Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 09:44 Spennan á Taívansundi hefur aukist síðustu vikur. Getty Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira