Forystumenn í atvinnulífi þurfi að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2022 19:33 Forsætisráðherra segir ekki hægt að tala um lítið svigrúm til launahækkana ef það á ekki að gilda fyrir stjórnendur líka. Forystumenn í atvinnulífinu verði að sýna hófsemd í eigin launagreiðslum. Það er að sögn ráðherra mjög alvarlegt ef verðbólgan fer úr böndunum og Seðlabankinn á ærið verk fyrir höndum. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna ákvörðun Seðlabankans um að hækka enn stýrivexti eins og gert var í gær um 75 punkta. Rýtingur í bakið á heimilum landsins, segja hagsmunasamtök heimilanna. Algerlega óskiljanlegt, segir formaður VR. En forsætisráðherra? „Seðlabankinn stendur frammi fyrir flóknu verkefni. Það er alveg ljóst að ef verðbólgan fer hér úr böndunum stöndum við frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu. Þess vegna skiptir svo máli að við tökum höndum saman og þar hafa stjórnvöld og Seðlabanki leitast við að stilla saman strengi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir eitt verða yfir alla að ganga ef því er haldið fram að lítið svigrúm sé til launahækkana.vísir/vilhelm „Lítið svigrúm til launahækkana“ verði að gilda fyrir alla Kjaraviðræður eru fram undan og forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni þar leggja sitt af mörkum til að bæta kjör fólks. Á endanum sé það þó launafólks og atvinnurekenda að semja sín á milli. „Þar ber launafólk ekki eitt ábyrgð,“ segir Katrín. „Þar skiptir líka miklu máli að atvinnurekendur og forystumenn í atvinnulífi sýni hófsemd í eigin launagreiðslum til að skapa sáttina sem þarf til að við getum í raun bætt lífskjör almennings. Það gerum við auðvitað með því að bæta kaupmátt en ekki bara hækka laun. Það þarf að fylgja,“ segir Katrín. „Á sama tíma og talað er um lítið svigrúm til launahækkana þá verður það að gilda fyrir allan stigann. Það getur ekki bara gilt fyrir launafólk. Það hlýtur að gilda ekki síður fyrir stjórnendur.“ Þannig að þeir eiga að taka þetta til sín? „Algerlega. Þess vegna segi ég, það er alvarlegt ef verðbólga fer úr böndunum. Við þurfum öll að standa saman, þetta er hluti af því." Krónan tilkynnti um það í vikunni að vöruverð yrði fryst á fleiri en tvö hundruð vörum. Katrín segir fyrirtæki hafa margar leiðir til að reyna að hemja verðbólguna, en þetta sé ein þeirra. „Mér finnst það jákvætt ef verslunin tekur þátt í þessu sameiginlega verkefni okkar að hafa hemil á verðbólgunni og ég held að það skipti máli,“ segir Katrín. Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. 24. ágúst 2022 16:02 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Margir hafa orðið til þess að gagnrýna ákvörðun Seðlabankans um að hækka enn stýrivexti eins og gert var í gær um 75 punkta. Rýtingur í bakið á heimilum landsins, segja hagsmunasamtök heimilanna. Algerlega óskiljanlegt, segir formaður VR. En forsætisráðherra? „Seðlabankinn stendur frammi fyrir flóknu verkefni. Það er alveg ljóst að ef verðbólgan fer hér úr böndunum stöndum við frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu. Þess vegna skiptir svo máli að við tökum höndum saman og þar hafa stjórnvöld og Seðlabanki leitast við að stilla saman strengi,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir eitt verða yfir alla að ganga ef því er haldið fram að lítið svigrúm sé til launahækkana.vísir/vilhelm „Lítið svigrúm til launahækkana“ verði að gilda fyrir alla Kjaraviðræður eru fram undan og forsætisráðherra segir að stjórnvöld muni þar leggja sitt af mörkum til að bæta kjör fólks. Á endanum sé það þó launafólks og atvinnurekenda að semja sín á milli. „Þar ber launafólk ekki eitt ábyrgð,“ segir Katrín. „Þar skiptir líka miklu máli að atvinnurekendur og forystumenn í atvinnulífi sýni hófsemd í eigin launagreiðslum til að skapa sáttina sem þarf til að við getum í raun bætt lífskjör almennings. Það gerum við auðvitað með því að bæta kaupmátt en ekki bara hækka laun. Það þarf að fylgja,“ segir Katrín. „Á sama tíma og talað er um lítið svigrúm til launahækkana þá verður það að gilda fyrir allan stigann. Það getur ekki bara gilt fyrir launafólk. Það hlýtur að gilda ekki síður fyrir stjórnendur.“ Þannig að þeir eiga að taka þetta til sín? „Algerlega. Þess vegna segi ég, það er alvarlegt ef verðbólga fer úr böndunum. Við þurfum öll að standa saman, þetta er hluti af því." Krónan tilkynnti um það í vikunni að vöruverð yrði fryst á fleiri en tvö hundruð vörum. Katrín segir fyrirtæki hafa margar leiðir til að reyna að hemja verðbólguna, en þetta sé ein þeirra. „Mér finnst það jákvætt ef verslunin tekur þátt í þessu sameiginlega verkefni okkar að hafa hemil á verðbólgunni og ég held að það skipti máli,“ segir Katrín.
Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Tengdar fréttir Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52 Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. 24. ágúst 2022 16:02 Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Ætlar að ná niður verðbólgunni svo það verði um „eitthvað að semja“ Skýr teikn eru á lofti um að það sé að myndast ofþensla í þjóðarbúskapnum. Það birtist í blússandi gangi í einkaneyslu, sem jókst um 14 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi, skorti á starfsfólki og hækkandi verðbólgu sem gæti nálgast 11 prósent í árslok. Verði samið um launahækkanir í komandi kjarasamningum nálægt núverandi verðbólgu mun Seðlabankinn ekki geta setið aðgerðalaus hjá. 24. ágúst 2022 20:52
Ásgeir: Krónan töluð niður ef hún sveiflaðist jafnmikið og evran Ef gengi íslensku krónunnar sveiflaðist jafn mikið og gengi evru gagnvart Bandaríkjadal hefur gert yrði eflaust skrifað um það í íslenskum fjölmiðlum og bent á hversu slæmur gjaldmiðill krónan væri. Þetta kom fram í máli Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á kynningarfundi peningastefnunefndar í morgun. 24. ágúst 2022 16:02
Stýrivaxtahækkanir komi verst við þá sem keyptu húsnæði í Covid Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld ráðist í sértækar aðgerðir til að bregðast við stýrivaxtahækkun Seðlabankans sem kynnt var í dag. Hækkunin komi sérstaklega illa niður á þeim sem keyptu húsnæði í heimsfaraldri með hvatningu fjármálaráðherra og seðlabankastjóra. 24. ágúst 2022 21:35