Reikistjarnan WASP-39 b er í um sjö hundruð ljósára fjarlægð en geimvísindamennirnir notuðu James Webb-geimsjónaukann og litrófsgreiningu til að greina andrúmsloft gasrisans.
Vegna gæða James Webb segja vísindamennirnir að aldrei áður hafi tekist að greina andrúmsloft fjarreikistjörnu af jafn mikilli nákvæmni. Nákvæmnin sé til marks um að hægt sé að framkvæma betri litrófsgreiningar á öðrum smærri og jafnvel lífvænlegri fjarreikistjörnum, samkvæmt yfirlýsingu á vef Geimvísindastofnun Evrópu (ESA).
WASP 39-b er svipaður að stærð og Satúrnus en hitinn þar er um 900 gráður. Sporbraut reikistjörnunnar er mjög nærri stjörnu sólkerfisins og hringsólar hana á einungis fjórum dögum.
Með því að greina breytingar sem verða á ljósinu frá stjörnunni þegar gasrisann bregður fyrir hana, fundu vísindamennirnir ummerkin um koltvísýring. Aðrir geimsjónaukar hafa áður fundið ummerki annarra efna í fjarreikistjörnum.
Space telescopes like @NASAHubble and Spitzer previously detected water vapor, sodium, and potassium in this planet s atmosphere, but it took Webb s extraordinary infrared sensitivity to reveal the signature of carbon dioxide.
— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) August 25, 2022
Þegar vísindamenn geimvísindastofnana Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada, sem komu að gerð sjónaukans, opinberuðu fyrstu myndirnar úr sjónaukanum var á meðal þeirra litrófsgreining annars gasrisa, sem ber nafnið WASP-93 b.