Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2022 11:26 Skjáskot úr myndbandinu. Andlit fórnarlambsins og annarra á svæðinu hafa verið afmáð. Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur. Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meðal sönnunargagna í málinu var myndband frá vettvangi sem birt var í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi, í kjölfar árásarinnar. Samverkamaður Daniels, 25 ára karlmaður sem lét höggin dynja á fórnarlambinu, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að málinu. Daniel var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hann hins vegar af tilraun til manndráps þar sem ekki væri hægt að slá því föstu að Daniel hlyti að hafa verið ljóst að bani kynni að hljótast af atlögunni. Var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur. Hinn sakborningurinn var dæmdur til að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur. Í dómnum segir að sá sem hafi orðið fyrir árásinni hafi verið með samfellin lungu báðum megin. Það hafi verið mat sérfræðilæknis að áverkinn gæti hafa verið eftir skrúfjárn, en áhaldið sem notast var við fannst aldrei á vettvangi. Læknirinn sagði áverkann hafa verið lífshættulegan, en að batahorfur væru góðar. Um aðdraganda árásarinnar segir að ákærðu hafi áður orðið fyrir áreiti eða árás inni á skemmtistaðnum, þó að engu sé slegið föstu um slíkt. Það sé hins vegar mat dómsins að árásin hafi verið tilefnislaus og að árás, eða eftir atvikum áreiti, sem ákærðu hafi orðið fyrir inni á skemmtistaðnum réttlæti ekki líkamsárásina fyrir utan staðinn. Framburður Daniels var af dómara metinn mjög óljós, en vitnisburður þess sem fyrir árásinni varð trúverðugur. Einnig sakfelldur fyrir aðra árás Daniel var einnig sakfelldur fyrir að hafa veist að 24 ára karlmanni fyrir utan skemmtistaðinn Prikið í Bankastræti í júlí árið 2021 og gefið honum olnbogaskot í andlitið. Fórnarlambið í því máli hlaut tannbrot á tveimur framtönnum auk yfirborðsáverka á höfði og á hægri hendi. Var Daniel dæmdur til að greiða honum hálfa milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Næturlíf Reykjavík Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25 Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56
Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. 7. mars 2022 10:25
Handtekinn og í fjögurra vikna varðhald Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á stunguárás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Hann hefur þegar verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 9. mars 2022 16:18