„Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. ágúst 2022 15:30 Weston McKennie fékk ekki háa einkunn fyrir sína frammistöðu í gærkvöld. Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images „Juventus bara heilluðu ekkert í öðrum leik tímabilsins,“ segir Árni Þórður Randversson í hlaðvarpinu Punktur og basta. Farið var yfir aðra umferðina ítölsku úrvalsdeildarinnar í þætti dagsins. 2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
2. umferð Seríu A lauk í gær með tveimur leikjum. Roma vann þar 1-0 sigur á Cremonese og þá var Juventus ósannfærandi er það gerði markalaust jafntefli við Sampdoria á útivelli. Sampdoria hafa oft verið betur mannaðir og komu úrslitin því á óvart eftir sannfærandi 3-0 sigur Juventus á Sassuolo í fyrstu umferð, en liðið var þó án Ángel Di María sem fór mikinn í fyrsta leik. Juventus var til umræðu í hlaðvarpinu Punktur og basta sem fjallar um ítalska boltann. Þar var miðja liðsins sérstaklega gagnrýnd fyrir frammistöðuna gegn Sampdoria í gærkvöld. „Þetta er bara sama miðja og í fyrra,“ segir þáttastjórnandinn Þorgeir Logason. „Weston McKennie var þarna fremstur á miðjunni á bakvið Vlahovic og gaf honum engan stuðning,“ „Þessi blessaða miðja er náttúrulega bara sorp, á miðað við að þetta er Juventus, það er bara þannig. Rabiot, Locatelli og McKennie. Eini gæjinn sem gat búið eitthvað til var Kostic en hann er náttúrulega bara að koma sér inn í þetta, þetta var annar leikurinn hans og hann kom bara rétt fyrir fyrsta leikinn,“ segir Árni Þórður. Alltaf byrjar McKennie Eðli málsins samkvæmt gekk illa hjá Juventus að byggja upp sóknir þar sem miðjumenn liðsins voru úr takti. „Það var enginn að tengja einhvern veginn, bæði út frá miðjunni og á köntunum. Þetta var sjokkerandi hjá Juventus,“ segir Þorgeir. Björn Már Ólafsson tók undir og bendir á að Juventus hafi ekkert fundið framherjann Dusan Vlahovic í fyrri hálfleik leiksins. „Já, var ekki talað um að Vlahovic hafi átt þrjár snertingar í fyrri hálfleik? Og þar af var eitt upphafsspark leiksins. Hann var mjög sýnilega ósáttur og var að láta menn heyra það hægri, vinstri,“ segir Björn Már. Það er þá ofar skilningi Björns hvað Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, sem kom til Juventus frá Schalke síðasta sumar, fái marga sénsa í liðinu. „Enn einn leikurinn og enn eitt tímabilið sem Weston McKennie byrjar. Það er einhvern veginn alveg sama hvað þeir selja marga leikmenn eða kaupa, að jafnvel ef þeir selja McKennie myndi hann samt einhvern veginn byrja hjá þeim. Hann byrjar alltaf, en mér finnst þetta ekki alveg nógu solid og þeir virðast vera að bíða eftir þessum eina sóknarmanni í viðbót. Það vantaði ekkert gríðarmikið upp á en það að missa Di María var erfitt fyrir þá,“ segir Björn Már. Fleira kom fram í umræðunni um þá svarthvítu auk þess sem allir leikir umferðarinnar í ítalska boltanum voru krufðir til mergjar. Þáttinn má nálgast í spilaranum að ofan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Ítalski boltinn heldur áfram um næstu helgi og að venju verða allir leikirnir í beinni á rásum Stöðvar 2 Sport. Tveir stórleikir verða á dagskrá þar sem Lazio mætir Inter á laugardagskvöld og þá mætast Juventus og Roma á sunnudagseftirmiðdag.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti