Hvetur ráðherra til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 16:53 Ástand Vatnsnesvegar hefur valdið íbúum á svæðinu áhyggjum í mörg ár. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir Umboðsmaður barna hefur sent innviðaráðherra bréf þar sem hún hvetur hann til að bregðast við ófremdarástandi á Vatnsnesvegi og setja fjármagn í uppbyggingu vegarins. Ástand vegarins valdi skólabörnum sem ferðist um veginn vanlíðan og kvíða og geti ógnað öryggi þeirra. Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“. Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur sem nær frá Hvammstanga í kringum Vatnsnes. Bágt ástand vegarins og tíð umferðarslys á veginum hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár. Sérstaklega hefur verið fjallað um áhrif vegarins á skólabörn í Húnaþingi vestra sem þurfa að ferðast eftir veginum til að komast í skólann á morgnana. Á síðasta ár greindi Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, þáverandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, frá því að börn kæmu oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í bílnum á veginum. Þá hafa foreldrar ýmissa barna greint frá því að börn þeirra vilji hreinlega ekki fara í skólann vegna vegarins sem valdi þeim kvíða og vanlíðan. Óásættanlegt að börn þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi vanlíðan Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur núna sent Sigurði Inga Jóhannessyni, innviðaráðherra bréf vegna vegarins, bágs ástands hans og áhrifa á börn sem þurfa að ferðast eftir honum. Í bréfinu er því lýst hvernig foreldrar barna sem ferðast um veginn eru farin að íhuga að halda börnum sínum heima þar sem þau telja hann ekki öruggan og hann valdi mörgum barnanna kvíða og vanlíðan við akstur um veginn. Þá rekur hún það hvernig vegurinn er kominn á samgönguáætlun en hins vegar ekki gert ráð fyrir fjármagni til uppbyggingar hans fyrr en á árunum 2025 til 2029. Enn fremur að framkvæmdir muni fara fram að mestu á árunum 2030 til 2034. Það sé með öllu „óásættanlegt að til þess að börn fái notið jafn sjálfsagðra réttinda og menntunar að þau þurfi að leggja á sig ferðalag sem valdi þeim mikilli vanlíðan og kvíða og jafnvel ógnað öryggi þeirra.“ Þess vegna hvetur umboðsmaður ráðherra til að bregðast við „því ófremdarástandi sem myndast hefur á Vatnsnesvegi“ og standa við fyrirheit um „uppbyggingu öruggra og barnvænna samgönguinnviða um land allt“.
Samgöngur Börn og uppeldi Húnaþing vestra Réttindi barna Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15 Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Börn veikjast við að hristast í skólabíl um Vatnsnesveg Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir að skólabörn komi oft veik í skólann á Hvammstanga eftir að hafa hrists í langan tíma í skólabíl, sem keyra Vatnsveginn, sem er nánast ófær vegna lélegs ástands og margra hola. Hópfjármögnunum á Karolinafund er nú hafin fyrir endurbótum á veginum en ætlunin er að safna þar hundrað milljónum króna. 27. nóvember 2021 13:15
Holóttur vegur veldur börnum kvíða og uppköstum Sum börn á Vatnsnesi þurfa að ferðast um áttatíu kílómetra á dag eftir veginum. Dæmi er um að þau hafi ælt af hristingnum. Íbúi segir þau sýna einkenni þess að vilja ekki fara í skóla vegna þess. 13. október 2018 15:15