Átta leikmenn sem ættu að skipta um félag: „Þá vantar svona fauta“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 13:37 Tryggvi Garðar Jónsson er á meðal leikmanna sem ættu að skipta um félag að mati Arnars Daða Arnarssonar. VÍSIR/VILHELM Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir átta leikmenn sem hann taldi að ættu helst að skipta um félag, nú þegar styttist í að Olís-deild karla í handbolta hefjist. Arnar Daði, sem er fyrrverandi þjálfari Gróttu, fjallaði um listann sinn í nýjasta þætti Handkastsins, sem hlusta má á hér að neðan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar taldi upp tvo Framara og tvo HK-inga, og einn leikmann úr Stjörnunni, Selfossi, Val og ÍR. Umræðan hefst eftir 55 mínútur af þættinum hér að neðan. Leikmennirnir á listanum eru þessir: 8. Aron Gauti Óskarsson, Fram „Það er algjör synd að hann sé í raun í Fram U, þriðji í róteringunni hægra megin sem örvhent skytta. Ég veit að hann hefur verið að glíma við meiðsli en þetta er klárlega leikmaður sem á að vera í annarri róteringu. Farðu í ÍR,“ sagði Arnar Daði. 7. Hrannar Eyjólfsson, Stjörnunni „Hergeir [Grímsson úr Selfossi] kemur þar inn svo mínútunum fækkar hjá Hrannari. Farðu bara í Aftureldingu. Aftureldingu vantar miðjumann. Hann gæti líka farið í ÍR. Ég held að ÍR vanti bara alla leikmenn,“ sagði Arnar Daði. 6. Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi „Jón Þórarinn er markmaður U20-landsliðsins. Hann var að byrja leiki á stórmótunum í sumar og í Ragnarsmótinu en svo eru Selfyssingar með Rasimas, og að ég held bæði Sölva og Alexander. Jón Þórarinn á bara að fara að spila. Liðið sem ég er með fyrir hann er ÍR. Siggi seðill, Sigurður Ingiberg, er hættur, með slitið krossband. Svo eru það Haukarnir. Aron Rafn verður ekkert með fyrir áramót út af meiðslum. Svo jafnvel Grótta, þar sem Einar Baldvin gæti fengið samkeppni,“ sagði Arnar Daði. 5. Tryggvi Garðar Jónsson, Val „Farðu bara í Aftureldingu, Selfoss, Gróttu eða ÍR. Þetta er skytta sem getur spilað þrist eða bakvörð í vörn. Eina er að maður veit að Valsararnir eru að fara í þessa Evrópukeppni og þar bætast við tíu leikir fyrir þá, svo ég trúi ekki öðru en að Snorri finni mínútur fyrir hann, en Tryggvi á að fara í stærra hlutverk. Hann er orðinn 19 ára og ég held að það myndi bara hjálpa honum að fara í annað umhverfi,“ sagði Arnar Daði og þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Stefán Árni Pálsson tóku undir. Kristján Ottó Hjálmsson er annar tveggja HK-inga á listanum.VÍSIR/VILHELM 4. Kristófer Andri Daðason, Fram „Hann er sonur varaformannsins. Aftureldingu vantar miðjumann. Ég sá Kristófer spila í Ragnarsmótinu og hann er örugglega þriðji í róteringunni,“ sagði Arnar Daði. 3. Pálmi Fannar Sigurðsson, HK „Ég væri til í að hann færi í Fram. Framara vantar varnarmann. Þá vantar svona fauta. Hann er gríðarlega sterkur og algjör synd að hann sé að spila í Grillinu í vetur,“ sagði Arnar Daði. 2. Kristján Ottó Hjálmsson, HK Sérfræðingarnir voru allir sammála um að þessi öflugi línumaður ætti klárlega að spila í efstu deild þrátt fyrir fall HK á síðustu leiktíð. „Það er bara skandall, einhver misskilningur… vantaði klausu hjá honum,“ sagði Þorgrímur Smári um þá staðreynd að Kristján yrði áfram í HK. „Ég veit að Valur hafði samband við hann í sumar og hann fór á fund með Gróttu en liðið sem hann ætti að fara í núna er Haukar. Hann var náttúrulega þar. Afturelding kæmi einnig til greina, nú þegar Þrándur er farinn,“ sagði Arnar Daði. 1. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR „Besti leikmaður í Grillinu síðustu tvö ár, með ÍR og Kríunni. Örvhentur og getur spilað í skyttu og horni. Fínasti varnarmaður. Hraðaupphlaupsmaður. Vítaskytta. 29 ára,“ sagði Arnar Daði en svo virðist sem að Kristján Orri vilji halda sig í næstefstu deild og vera laus við álagið sem fylgi því að spila í efstu deild, og muni því ekki spila með ÍR áfram. „Það er algjör katastrófa að Kristján Orri sé að fara að taka sitt þriðja ár án þess að spila í deild þeirra bestu,“ sagði Arnar Daði. Sérfræðingurinn - @arnardadi valdi þrjá topp5 lista í þættinum í gær.- Besti félagaskipti sumarsins- Leikmenn sem ættu að finna sér nýtt lið- Nýliðarhttps://t.co/T6nedZ3QbB #Handkastið— Handkastið (@handkastid) August 23, 2022 Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Arnar Daði, sem er fyrrverandi þjálfari Gróttu, fjallaði um listann sinn í nýjasta þætti Handkastsins, sem hlusta má á hér að neðan eða á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Arnar taldi upp tvo Framara og tvo HK-inga, og einn leikmann úr Stjörnunni, Selfossi, Val og ÍR. Umræðan hefst eftir 55 mínútur af þættinum hér að neðan. Leikmennirnir á listanum eru þessir: 8. Aron Gauti Óskarsson, Fram „Það er algjör synd að hann sé í raun í Fram U, þriðji í róteringunni hægra megin sem örvhent skytta. Ég veit að hann hefur verið að glíma við meiðsli en þetta er klárlega leikmaður sem á að vera í annarri róteringu. Farðu í ÍR,“ sagði Arnar Daði. 7. Hrannar Eyjólfsson, Stjörnunni „Hergeir [Grímsson úr Selfossi] kemur þar inn svo mínútunum fækkar hjá Hrannari. Farðu bara í Aftureldingu. Aftureldingu vantar miðjumann. Hann gæti líka farið í ÍR. Ég held að ÍR vanti bara alla leikmenn,“ sagði Arnar Daði. 6. Jón Þórarinn Þorsteinsson, Selfossi „Jón Þórarinn er markmaður U20-landsliðsins. Hann var að byrja leiki á stórmótunum í sumar og í Ragnarsmótinu en svo eru Selfyssingar með Rasimas, og að ég held bæði Sölva og Alexander. Jón Þórarinn á bara að fara að spila. Liðið sem ég er með fyrir hann er ÍR. Siggi seðill, Sigurður Ingiberg, er hættur, með slitið krossband. Svo eru það Haukarnir. Aron Rafn verður ekkert með fyrir áramót út af meiðslum. Svo jafnvel Grótta, þar sem Einar Baldvin gæti fengið samkeppni,“ sagði Arnar Daði. 5. Tryggvi Garðar Jónsson, Val „Farðu bara í Aftureldingu, Selfoss, Gróttu eða ÍR. Þetta er skytta sem getur spilað þrist eða bakvörð í vörn. Eina er að maður veit að Valsararnir eru að fara í þessa Evrópukeppni og þar bætast við tíu leikir fyrir þá, svo ég trúi ekki öðru en að Snorri finni mínútur fyrir hann, en Tryggvi á að fara í stærra hlutverk. Hann er orðinn 19 ára og ég held að það myndi bara hjálpa honum að fara í annað umhverfi,“ sagði Arnar Daði og þeir Þorgrímur Smári Ólafsson og Stefán Árni Pálsson tóku undir. Kristján Ottó Hjálmsson er annar tveggja HK-inga á listanum.VÍSIR/VILHELM 4. Kristófer Andri Daðason, Fram „Hann er sonur varaformannsins. Aftureldingu vantar miðjumann. Ég sá Kristófer spila í Ragnarsmótinu og hann er örugglega þriðji í róteringunni,“ sagði Arnar Daði. 3. Pálmi Fannar Sigurðsson, HK „Ég væri til í að hann færi í Fram. Framara vantar varnarmann. Þá vantar svona fauta. Hann er gríðarlega sterkur og algjör synd að hann sé að spila í Grillinu í vetur,“ sagði Arnar Daði. 2. Kristján Ottó Hjálmsson, HK Sérfræðingarnir voru allir sammála um að þessi öflugi línumaður ætti klárlega að spila í efstu deild þrátt fyrir fall HK á síðustu leiktíð. „Það er bara skandall, einhver misskilningur… vantaði klausu hjá honum,“ sagði Þorgrímur Smári um þá staðreynd að Kristján yrði áfram í HK. „Ég veit að Valur hafði samband við hann í sumar og hann fór á fund með Gróttu en liðið sem hann ætti að fara í núna er Haukar. Hann var náttúrulega þar. Afturelding kæmi einnig til greina, nú þegar Þrándur er farinn,“ sagði Arnar Daði. 1. Kristján Orri Jóhannsson, ÍR „Besti leikmaður í Grillinu síðustu tvö ár, með ÍR og Kríunni. Örvhentur og getur spilað í skyttu og horni. Fínasti varnarmaður. Hraðaupphlaupsmaður. Vítaskytta. 29 ára,“ sagði Arnar Daði en svo virðist sem að Kristján Orri vilji halda sig í næstefstu deild og vera laus við álagið sem fylgi því að spila í efstu deild, og muni því ekki spila með ÍR áfram. „Það er algjör katastrófa að Kristján Orri sé að fara að taka sitt þriðja ár án þess að spila í deild þeirra bestu,“ sagði Arnar Daði. Sérfræðingurinn - @arnardadi valdi þrjá topp5 lista í þættinum í gær.- Besti félagaskipti sumarsins- Leikmenn sem ættu að finna sér nýtt lið- Nýliðarhttps://t.co/T6nedZ3QbB #Handkastið— Handkastið (@handkastid) August 23, 2022
Olís-deild karla Handkastið Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira