Stórum áfanga náð í Borgarlínuverkefninu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. ágúst 2022 21:00 Samningur Barnavinafélagsins Sumarhjálpar og Reykjavíkurborgar um afnot af landi var undirritaður í dag. Vísir/Egill Borgaryfirvöld segja að stórum áfanga hafi verið náð í Borgarlínuverkefnunu í dag þegar samkomulag náðist um afnot af lóð Barnavinarfélags Sumargjafar. Formaður félagsins segir að á móti ætli borgin að reisa nýjan leikskóla á lóðinni. Borgaryfirvöld segja að framgangur borgarlínuverkefnisins við Suðurlandsbraut hafi verið tryggður í dag þegar samningur náðist við Sumargjöf um afnot af lóð félagsins þar. Þar hefur jafnframt verið rekinn leikskólinn Steinahlíð síðan 1949. „Það er talað um fimm þúsund fermetra og við fáum þá fimm þúsund fermetra í staðin bætt,“ segir Kristín Hagalín Ólafsdóttir formaður Barnavinafélagsins Sumargjafar. Sumargjöf mun láta af hendi land fyrir Borgarlínuna og í staðin mun borgin reisa leikskóla fyrir félagið.Vísir/Egill Það sé ekki á borði Sumargjafar að ákveða hvaða land félagið láti af hendi eða hvaða land það fái í stað þess sem borgin fær til Borgarlínuverkefnisins. „Það er ekki okkar að ákveða það, það er skipulagsyfirvalda og þeirra sem hafa með skipulag Borgarlínunnar að gera.“ Kristín segir að samningurinn feli líka í sér að borgin muni byggja nýjan leikskóla á lóðinni. „Það er áhugi á því að fjölga börnum hér í Steinahlíð og ég geri ekki ráð fyrir að Sumargjöf muni reisa heimilið heldur þá að Reykjavíkurborg muni gera það,“ segir Kristín. Hún segir að Sumargjöf ætli að efna til hönnunarsamkeppni um svæðið. Hún er ánægð með samninginn sem tókst við borgina í dag. „Við höfðum áhyggjur á tímabili af því að það yrði bara eyðilagt hér landi okkar. En sem betur fer hefur komið í ljós að það gerist ekki. Við viljum raunverulega skapa hér unaðsreit í borginni fyrir börnin.“ Reykjavík Leikskólar Skipulag Borgarlína Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. 28. júní 2022 12:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Borgaryfirvöld segja að framgangur borgarlínuverkefnisins við Suðurlandsbraut hafi verið tryggður í dag þegar samningur náðist við Sumargjöf um afnot af lóð félagsins þar. Þar hefur jafnframt verið rekinn leikskólinn Steinahlíð síðan 1949. „Það er talað um fimm þúsund fermetra og við fáum þá fimm þúsund fermetra í staðin bætt,“ segir Kristín Hagalín Ólafsdóttir formaður Barnavinafélagsins Sumargjafar. Sumargjöf mun láta af hendi land fyrir Borgarlínuna og í staðin mun borgin reisa leikskóla fyrir félagið.Vísir/Egill Það sé ekki á borði Sumargjafar að ákveða hvaða land félagið láti af hendi eða hvaða land það fái í stað þess sem borgin fær til Borgarlínuverkefnisins. „Það er ekki okkar að ákveða það, það er skipulagsyfirvalda og þeirra sem hafa með skipulag Borgarlínunnar að gera.“ Kristín segir að samningurinn feli líka í sér að borgin muni byggja nýjan leikskóla á lóðinni. „Það er áhugi á því að fjölga börnum hér í Steinahlíð og ég geri ekki ráð fyrir að Sumargjöf muni reisa heimilið heldur þá að Reykjavíkurborg muni gera það,“ segir Kristín. Hún segir að Sumargjöf ætli að efna til hönnunarsamkeppni um svæðið. Hún er ánægð með samninginn sem tókst við borgina í dag. „Við höfðum áhyggjur á tímabili af því að það yrði bara eyðilagt hér landi okkar. En sem betur fer hefur komið í ljós að það gerist ekki. Við viljum raunverulega skapa hér unaðsreit í borginni fyrir börnin.“
Reykjavík Leikskólar Skipulag Borgarlína Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17 Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. 28. júní 2022 12:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Stefnt á að opna Ævintýraborg strax í september Meirihlutinn í borginni hefur kynnt tillögur sínar, sem voru samþykktar á borgarráðsfundi nú um hádegisbil, að bráðaaðgerðum í leikskólamálum. Tillögurnar eru sex, þar á meðal að opna Ævintýraborg í Öskjuhlíð strax í september. 18. ágúst 2022 13:17
Seinka tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínunnar Verkefnastofa Borgarlínunnar hefur ákveðið að framkvæmdalok fyrstu lotu Borgarlínunnar verði tvískipt. Áður var reiknað með að fyrsta lotan yrði tilbúin seinni hluta ársins 2025. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdalok tvískiptrar fyrstu lotu verði 2026 og 2027. 28. júní 2022 12:51