Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2022 13:31 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir launaþjófnað ekki eiga að líðast í samfélaginu og vill taka á slíkum málum af meiri festu. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Í gær var greint frá því að grunur léki á að milljónir króna hefðu verið hafðar af þremur erlendum starfsmönnum veitingastaðanna Flame og Bambus. Starfsmennirnir þrír voru félagsmenn í Matvís, sem á aðild að Fagfélögunum, en þau fengu ábendingu um málið og könnuðu nánar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Benóny Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, að launaþjófnaðarmál komi inn á þeirra borð í hverri viku. Þeim hafi fjölgað að undanförnu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir um grafalvarlegt mál að ræða. „Við höfum verið að vinna að því að setja skýrar lagaramma utan um þetta. Það hefur verið í undirbúningi í ráðuneytinu hjá mér um all langan tíma. Það kom frumvarp fram á þingi núna í vor, en það hefur ekki enn náðst samstaða um að ná almennilega utan um þetta meðal aðila vinnumarkaðarins,“ segir Guðmundur Ingi. Vill takast á við málin af meiri festu Eðli málsins samkvæmt er nokkuð erfitt að kortleggja hversu umfangsmikill launaþjófnaður er hér á landi. Oft séu það aðilar vinnumarkaðarins sem uppgötvi brotin. „Það er síðan spurningin: Hvernig á að takast á við það? Hvernig á að refsa fyrir launaþjófnað? Það er hið lagatæknilega atriði sem stjórnvöld, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, þurfa að finna út úr. Við erum að vinna í því að reyna að koma á betrumbótum hvað það varðar. Ég tel persónulega, og mín pólitík er sú, að við eigum að takast á við þetta mál af mun meiri festu heldur en verið hefur.“ Þá sé mögulega hægt að ráðast í að kynna fólki sem kemur hingað til lands réttindi sín betur. „Og launaþjófnaður er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast í samfélaginu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira