Lífið

Sarah Hyland og Wells Adams gátu loksins gift sig

Elísabet Hanna skrifar
Parið skellti sér í brúðkaupsmyndatöku árið 2020, árið sem þau ætluðu að gifta sig.
Parið skellti sér í brúðkaupsmyndatöku árið 2020, árið sem þau ætluðu að gifta sig. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Sarah Hyland og Wells Adams, uppáhalds barþjónn Bachelor Nation eru loksins gift eftir að hafa þurft að fresta brúðkaupinu sínu í tvö ár. Modern Family fjölskyldan hennar Söruh var á svæðinu ásamt fjölskyldu og vinum parsins.

Sá hann í Bachelorette

Parið byrjaði að slá sér upp saman árið 2017 og trúlofuðu sig árið 2019 á einkaeyju í Fiji. Sambandið hófst eftir að Sarah tjáði sig um ágæti Wells á samfélagsmiðlum árið 2016 þegar hún sá hann sem keppanda í Bachelorette. Þar kepptist hann um ást Joelle Fletcher, betur þekkt sem JoJo, en hún endaði á því að gefa Jordan Rodgers síðustu rósina sína og giftu þau sig einnig í sumar. 

Samskiptin byrjuðu á Twitter

Það var svo ári síðar sem Wells var valinn sem barþjónn Bachelor in Paradise og Sarah tjáði sig á Twitter um ánægju sína með ráðninguna. Hann svaraði henni með skemmtilegum skilaboðum og þau byrjuðu að tala saman. Það var svo á hrekkjavöku sem þau fóru í parabúning og klæddu sig upp sem persónurnar Dustin og Eleven úr Stranger Things og opinberuðu sambandið.

Skemmtilegir búningar

Frá því að parið opinberaði sambandið sitt á samfélagsmiðlum í skemmtilegum búningum hafa þau haldið í hefðina og birt myndir af sér í parabúning á hrekkjavöku ár hvert líkt og sjá má hér að neðan:

Þurftu að fresta brúðkaupinu

Parið ætlaði upphaflega að gifta sig árið 2020 en líkt og svo margir aðrir þurftu þau að fresta því vegna heimsfaraldursins. Þau hafa tjáð sig reglulega um það á samfélagsmiðlum hversu erfitt það  væri að fresta brúðkaupinu og hversu mikil spenna væri til staðar að geta loksins gift sig. Þau fóru meðal annars í brúðkaupsmyndatöku á deginum sem þau ætluðu að gifta sig og hafa haldið í húmorinn í gegnum frestanirnar.


Tengdar fréttir

Giftu sig í undirgöngum

Glódís Guðgeirsdóttir, jarðfræðingur og plötusnúður, og Steinþór Helgi Arnsteinsson, umboðsmaður og athafnamaður, giftust hvort öðru við fallega athöfn á Flateyri síðastliðna helgi þar sem vinir og fjölskylda fögnuðu ástinni með þeim fram á rauða nótt. 

Ariana Grande gengin í það heilaga

Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.