Hinir raunverulegu styrkþegar ríkissjóðs Gunnar Smári Egilsson skrifar 26. ágúst 2022 07:30 Það má líta á það sem styrk til hinna tekjuhæstu að skattleggja fjármagnstekjur minna en launatekjur. Stjórnvöld ákveða að meginþorri fólks skulu skattlagður með tilteknum hætti en síðan að lítill hluti landsmanna skuli skattlagður minna. Þetta er ekki ólíkt og þegar stjórnvöld leggja 24% virðisaukaskatt almennt á vörur og þjónustu en 11% skatt á ferðaþjónustu og dagblaðaútgáfu til að styrkja þær greinar. Stuðningur ríkisins getur þannig verið beinir peningastyrkir eða afsláttur á sköttum og gjöldum. Fjármagnseigendur eru þannig styrktir árlega um miklar fjárhæðir með því að innheimta ekki fullan tekjuskatt af fjármagnstekjum. Mest af þessum styrk fer til 1% tekjuhæsta fólksins, um 28,7 milljarðar í fyrra. Af þessum styrk runnu 19,2 milljarðar króna til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Miðað við umfang þessara styrkja er undarlegt að þeir séu ekki tilkynntir, til dæmis á svipaðan hátt og þegar starfslaunum listamanna er úthlutað. Árið 2021 skiptu 453 listamenn á milli sín 2150 mánaðarlegum verktakalaunum upp á 409.580 kr. Samtals fengu þessir 453 listamenn 880,6 m.kr. Til samanburðar fengu 317 manns, 0,1% tekjuhæsta fólksins, 19.232,2 m.kr. í skattaafslátt vegna fjármagnstekna í fyrra. 30% færra fólk fékk næstum 22 sinnum hærri upphæð en allt okkar besta og starfsamasta listafólk. Árið 2021 fengu um 19.521 örorkubætur frá Tryggingastofnun, samtals um 77,5 milljarða króna. Það er rétt rúmlega fjórum sinnum hærri fjárhæða en 0,1% tekjuhæsta fólkið fékk í skattaafslátt, 317 manns. Það er aðeins 1,6% af fjölda öryrkjanna sem fengu lífeyri, framfærsluuppbót og tekjutryggingu frá Tryggingastofnun í fyrra. Grunnbætur öryrkja voru í fyrra 275 þús. kr. á mánuði. Af þessari fjárhæð tók skatturinn tæpar 36 þús. kr. (sem er auðvitað galið, að taka fé af fólki sem á ekki fyrir mat). Eftir sátu þá aðeins rúmar 239 þús. kr. Ef við notum þessa upphæð sem viðmiðun þá jafngilti skattaafslátturinn til 0,1% hinna tekjuhæstu því sem 6.915 öryrkjar fá á ári. Stjórnvöld láta hvern þeirra sem er svo óheppinn að vera meðal 0,1% tekjuhæsta fólksins fá að meðaltali árlegan styrk sem jafngildir því sem tæplega 22 öryrkjar fá. En þetta skiptist ójafnt milli hinna tekjuhæstu. Til að draga fram hversu umfangsmikill þessi styrkur er og til að setja hann í samhengi við aðra styrki sem stjórnvöld veita einstaklingum er hér listi yfir 30 stærstu styrkþega ríkisins á árinu 2021. Við getum kallað þetta … Óskabörn Bjarna Benediktssonar Nafn, starf, upphæð styrks og innan sviga hvað þarf marga öryrkja til að fá jafn háan styrk yfir árið. Byggt á tekjulistum Stundarinnar. Björn Erlingur Jónasson, fyrrverandi eigandi Valafells: 721,6 m.kr. í styrk (251 öryrkjar) Sævald Pálsson, fyrrverandi útgerðarmaður: 715,3 m.kr. í styrk (249 öryrkjar) Ingibergur Þorgeirsson, fyrrverandi hluthafi í Nesfiski: 713,1 m.kr. í styrk (248 öryrkjar) Ketill Gunnarsson, tölvunarfræðingur, sérfræðingur flygildum og stofnandi Noom: 464,6 m.kr. í styrk (162 öryrkjar) Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri og fyrrverandi hluthafi Hugins í Vestmannaeyjum: 433,8 m.kr. í styrk (151 öryrkjar) Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri og fyrrverandi hluthafi Hugins í Vestmannaeyjum: 417,4 m.kr. í styrk (145 öryrkjar) Páll Þór Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og hluthafi Hugins í Vestmannaeyjum: 360,1 m.kr. í styrk (125 öryrkjar) Vigfús Vigfússon, fyrrverandi útgerðarmaður á Hornafirði: 330,2 m.kr. í styrk (115 öryrkjar) Þorvaldur Árnason, fyrrverandi eigandi Lyfjavals: 328,0 m.kr. í styrk (114 öryrkjar) Jón Hjartarson, fyrrverandi eigandi Húsgagnahallarinnar og Intersport: 297,8 m.kr. í styrk (104 öryrkjar) Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri og eigandi Malbikstöðvarinnar: 234,1 m.kr. í styrk (82 öryrkjar) Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Johan Rönning: 230,0 m.kr. í styrk (80 öryrkjar) Gunnar Steinn Gunnarsson, fyrrverandi framleiðslustjóri hjá Laxar fiskeldi: 218,9 m.kr. í styrk (76 öryrkjar) Guðmundur Gunnarsson, arkitekt og stofnandi Urban Arkitekta ehf: 214,8 m.kr. í styrk (75 öryrkjar) Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi: 193,0 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Óðinn Kristmundsson, fyrrverandi hluthafi í útgerðarfélaginu Steinunni: 192,3 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Þór Kristmundsson, fyrrverandi hluthafi í útgerðarfélaginu Steinunni: 192,2 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Kristín Guðríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi hluthafi í útgerðarfélaginu Steinunni: 191,9 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Guðmundur Þ Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 hjá Samherja: 190,8 m.kr. í styrk (66 öryrkjar) Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu hjá Samherja: 189,8 m.kr. í styrk (66 öryrkjar) Ingólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri Skagans 3x: 184,2 m.kr. í styrk (64 öryrkjar) Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja: 178,3 m.kr. í styrk (62 öryrkjar) Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og einn aðaleigandi Samherja Holding: 169,5 m.kr.. í styrk (59 öryrkjar) Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, stjórnandi og hluthafi í bankanum Bryan, Garnier & Co: 159,1 m.kr. í styrk (55 öryrkjar) Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku ehf: 152,5 m.kr. í styrk (53 öryrkjar) Einar Örn Gunnarsson, lögfræðingur og bókarhöfundur: 149,6 m.kr. í styrk (52 öryrkjar) Sigurður Sveinbjörn Gylfason, stofnandi Grafa & grjót ehf.: 148,4 m.kr. í styrk (52 öryrkjar) Hlynur Veigarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sölufélags Samherja: 145,2 m.kr. í styrk (51 öryrkjar) Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. og fjárfestir: 143,0 m.kr. í styrk (50 öryrkjar) Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri: 140,1 m.kr. í styrk (49 öryrkjar) Svona listi ætti að fylgja fjárlögunum svo við getum séð hverjar eru afleiðingar ákvarðana stjórnvalda, hverjir hagnast á því þegar skattar eru lækkaðir á tiltekna hópa. Þetta fólk borgar allt lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fólk á meðallaunum. Öfugt við venjulegt launafólk sem borgar hærra hlutfall í skatta eftir því sem það hækkar í launum. þá á það ekki við um fólk með miklar fjármagnstekjur. Það borgar hlutfallslega til samfélagsins eins og það væri á lægri meðallaunum, ekki í takt við tug milljóna króna mánaðartekjur sínar. Og það borgar lítið ef nokkurt útsvar til sveitarfélagsins þar sem það býr og nýtur ýmisskonar þjónustu frá, eins og ég útskýrði í grein minni í gær. Lítill minnihluti hinna tekjuhæstu borga hlutfallslega hærri skatta en almenningur. Það er fólkið sem er með miklar launatekjur en litlar ef nokkrar fjármagnstekjur. Þetta eru hinir raunverulegu skattakóngar landsins, fólkið sem borgar hlutfallslega mest. Við skulum enda á að birta lista yfir þau tíu sem borga hæsta hlutfall launa sinna í skatt. Hinir raunverulegu skattakóngar Haraldur Ingi Þorleifsson, fyrrverandi eigandi Ueno, starfsmaður Twitter: 107,1 m.kr. á mánuði – borgar 44,90% tekna sinna í skatt Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail: 118,7 m.kr. á mánuði – borgar 44,67% tekna sinna í skatt Gaukur Garðarsson, framkvæmdastjóri viðhaldssviðs Rio Tinto Iceland Ltd.: 34,7 m.kr. á mánuði – borgar 44,56% tekna sinna í skatt Björn Hembre, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Arnarlax: 23,9 m.kr. á mánuði – borgar 44,40% tekna sinna í skatt Brett Albert Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi: 24,3 m.kr. á mánuði – borgar 44,37% tekna sinna í skatt Ruper John Horrocks, stjórnandi hjá Kaupþing ehf: 22,0 m.kr. á mánuði – borgar 44,35% tekna sinna í skatt Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel: 20,8 m.kr. á mánuði – borgar 44,29% tekna sinna í skatt Rafnar Snær Baldvinsson, vélstjóri at Þorbjörn hf: 20,2 m.kr. á mánuði – borgar 44,28% tekna sinna í skatt Theódór Skúli Halldórsson, sjálfstætt starfandi: 18,9 m.kr. á mánuði – borgar 44,23% tekna sinna í skatt Tómas Á. Einarsson, tannlæknir: 20,1 m.kr. á mánuði – borgar 44,22% tekna sinna í skatt Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum, Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skattar og tollar Tekjur Kjaramál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Það má líta á það sem styrk til hinna tekjuhæstu að skattleggja fjármagnstekjur minna en launatekjur. Stjórnvöld ákveða að meginþorri fólks skulu skattlagður með tilteknum hætti en síðan að lítill hluti landsmanna skuli skattlagður minna. Þetta er ekki ólíkt og þegar stjórnvöld leggja 24% virðisaukaskatt almennt á vörur og þjónustu en 11% skatt á ferðaþjónustu og dagblaðaútgáfu til að styrkja þær greinar. Stuðningur ríkisins getur þannig verið beinir peningastyrkir eða afsláttur á sköttum og gjöldum. Fjármagnseigendur eru þannig styrktir árlega um miklar fjárhæðir með því að innheimta ekki fullan tekjuskatt af fjármagnstekjum. Mest af þessum styrk fer til 1% tekjuhæsta fólksins, um 28,7 milljarðar í fyrra. Af þessum styrk runnu 19,2 milljarðar króna til 0,1% tekjuhæsta fólksins. Miðað við umfang þessara styrkja er undarlegt að þeir séu ekki tilkynntir, til dæmis á svipaðan hátt og þegar starfslaunum listamanna er úthlutað. Árið 2021 skiptu 453 listamenn á milli sín 2150 mánaðarlegum verktakalaunum upp á 409.580 kr. Samtals fengu þessir 453 listamenn 880,6 m.kr. Til samanburðar fengu 317 manns, 0,1% tekjuhæsta fólksins, 19.232,2 m.kr. í skattaafslátt vegna fjármagnstekna í fyrra. 30% færra fólk fékk næstum 22 sinnum hærri upphæð en allt okkar besta og starfsamasta listafólk. Árið 2021 fengu um 19.521 örorkubætur frá Tryggingastofnun, samtals um 77,5 milljarða króna. Það er rétt rúmlega fjórum sinnum hærri fjárhæða en 0,1% tekjuhæsta fólkið fékk í skattaafslátt, 317 manns. Það er aðeins 1,6% af fjölda öryrkjanna sem fengu lífeyri, framfærsluuppbót og tekjutryggingu frá Tryggingastofnun í fyrra. Grunnbætur öryrkja voru í fyrra 275 þús. kr. á mánuði. Af þessari fjárhæð tók skatturinn tæpar 36 þús. kr. (sem er auðvitað galið, að taka fé af fólki sem á ekki fyrir mat). Eftir sátu þá aðeins rúmar 239 þús. kr. Ef við notum þessa upphæð sem viðmiðun þá jafngilti skattaafslátturinn til 0,1% hinna tekjuhæstu því sem 6.915 öryrkjar fá á ári. Stjórnvöld láta hvern þeirra sem er svo óheppinn að vera meðal 0,1% tekjuhæsta fólksins fá að meðaltali árlegan styrk sem jafngildir því sem tæplega 22 öryrkjar fá. En þetta skiptist ójafnt milli hinna tekjuhæstu. Til að draga fram hversu umfangsmikill þessi styrkur er og til að setja hann í samhengi við aðra styrki sem stjórnvöld veita einstaklingum er hér listi yfir 30 stærstu styrkþega ríkisins á árinu 2021. Við getum kallað þetta … Óskabörn Bjarna Benediktssonar Nafn, starf, upphæð styrks og innan sviga hvað þarf marga öryrkja til að fá jafn háan styrk yfir árið. Byggt á tekjulistum Stundarinnar. Björn Erlingur Jónasson, fyrrverandi eigandi Valafells: 721,6 m.kr. í styrk (251 öryrkjar) Sævald Pálsson, fyrrverandi útgerðarmaður: 715,3 m.kr. í styrk (249 öryrkjar) Ingibergur Þorgeirsson, fyrrverandi hluthafi í Nesfiski: 713,1 m.kr. í styrk (248 öryrkjar) Ketill Gunnarsson, tölvunarfræðingur, sérfræðingur flygildum og stofnandi Noom: 464,6 m.kr. í styrk (162 öryrkjar) Gylfi Viðar Guðmundsson, skipstjóri og fyrrverandi hluthafi Hugins í Vestmannaeyjum: 433,8 m.kr. í styrk (151 öryrkjar) Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri og fyrrverandi hluthafi Hugins í Vestmannaeyjum: 417,4 m.kr. í styrk (145 öryrkjar) Páll Þór Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og hluthafi Hugins í Vestmannaeyjum: 360,1 m.kr. í styrk (125 öryrkjar) Vigfús Vigfússon, fyrrverandi útgerðarmaður á Hornafirði: 330,2 m.kr. í styrk (115 öryrkjar) Þorvaldur Árnason, fyrrverandi eigandi Lyfjavals: 328,0 m.kr. í styrk (114 öryrkjar) Jón Hjartarson, fyrrverandi eigandi Húsgagnahallarinnar og Intersport: 297,8 m.kr. í styrk (104 öryrkjar) Vilhjálmur Þór Matthíasson, framkvæmdastjóri og eigandi Malbikstöðvarinnar: 234,1 m.kr. í styrk (82 öryrkjar) Bogi Þór Siguroddsson, stjórnarformaður Johan Rönning: 230,0 m.kr. í styrk (80 öryrkjar) Gunnar Steinn Gunnarsson, fyrrverandi framleiðslustjóri hjá Laxar fiskeldi: 218,9 m.kr. í styrk (76 öryrkjar) Guðmundur Gunnarsson, arkitekt og stofnandi Urban Arkitekta ehf: 214,8 m.kr. í styrk (75 öryrkjar) Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi: 193,0 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Óðinn Kristmundsson, fyrrverandi hluthafi í útgerðarfélaginu Steinunni: 192,3 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Þór Kristmundsson, fyrrverandi hluthafi í útgerðarfélaginu Steinunni: 192,2 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Kristín Guðríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi hluthafi í útgerðarfélaginu Steinunni: 191,9 m.kr. í styrk (67 öryrkjar) Guðmundur Þ Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteinssyni EA 11 hjá Samherja: 190,8 m.kr. í styrk (66 öryrkjar) Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu hjá Samherja: 189,8 m.kr. í styrk (66 öryrkjar) Ingólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri Skagans 3x: 184,2 m.kr. í styrk (64 öryrkjar) Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri fiskeldis Samherja: 178,3 m.kr. í styrk (62 öryrkjar) Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og einn aðaleigandi Samherja Holding: 169,5 m.kr.. í styrk (59 öryrkjar) Aðalsteinn Gunnar Jóhannsson, stjórnandi og hluthafi í bankanum Bryan, Garnier & Co: 159,1 m.kr. í styrk (55 öryrkjar) Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku ehf: 152,5 m.kr. í styrk (53 öryrkjar) Einar Örn Gunnarsson, lögfræðingur og bókarhöfundur: 149,6 m.kr. í styrk (52 öryrkjar) Sigurður Sveinbjörn Gylfason, stofnandi Grafa & grjót ehf.: 148,4 m.kr. í styrk (52 öryrkjar) Hlynur Veigarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sölufélags Samherja: 145,2 m.kr. í styrk (51 öryrkjar) Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. og fjárfestir: 143,0 m.kr. í styrk (50 öryrkjar) Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri: 140,1 m.kr. í styrk (49 öryrkjar) Svona listi ætti að fylgja fjárlögunum svo við getum séð hverjar eru afleiðingar ákvarðana stjórnvalda, hverjir hagnast á því þegar skattar eru lækkaðir á tiltekna hópa. Þetta fólk borgar allt lægra hlutfall tekna sinna í skatt en fólk á meðallaunum. Öfugt við venjulegt launafólk sem borgar hærra hlutfall í skatta eftir því sem það hækkar í launum. þá á það ekki við um fólk með miklar fjármagnstekjur. Það borgar hlutfallslega til samfélagsins eins og það væri á lægri meðallaunum, ekki í takt við tug milljóna króna mánaðartekjur sínar. Og það borgar lítið ef nokkurt útsvar til sveitarfélagsins þar sem það býr og nýtur ýmisskonar þjónustu frá, eins og ég útskýrði í grein minni í gær. Lítill minnihluti hinna tekjuhæstu borga hlutfallslega hærri skatta en almenningur. Það er fólkið sem er með miklar launatekjur en litlar ef nokkrar fjármagnstekjur. Þetta eru hinir raunverulegu skattakóngar landsins, fólkið sem borgar hlutfallslega mest. Við skulum enda á að birta lista yfir þau tíu sem borga hæsta hlutfall launa sinna í skatt. Hinir raunverulegu skattakóngar Haraldur Ingi Þorleifsson, fyrrverandi eigandi Ueno, starfsmaður Twitter: 107,1 m.kr. á mánuði – borgar 44,90% tekna sinna í skatt Magnús Steinarr Norðdahl, fyrrverandi forstjóri LS Retail: 118,7 m.kr. á mánuði – borgar 44,67% tekna sinna í skatt Gaukur Garðarsson, framkvæmdastjóri viðhaldssviðs Rio Tinto Iceland Ltd.: 34,7 m.kr. á mánuði – borgar 44,56% tekna sinna í skatt Björn Hembre, forstjóri laxeldisfyrirtækisins Arnarlax: 23,9 m.kr. á mánuði – borgar 44,40% tekna sinna í skatt Brett Albert Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi: 24,3 m.kr. á mánuði – borgar 44,37% tekna sinna í skatt Ruper John Horrocks, stjórnandi hjá Kaupþing ehf: 22,0 m.kr. á mánuði – borgar 44,35% tekna sinna í skatt Linda Jónsdóttir, fjármálastjóri Marel: 20,8 m.kr. á mánuði – borgar 44,29% tekna sinna í skatt Rafnar Snær Baldvinsson, vélstjóri at Þorbjörn hf: 20,2 m.kr. á mánuði – borgar 44,28% tekna sinna í skatt Theódór Skúli Halldórsson, sjálfstætt starfandi: 18,9 m.kr. á mánuði – borgar 44,23% tekna sinna í skatt Tómas Á. Einarsson, tannlæknir: 20,1 m.kr. á mánuði – borgar 44,22% tekna sinna í skatt Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum,
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun