Forsetar og fylgdarlið á fleygiferð um höfuðborgarsvæðið Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2022 20:08 Þessi mynd er frá því þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, var hér á landi árið 2019. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á mótorhjólum hafa sést víða á höfuðborgarsvæðinu í dag í fylgd rúta og annarra bíla. Götum hefur verið lokað um stuttan tíma og hafa margir borgarbúar orðið varir við umferðina. Þarna hafa forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna verið á ferð, auk fylgdarliðs þeirra. Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite, eiginkona hans, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Diana Nausėdienė, eiginkona hans, og Alar Karis, forseti Eistlands, og Sirje Karis, eiginkona hans, koma til landsins í dag. Með þeim voru þeir Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens. Borgarstjórar Tallinn, Riga og Vilnius eru einnig staddir á landinu. Þau eru á Íslandi til að taka þátt í hátíðardagskrá til að marka það að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Íslandi hafi tekið upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú en Ísland varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra þann 26. ágúst 1991, eftir fall Sovétríkjanna. Hátíðarhöldin hófust í Alþingishúsinu seinni partinn en þar tók Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á móti þjóðhöfðingjunum og kynnti sögu Alþingis fyrir þeim. Forsetinn bauð þeim svo á Bessastaði til hátíðarkvöldverðar. Á morgun verður svo hátíðarsamkoma í Höfða verður dagskrá út daginn. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Eistland Lettland Litháen Íslandsvinir Reykjavík Tengdar fréttir Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen. 11. ágúst 2022 11:51 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þarna hafa forsetar og utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna verið á ferð, auk fylgdarliðs þeirra. Egils Levits, forseti Lettlands, og Andra Levite, eiginkona hans, Gitanas Nausėda, forseti Litháens og Diana Nausėdienė, eiginkona hans, og Alar Karis, forseti Eistlands, og Sirje Karis, eiginkona hans, koma til landsins í dag. Með þeim voru þeir Edgars Rinkēvičs, utanríkisráðherra Lettlands, Urmas Reinsalu, utanríkisráðherra Eistlands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens. Borgarstjórar Tallinn, Riga og Vilnius eru einnig staddir á landinu. Þau eru á Íslandi til að taka þátt í hátíðardagskrá til að marka það að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Íslandi hafi tekið upp stjórnmálasamband við ríkin þrjú en Ísland varð fyrst til að viðurkenna sjálfstæði þeirra þann 26. ágúst 1991, eftir fall Sovétríkjanna. Hátíðarhöldin hófust í Alþingishúsinu seinni partinn en þar tók Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, á móti þjóðhöfðingjunum og kynnti sögu Alþingis fyrir þeim. Forsetinn bauð þeim svo á Bessastaði til hátíðarkvöldverðar. Á morgun verður svo hátíðarsamkoma í Höfða verður dagskrá út daginn. Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á höfuðborgarsvæðinu í kvöld.
Eistland Lettland Litháen Íslandsvinir Reykjavík Tengdar fréttir Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32 Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30 Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen. 11. ágúst 2022 11:51 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Jón Baldvin segir boðið hafa borist of seint Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu þar sem hann segir forsetaembættið fara með rangt mál þegar það segir hann hafa afþakkað boð á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkja. 25. ágúst 2022 09:32
Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. 24. ágúst 2022 09:30
Ísland tekur þátt í Eystrasaltsmótinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun taka þátt í Eystrasaltsmótinu (e. Baltic Cup) í vetur. Þar mun liðið etja kappi við Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litáen. 11. ágúst 2022 11:51