Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. ágúst 2022 09:44 Spennan á Taívansundi hefur aukist síðustu vikur. Getty Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Heimsókn Pelosi til Taívan olli miklu fjaðrafoki og kölluðu Kínverjar heimsóknina óboðlegt inngrip í innanríkismál landsins og aðför gegn meginreglunni um eitt sameinað Kína. Kínverjar hafa haldið heræfingar í Taívansundi og utanríkisráðherra eyríkisins kveðst fullviss um að Kínverjar undirbúi innrás inn í landið. Samkvæmt yfirlýsingu bandaríska sjóhersins sigldu tvö herskip í gegnum sundið í dag og er það til marks um vilja Bandaríkjamanna til að halda uppi friði á svæðinu. Engin alþjóðalög hafi verið brotin, að sögn hersins, enda ekki siglt í gegnum lögsögu nokkurs ríkis. Kínverjar brugðust hart við og segjast hafa verið reiðubúnir til að svara hverri ögrun sjóhersins af fullu afli. Þeir hafa nú efnt til heræfinga á svæðinu umhverfis Taívan. Taívanar hafa svarað í sömu mynt og munu halda eigin heræfingar. Taívan hefur verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949, í kjölfar þess að Chiang Kai-shek, þáverandi leiðtogi Lýðveldisins Kína flúði þangað eftir sigur Kommúnistaflokksins á meginlandinu. Bandaríkjamenn hafa ekki opinberlega viðurkennt sjálfstæði Taívan en segjast styðja rétt landsins til að ákvarða eigin framtíð.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira