fyrir úrræðum til handa heimilislausum konum. Hún setti sinn svip á miðbæinn en áfengi og fíkniefni náðu tangarhaldi á lífi Magneu síðari ár ævi hennar. Hún var heimilislaus síðustu sex árin. Magnea starfaði sem blaðamaður í nokkur ár. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðan Háskóla Íslands þar sem hún nam heimspeki. Fjallað var um Magneu Hrönn í þættinum Paradísarheimt á RÚV. Þar segir meðal annars að Magnea hafi verið framúrskarandi námsmaður í menntaskóla. Magnea hafi búið lengi í Englandi, unnið við blaðamennsku, eins og áður sagði, og þýðingar. Þá hafi hún einnig skrifað greinar í Kvennablaðið um veru sína í fangelsi. Egill Helgason minnist Magneu á samfélagsmiðlum: „Magnea Hrönn Örvarsdóttir varð fórnarlamb óstjórnlegrar fíknar sem nú hefur dregið hana til dauða fyrir aldur fram. Fyrir okkur vini hennar var líf hennar í seinni tíð óskiljanlegur harmleikur, hvað var það sem gekk á alla þessa daga og allar þessar nætur? Og símtölin sem eftir á að hyggja voru kannski frekar ákall um einhvers konar viðurkenningu en hjálp. En ég ætla að muna fallegu, gáfuðu og skemmtilegu stelpuna sem ég kynntist fyrir 30 árum og ég gat ekki annað en hrifist af. Ég sakna hennar.“ Andlát Málefni heimilislausra Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá andlátinu en Magnea hefur síðustu ár beitt sér fyrir úrræðum til handa heimilislausum konum. Hún setti sinn svip á miðbæinn en áfengi og fíkniefni náðu tangarhaldi á lífi Magneu síðari ár ævi hennar. Hún var heimilislaus síðustu sex árin. Magnea starfaði sem blaðamaður í nokkur ár. Hún stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og síðan Háskóla Íslands þar sem hún nam heimspeki. Fjallað var um Magneu Hrönn í þættinum Paradísarheimt á RÚV. Þar segir meðal annars að Magnea hafi verið framúrskarandi námsmaður í menntaskóla. Magnea hafi búið lengi í Englandi, unnið við blaðamennsku, eins og áður sagði, og þýðingar. Þá hafi hún einnig skrifað greinar í Kvennablaðið um veru sína í fangelsi. Egill Helgason minnist Magneu á samfélagsmiðlum: „Magnea Hrönn Örvarsdóttir varð fórnarlamb óstjórnlegrar fíknar sem nú hefur dregið hana til dauða fyrir aldur fram. Fyrir okkur vini hennar var líf hennar í seinni tíð óskiljanlegur harmleikur, hvað var það sem gekk á alla þessa daga og allar þessar nætur? Og símtölin sem eftir á að hyggja voru kannski frekar ákall um einhvers konar viðurkenningu en hjálp. En ég ætla að muna fallegu, gáfuðu og skemmtilegu stelpuna sem ég kynntist fyrir 30 árum og ég gat ekki annað en hrifist af. Ég sakna hennar.“
Andlát Málefni heimilislausra Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Fleiri fréttir Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Sjá meira