Sjáðu heitasta leikmann deildarinnar skora þrjú og unga hetju tryggja ÍA sigur Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 09:01 Nökkvi Þeyr Þórisson glaðbeittur eftir eitt af mörkum sínum í Garðabæ í gærkvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT KA er aðeins þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks eftir sigur í Garðabæ og ÍA dró ÍBV niður í fallbaráttuna í Bestu deild karla í fótbolta. Mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson hélt áfram að fara á kostum og skoraði þrennu fyrir KA í 4-2 sigrinum gegn Stjörnunni í gærkvöld. Hann er þar með langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk nú þegar KA hefur spilað 18 leiki. Liðið er þremur stigum á eftir Blikum sem spila gegn Fram í kvöld. Alls voru fjögur mörk skoruð úr vítaspyrnum í Garðabæ í gær. Jóhann Árni Gunnarsson nýtti báðar spyrnur Stjörnunnar og tvö af mörkum Nökkva komu af vítapunktinum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði annað mark KA í leiknum og hefur því skorað í þremur deildarleikjum í röð. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA Haukur Andri Haraldsson, sem er nýorðinn 17 ára, tryggði ÍA afar dýrmætan sigur gegn ÍBV með marki undir lok leiks. Haukur Andri, sem er bróðir Tryggva Hrafns í Val og landsliðsmannsins Hákons Arnars, skoraði þarna sitt fyrsta mark í efstu deild og stórbætti stöðu ÍA sem komst úr botnsæti deildarinnar og upp fyrir Leikni, sem þó á tvo leiki til góða. Kristian Lindberg hafði komið ÍA yfir í fyrri hálfleik en Andri Rúnar Bjarnason jafnað metin fyrir ÍBV nokkrum sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og ÍBV Átjándu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með fjórum leikjum og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hinum tveimur streymt á Bestu deildar rásunum. FH reynir að hefja endurreisn sína með sigri gegn Keflavík klukkan 18 og klukkan 20:15 er stórleikur á milli Víkings og Vals. Þessir leikir eru á Stöð 2 Sport en á Bestu deildar rásunum má sjá leikni Leiknis og KR, og Fram og Breiðabliks. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla ÍA ÍBV Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson hélt áfram að fara á kostum og skoraði þrennu fyrir KA í 4-2 sigrinum gegn Stjörnunni í gærkvöld. Hann er þar með langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk nú þegar KA hefur spilað 18 leiki. Liðið er þremur stigum á eftir Blikum sem spila gegn Fram í kvöld. Alls voru fjögur mörk skoruð úr vítaspyrnum í Garðabæ í gær. Jóhann Árni Gunnarsson nýtti báðar spyrnur Stjörnunnar og tvö af mörkum Nökkva komu af vítapunktinum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði annað mark KA í leiknum og hefur því skorað í þremur deildarleikjum í röð. Klippa: Mörkin úr leik Stjörnunnar og KA Haukur Andri Haraldsson, sem er nýorðinn 17 ára, tryggði ÍA afar dýrmætan sigur gegn ÍBV með marki undir lok leiks. Haukur Andri, sem er bróðir Tryggva Hrafns í Val og landsliðsmannsins Hákons Arnars, skoraði þarna sitt fyrsta mark í efstu deild og stórbætti stöðu ÍA sem komst úr botnsæti deildarinnar og upp fyrir Leikni, sem þó á tvo leiki til góða. Kristian Lindberg hafði komið ÍA yfir í fyrri hálfleik en Andri Rúnar Bjarnason jafnað metin fyrir ÍBV nokkrum sekúndum eftir að seinni hálfleikur hófst. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og ÍBV Átjándu umferð Bestu deildarinnar lýkur í kvöld með fjórum leikjum og eru tveir þeirra í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en hinum tveimur streymt á Bestu deildar rásunum. FH reynir að hefja endurreisn sína með sigri gegn Keflavík klukkan 18 og klukkan 20:15 er stórleikur á milli Víkings og Vals. Þessir leikir eru á Stöð 2 Sport en á Bestu deildar rásunum má sjá leikni Leiknis og KR, og Fram og Breiðabliks. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla ÍA ÍBV Stjarnan KA Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45 Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KA 2-4 | Takið okkur alvarlega Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt þegar KA vann 2-4 sigur á Stjörnunni í Garðabænum í 18. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Með sigrinum minnkuðu KA-menn forskot Blika á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. 21. ágúst 2022 21:45
Umfjöllun og viðtöl: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðan sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15