Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2022 18:06 Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík. Þrír starfsmenn þáðu aðstoð Fagfélagannna við að komast út úr aðstæðunum en þeir leigðu húsnæði af vinnuveitendum sínum. Getty Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fagfélögunum en starfsmennirnir voru félagsmenn í MATVÍS, sem á aðild að Fagfélögunum. Fram kemur í fréttatilkynningunni að vinnustaðaeftirlit Fagfélaganna hafi farið í eftirlitsferð á veitingastaðina, sem staðsettir eru í póstnúmeri 105 í Reykjavík, föstudaginn 19. ágúst síðastliðinn. Fagfélögin hafi fengið ábendingu um málið. „Við fengum ábendingu út úr bæ til Fagfélaganna og þess vegna fórum við af stað og skoðuðum þetta,“ segir Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu. Verið sé að vinna að kröfum til að senda á vinnuveitendurna. „Við sjáum það mjög fljótt þegar fólk vinnur tíu til sextán tíma á dag og er á lágmarkslaunum fyrir dagvinnu að upphæðirnar eru háar. Það er ekki greitt neitt orlof, vaktaálag, yfirvinna, uppbætur, bara nefndu það. Okkur sýnist tjónið hlaupa á milljónum fyrir hvern aðila,“ segir Benóný. Benóný sagðist ekki geta greint frá því um hvaða veitingastaði sé að ræða en mbl.is greinir frá að staðirnir séu Bambus í Borgartúni og Flame í Katrínartúni. Fagfélögin, sem hafi fjögur aðildarfélög, sjái launaþjófnað í hverri viku. „En okkur finnst þetta vera að vaxa ásmeginn og við erum að gera eftirlitið okkar betra og erum líka að hvetja fólk að hafa samband við okkur ef grunur er á um að eitthvað sé ekki eins og á að vera,“ segir Benóný. Óútskýrðir frádráttarliðir á launaseðlum Vinnuveitendur í málum þessara þriggja hafi reynt að útskýra lág laun starfsmannanna. Málið hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Við höfum fengið viðbrögð frá þeim þar sem þau telja sig vera að útskýra hluta af þessu en við höfum ekki keypt þau rök sem þau hafa komið fram með,“ segir Benóný. Á launaseðlum starfsmannanna séu skrítnir frádráttarliðir, sem engar skýringar hafi fengist á. Óljóst sé hvort fólkið hafi til dæmis þurft að greiða háa leigu fyrir íbúðarhúsnæðið, sem það leigði af vinnuveitendum. „Við höldum að lykilinn að því að vel tókst í þessu máli vera að við vorum með tiltæka íbúð sem var í eigu eins stéttafélags innan Fagfélaganna til að fara með fólkið úr aðstæðunum. Af því að við vitum það að ef fólk hefur ekki stað til að fara á og er hrætt um að hafa ekki tekjur fyrir þann mánuð þá hefði verið erfiðara fyrir okkur að fá það út úr þeim aðstæðum sem það var í,“ segir Benóný. Er grunur um vinnumansal í tilfellum þessara þriggja? „Við svo sem þorum ekki að fullyrða eitt eða neitt en þau voru nokkuð frjáls og voru með vegabréfin sín þannig að grunur um mansal, við teljum ekki vera enda er það í höndum lögreglunnar.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Sjá meira