Fótbolti

Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir skilaði góðu dagsverki fyrir Juventus í kvöld.
Sara Björk Gunnarsdóttir skilaði góðu dagsverki fyrir Juventus í kvöld. Filippo Alfero - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld.

Sofia Cantore kom Juventus yfir tíu mínútum fyrir hálfleikshléið eftir stoðsendingu frá Söru og staðan því 1-0 í hálfleik. Sara lagði svo einnig upp annað mark liðsins strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks, en í þetta skipti var það Annahita Zamanian sem kom boltanum í netið.

Ísraelska liðið minnkaði svo muninn á 52. mínútu leiksins áður en Arianna Caruso gulltryggði sigur Juventus með marki á 90. mínútu.

Niðurstaðan því 3-1 og Juventus er á leið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þar mæta Sara og stöllur hennar öðru liði í tveggja leikja einvígi, en ekki er enn komið í ljós hvaða lið það verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×