Hágrét eftir að hann sjokkeraði UFC-heiminn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 11:00 Leon Edwards átti erfitt með sig eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Goodlett Leon Edwards er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC eða sama þyngdarflokki og íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson keppir í. Það er þó auðvelt að segja að sigur Edwards um helgina hafi komið mikið á óvart. Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr landsliðsþjálfari kynntur Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Nýr landsliðsþjálfari kynntur Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða