Fótbolti

Lærisveinar Brynjars unnu stórsigur í fallbaráttunni | Enn eitt tap Örebro

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brynjar Björn Gunanrsson og lærisveinar hans í Örgryte eru á siglingu í sænsku B-deildinni.
Brynjar Björn Gunanrsson og lærisveinar hans í Örgryte eru á siglingu í sænsku B-deildinni. Vilhelm Gunnarsson

Brynjar Björn Gunnarsson og lærisveinar hans í Örgryte unnu virkilega sannfærandi sigur er liðið tók á móti Norrby í sænsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 5-1, en þetta var þriðji sigur Örgryte í röð og liðið fjarlægist fallsvæðið.

Heimamenn í Örgryte lentu reyndar undir í leiknum þegar gestirnir í Norrby tóku forystuna strax á 13. mínútu. Örgryte jafnaði þó metin í uppbótartíma fyrri hálfleiks og staðan því 1-1 þegar gengið var til búningsherbergja.

Heimamenn mættu svo af miklum krafti til leiks í síðari hálfleik og skoraði tvö mörk á frystu fimm mínútum hans. Liðið bætti svo tvbeimur við til viðbótar áðuren lokaflautið gall og niðurstaðan því 5-1 sigur Örgryte.

Brynjar Björn og lærisveinar hans sitja nú í tíunda sæti deildarinnar með 23 stig eftir 20 leiki, þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Þá mátti Íslendingalið Örebro þola enn eitt tapið er liðið tók á móti Skovde á sama tíma. Lokatölur urðu 0-1, en Örebro er án sigurs í seinustu fimm leikjum, þar af eru fjögur töp.

Valgeir Valgeirsson og Axel Andrésson voru báðir í byrjunarliði Örebro, en Valgeir var tekinn af velli í hálfleik. Liðið situr nú í níunda sæti deildarinnar með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×