Þarna hafa forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna verið á ferð, auk fylgdarliðs þeirra.
Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite, eiginkona hans, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Diana Nausėdienė, eiginkona hans, og Alar Karis, forseti Eistlands, og Sirje Karis, eiginkona hans, koma til landsins í dag.
Með þeim voru þeir Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens. Borgarstjórar Tallinn, Riga og Vilnius eru einnig staddir á landinu.
Þau eru á Íslandi til að taka þátt í hátíðardagskrá til að marka það að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Íslandi hafi tekið upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú en Ísland varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra þann 26. ágúst 1991, eftir fall Sovétríkjanna.
Hátíðarhöldin hófust í Alþingishúsinu seinni partinn en þar tók Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á móti þjóðhöfðingjunum og kynnti sögu Alþingis fyrir þeim. Forsetinn bauð þeim svo á Bessastaði til hátíðarkvöldverðar.
Á morgun verður svo hátíðarsamkoma í Höfða verður dagskrá út daginn.
Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.