Lífið

LXS þyrlan komst ekki að sækja Birgittu vegna veðurs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Líf náði samt sem áður að skemmta sér, þrátt fyrir áfallið. 
Birgitta Líf náði samt sem áður að skemmta sér, þrátt fyrir áfallið. 

Í öðrum þættinum af LXS var sýnt frá skíðaferðinni árlegu sem þær vinkonurnar fara alltaf í saman. Að þessu sinni var farið á Sauðárkrók og var búið að plana ferðina alveg frá a-ö.

Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum.

Ferðin var vel skipulögð og var fyrir hugað að Birgitta Líf myndi verða sótt á þyrlu norður til að geta verið viðstödd Hlustendaverðlaunin. Ástæðan fyrir því er að tónlistarmaðurinn Hugo var að fara taka á móti verðlaunum fyrir nýliði ársins og er Birgitta umboðsmaður hans.

Veðrið var aftur á móti það slæmt þessa helgi að þyrlan komst ekki á staðinn og tók Birgitta því töluvert inn á sig eins og sást í þættinum.

„Stelpurnar vita ekkert af þessu en ég er búin að vera geðveikt leið og fela þetta fyrir þeim,“ segir Birgitta í fjallinu.

„Ég skipulegg alltaf allt mjög vel og ef eitthvað breytist sem ég stjórna ekki þá á ég mjög erfitt með að fela tilfinningar mínar. Það var meira segja búið að merkja þyrluna með TF LXS, auðvitað.“

Hér að neðan má sjá atriði úr þætti gærkvöldsins sem var sýndur á Stöð 2.

Klippa: Þyrlan komst ekki að sækja Birgittu vegna veðurs
LXS





Fleiri fréttir

Sjá meira


×