Aldrei búið á Spáni og fyrirliðinn vildi hann ekki en gæti mætt Íslandi á morgun Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 14:30 Lorenzo Brown í vináttulandsleik gegn Litháen fyrr í þessum mánuði. EPA-EFE/Elvira Urquijo A NBA-leikmaðurinn fyrrverandi Lorenzo Brown talar ekki spænsku og hefur aldrei búið á Spáni en hann er samt í spænska landsliðshópnum sem undirbýr sig fyrir leikinn mikilvæga við Ísland á morgun í undankeppni HM. Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi. Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Brown hlaut spænskan ríkisborgararétt fyrr á þessu ári en spænska körfuknattleikssambandið sóttist mjög eftir því vegna forfalla leikstjórnenda landsliðsins. Óhætt er að segja að það sé umdeilt að Brown sé orðinn spænskur landsliðsmaður en á meðal gagnrýnenda þess er fyrirliði liðsins, Rudy Fernández, sem benti á að Brown hefði engin tengsl við spænskan körfubolta. „Það hljómar ekki rétt. Ég heyrði það bara í fjölmiðlum að það væri kominn ríkisborgararéttur fyrir leikmann sem hefði engin tengsl við landið. Mér hlotnaðist sá heiður að spila með Mirotic og Ibaka. Þeir voru erlendir leikmenn en þeir höfðu æft í spænskum akademíum frá því að þeir voru mjög ungir og voru þannig búnir að mynda sterk tengsl við landið,“ sagði Fernández eftir að tilkynnt var um komu Brown í landsliðið í sumar. Kynntist þjálfaranum hjá Toronto Sergio Scariolo, þjálfari spænska landsliðsins, var aðstoðarþjálfari Toronto Raptors á árunum 2018-2021 og kynntist þar Brown. Scariolo segir það þó alls ekki hafa verið sína hugmynd að Brown fengi spænskan ríkisborgararétt, þó að hann fagni því að fá inn svo öflugan leikstjórnanda. Sjálfur hefur Brown, sem er leikmaður Maccabi Tel Aviv í Ísrael, talað um komuna í spænska landsliðið líkt og hann hafi verið að semja við félagslið og aðeins sagt að sér hafi boðist tækifæri sem hafi verið of gott til að hafna. Brown er eins og fyrr segir í sextán manna hópi Spánar sem æfir fyrir leikina við Ísland og Holland í undankeppni HM, og fyrir lokakeppni EM sem hefst í næsta mánuði. Tólf úr þessum hópi mæta Íslandi annað kvöld, klukkan 19 að íslenskum tíma. Brown hefur farið mikinn með spænska liðinu í æfingaleikjum að undanförnu og skorað næstflest stig að meðaltali fyrir liðið, í leikjum við Litháen og Grikkland. Spánn lék tvo leiki við hvort lið en tapaði þremur leikjanna og vann einn, 87-80 gegn Grikklandi.
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum