Lífið

Inn­lit í skemmti­ferða­skipið við Kletta­garða í Reykja­vík

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katy Perry fékk það óvenjulega hlutverk að vera guðmóðir skemmtiferðaskips og mun hún taka lagið um borð í skipinu um helgina.
Katy Perry fékk það óvenjulega hlutverk að vera guðmóðir skemmtiferðaskips og mun hún taka lagið um borð í skipinu um helgina. SAMSETT/Getty-Ernir Snær

Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina.

Eins og við höfum áður fjallað um er söngkonan Katy Perry svokölluð „guðmóðir“ skipsins og fær að gefa því formlega nafn við hátíðlega athöfn á morgun. 

Norwegian Prima er fyrsta af sex nýjum skipum sem skipafélagið er með í smíðum. Skipið er 143,535 brúttotonn, 294 metra langt, 44 metra breitt og getur tekið 3215 farþega ásamt 1388 manna áhöfn samkvæmt upplýsingum frá Faxaflóahöfn, sem tóku vel á móti Norwegian Prima í þessari jómfrúarferð.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem fréttastofa fékk sendar innan úr þessu stóra og mikla skemmtiferðaskipi. Katy Perry er þó ekki mætt um borð þegar þetta er skrifað. 

Nóg er af verslunum, veitingastöðum og afþreyingu um borð.Aðsent
Nokkrar sundlaugar eru á dekki skipsins.Aðsent
Starbucks kaffihús er um borð.Aðsent
Aðsent
Aðsent
Aðsent





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.