Áhyggjur af velferð hesta í Survive Iceland Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 14:01 Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar. Það er töluvert lengri dagleið en hefðbundið er í hestamennsku hér á landi, sem er um 10-15 km á hest á dag undir knapa. Dýraverndarsamband Íslands hefur áhyggjur af velferð hesta í þessari keppni. Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röðundir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum þar sem þeir fá ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið er í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru. Keppendur verða sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni. Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Hestaíþróttir Dýr Dýraheilbrigði Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 25-28. ágúst verður haldin þolreiðarkeppni á vegum Landssambands hestamannafélaga (LH) sem ber yfirskriftina Survive Iceland. Um er að ræða 270 km þolreið um suðurhálendið sem stendur yfir í fjóra daga. Hver hestur fer um 25-35 km á dag, vegalengd sem farin er á um tveimur klukkustundum, án áningar. Það er töluvert lengri dagleið en hefðbundið er í hestamennsku hér á landi, sem er um 10-15 km á hest á dag undir knapa. Dýraverndarsamband Íslands hefur áhyggjur af velferð hesta í þessari keppni. Samkvæmt keppnisreglum fá keppendur þrjá hesta hver og velja tvo þeirra til reiðar hvern dag. Hins vegar mega knapar velja sama hestinn alla dagana. Þetta þýðir að sumir hestar gætu þurft að fara allt að 35 km dagleið fjóra daga í röðundir knapa. Að hestar fái ekki hvíld undir svo miklu álagi eykur líkur á slysum, ofreynslu og álagsmeiðslum þar sem þeir fá ekki tækifæri til að jafna sig milli daga í keppninni, eins og hefðbundið er í öðrum keppnisgreinum t.d. á Landsmóti hestamanna. Í nágrannalöndum okkar eiga knapar að vera með sína eigin hesta í þolreiðarkeppnum, sem þeir þjálfa og þekkja vel. Þessar forsendur eru fyrir hendi til að verja heilsu og velferð hestanna. Í þessari keppni munu erlendir keppendur ekki koma til með að þekkja hestana og vita því ekki hver þreytumerki þeirra eru. Keppendur verða sömuleiðis einir með hestana á meðan keppni stendur sem er varasamt. Sívöktunarbúnaður sem fylgist með púlsi verður ekki notaður, en í nágrannalöndum okkar er jafnan notast við slíkan búnað til að fylgjast með ástandi hesta í þolreiðarkeppnum. Eftirlit með lífsmörkum og þar með velferð hestanna verður því ekki til staðar nema eftir um 25-35 km langan legg þegar dýralæknaskoðun á sér stað. Hestarnir verða því alfarið undir náð keppenda komnir á leiðinni. Dýraverndarsamband Íslands telur velferð hesta ekki gætt með því fyrirkomulagi sem verður fyrir hendi í þessari keppni. Mótshaldarar eru eindregið hvattir til að skoða skipulag keppninnar og bæta það með tilliti til velferðar hesta. Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun