Átti hljóðver sem var færiband fyrir vinsælustu tónlistina en gat sjálfur varla klárað eitt lag Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2022 07:01 Unnsteinn Manúel gefur út hlaðvarpið Amatör, sem fjallar um gerð hans fyrstu sólóplötu. Unnsteinn Manúel „Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel Stefánsson, Hann hefur sett í loftið nýtt hlaðvarp samhliða útgáfu á nýrri plötu. Hlaðvarpið nefnist Amatör, líkt og hans fyrsta sólóplata. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins ræðir hann lagið Eitur sem kom út á dögunum. Þar má heyra nokkrar útgáfur af laginu og heyra pælingar hans á bak við lagið. Unnsteinn tók nokkur ný lög á Arnarhóli á Menningarnótt og fékk gríðarlega góðar viðtökur. Um er að ræða fyrsta íslenska hlaðvarpið sem gefið er út samhliða plötu með þessum hætti. „Ég hlusta mikið á hlaðvörp og ég sakna þess líka liggja yfir geisladiskabæklingum og vinyl plötum og lesa um allt fólkið á bakvið tónlistina og gerð plötunnar. Þannig að mér datt í hug að þetta væri sniðug leið til að gefa hlustendum þessa innsýn en á sama tíma að kynna plötuna,“ segir Unnsteinn í samtali við Lífið. „Ég er aðeins að snúa á tónlistarbransaliðið sem er að reyna ýta öllu tónlistarfólki inn á TikTok til að kynna tónlistina sína. Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla. Þannig að mér fannst hlaðvarp kjörin leið til að koma plötunni á framfæri, en ég hef líka reynslu af dagskrárgerð, af hverju ekki að samtvinna þetta tvennt.“ Upprunalega áætlunin var sjónvarpsþáttur Unnsteinn segir að í heimsfaraldrinum hafi hann fengið alls konar styrki til að klára plötuna. „Einn af styrkjunum sneri að því að gera sjónvarpsþátt til að skyggnast á bakvið tjöldin við gerð plötunnar. Nema hvað að svo endist Covid aðeins lengur en ég hafði vonað og ég þurfti endalaust að fresta tökum á þessum þætti, þannig að ég ákvað það í fyrra sumar að nýta efniviðinn sem ég hafði sankað að mér í að koma þættinum frekar út á hljóðformi,“ útskýrir Unnsteinn. „Þannig að á vissan hátt, já, þátturinn er búinn að vera lengi í þróun. En hann kemur núna út í allt annari mynd heldur en var upprunalega áætlunin.“ Tónlistarhlaðvörp eru sífellt að verða meira áberandi erlendis. Björk Guðmundsdóttir tilkynnti líka í vikunni að hún ætli sér að gefa út nýja plötu og hlaðvarp um plötuna. „Það er að koma út svo ótrúlega mikið af tónlist á hverjum degi. Fyrir sumum er tónlist neysluvara eða eitthvað til að hafa í bakgrunni á meðan það er að gera eitthvað annað. En svo er líka til fullt af fólki sem vill kafa dýpra ofan í tónlistina og njóta hennar á annan hátt. Og það er fólkið sem vill vonandi hlusta á svona hlaðvörp. Og þannig getur það leyft laginu að lifa aðeins lengur með sér frekar en að það sé bara áberandi í viku á Spotify,“ segir Unnsteinn. Eins og áður sagði fjallar fyrsti þátturinn um lagið Eitur. Þáttinn má finna í heild sinni á Spotify og hér á Vísi. Hægt er að hlusta á hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Amatör: Eitur „Það eru liðin sex ár frá síðustu tónleikum Retro Stefson. Það er ótrúlega margt búið að gerast á þessum sex árum,“ segir Unnsteinn í byrjun fyrsta þáttar. Hann hefur eignast barn og íbúð, fór eitt ár í Listaháskólann og annað í kvikmyndaskóla í Þýskalandi. Hann stofnaði einnig fyrirtæki, útvarpsstöð og margt fleira. „Ég er að reyna láta þessa upptalningu hljóma eins og statusarnir sem flæða yfir Facebook um áramótin þar sem fólk telur upp afrek sín á árinu sem er að líða. Og ég er að nota þessa upptalningu til að gæla við egóið og þá staðreynd að á meðan ég rak og átti hljóðver sem var eins og færiband fyrir vinsælustu tónlist landsins þá gat ég sjálfur varla klárað eitt lag. Ég gat hjálpað öllum öðrum að semja, spila og ekki síst hughreysta. En að komast áfram í minni eigin tónlist og lagasmíðum? Það fékk hins vegar að sitja á hakanum. Ég er ótrúlega góður í að fresta og láta annað ganga fyrir og. ekki síst og það jafnvel minn mesti hæfileiki og löstur er hvað ég er fáránlega góður í að spá í hlutunum, hugsa. Vandinn við þau okkar sem erum góð í að hugsa, er að við eigum oft erfitt með að gera.“ Í þættinum segir hann hvernig lagið eitur varð til. „Þetta lag gjörbreytti gangi plötunnar og í raun ferlinu öllu svo mikið að við hentum öllum öðrum lögum af plötunni.“ Unnsteinn segir mikilvægt að kafa aftur í tímann til að skilja lagið. „í gegnum margar útgáfur, tilfinningar og meiningar.“ Þetta gerir hann í þáttunum og má þar meðal annars heyra demó sem gerð voru þegar lagið var í mótun. Þáttinn má finna í heild sinni á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni. Tónlist Tengdar fréttir Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. 19. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hlaðvarpið nefnist Amatör, líkt og hans fyrsta sólóplata. Í fyrsta þætti hlaðvarpsins ræðir hann lagið Eitur sem kom út á dögunum. Þar má heyra nokkrar útgáfur af laginu og heyra pælingar hans á bak við lagið. Unnsteinn tók nokkur ný lög á Arnarhóli á Menningarnótt og fékk gríðarlega góðar viðtökur. Um er að ræða fyrsta íslenska hlaðvarpið sem gefið er út samhliða plötu með þessum hætti. „Ég hlusta mikið á hlaðvörp og ég sakna þess líka liggja yfir geisladiskabæklingum og vinyl plötum og lesa um allt fólkið á bakvið tónlistina og gerð plötunnar. Þannig að mér datt í hug að þetta væri sniðug leið til að gefa hlustendum þessa innsýn en á sama tíma að kynna plötuna,“ segir Unnsteinn í samtali við Lífið. „Ég er aðeins að snúa á tónlistarbransaliðið sem er að reyna ýta öllu tónlistarfólki inn á TikTok til að kynna tónlistina sína. Í grunninn veit ég að ég verð að kynna plötuna mína, ég get ekki bara verið tónlistarmaður á fertugsaldri í fílu yfir því að skilja ekki samfélagsmiðla. Þannig að mér fannst hlaðvarp kjörin leið til að koma plötunni á framfæri, en ég hef líka reynslu af dagskrárgerð, af hverju ekki að samtvinna þetta tvennt.“ Upprunalega áætlunin var sjónvarpsþáttur Unnsteinn segir að í heimsfaraldrinum hafi hann fengið alls konar styrki til að klára plötuna. „Einn af styrkjunum sneri að því að gera sjónvarpsþátt til að skyggnast á bakvið tjöldin við gerð plötunnar. Nema hvað að svo endist Covid aðeins lengur en ég hafði vonað og ég þurfti endalaust að fresta tökum á þessum þætti, þannig að ég ákvað það í fyrra sumar að nýta efniviðinn sem ég hafði sankað að mér í að koma þættinum frekar út á hljóðformi,“ útskýrir Unnsteinn. „Þannig að á vissan hátt, já, þátturinn er búinn að vera lengi í þróun. En hann kemur núna út í allt annari mynd heldur en var upprunalega áætlunin.“ Tónlistarhlaðvörp eru sífellt að verða meira áberandi erlendis. Björk Guðmundsdóttir tilkynnti líka í vikunni að hún ætli sér að gefa út nýja plötu og hlaðvarp um plötuna. „Það er að koma út svo ótrúlega mikið af tónlist á hverjum degi. Fyrir sumum er tónlist neysluvara eða eitthvað til að hafa í bakgrunni á meðan það er að gera eitthvað annað. En svo er líka til fullt af fólki sem vill kafa dýpra ofan í tónlistina og njóta hennar á annan hátt. Og það er fólkið sem vill vonandi hlusta á svona hlaðvörp. Og þannig getur það leyft laginu að lifa aðeins lengur með sér frekar en að það sé bara áberandi í viku á Spotify,“ segir Unnsteinn. Eins og áður sagði fjallar fyrsti þátturinn um lagið Eitur. Þáttinn má finna í heild sinni á Spotify og hér á Vísi. Hægt er að hlusta á hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Amatör: Eitur „Það eru liðin sex ár frá síðustu tónleikum Retro Stefson. Það er ótrúlega margt búið að gerast á þessum sex árum,“ segir Unnsteinn í byrjun fyrsta þáttar. Hann hefur eignast barn og íbúð, fór eitt ár í Listaháskólann og annað í kvikmyndaskóla í Þýskalandi. Hann stofnaði einnig fyrirtæki, útvarpsstöð og margt fleira. „Ég er að reyna láta þessa upptalningu hljóma eins og statusarnir sem flæða yfir Facebook um áramótin þar sem fólk telur upp afrek sín á árinu sem er að líða. Og ég er að nota þessa upptalningu til að gæla við egóið og þá staðreynd að á meðan ég rak og átti hljóðver sem var eins og færiband fyrir vinsælustu tónlist landsins þá gat ég sjálfur varla klárað eitt lag. Ég gat hjálpað öllum öðrum að semja, spila og ekki síst hughreysta. En að komast áfram í minni eigin tónlist og lagasmíðum? Það fékk hins vegar að sitja á hakanum. Ég er ótrúlega góður í að fresta og láta annað ganga fyrir og. ekki síst og það jafnvel minn mesti hæfileiki og löstur er hvað ég er fáránlega góður í að spá í hlutunum, hugsa. Vandinn við þau okkar sem erum góð í að hugsa, er að við eigum oft erfitt með að gera.“ Í þættinum segir hann hvernig lagið eitur varð til. „Þetta lag gjörbreytti gangi plötunnar og í raun ferlinu öllu svo mikið að við hentum öllum öðrum lögum af plötunni.“ Unnsteinn segir mikilvægt að kafa aftur í tímann til að skilja lagið. „í gegnum margar útgáfur, tilfinningar og meiningar.“ Þetta gerir hann í þáttunum og má þar meðal annars heyra demó sem gerð voru þegar lagið var í mótun. Þáttinn má finna í heild sinni á Spotify og í spilaranum ofar í fréttinni.
Tónlist Tengdar fréttir Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. 19. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Innsýn í hugarheim skemmtikrafta Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel var að senda frá sér lagið Eitur í samstarfi við Hermigervil. Blaðamaður heyrði í Unnsteini, sem er að flytja heim eftir tvö ár í Berlín og segist einblína á danstónlist um þessar mundir. 19. ágúst 2022 13:30