Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2022 16:48 Guðbjörg að sýna Katy Perry hálsmenið í gær en það er stórt og mikið silfurmen skreytt með safírum og demöntum. Skjáskot/Samsett Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja) Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja)
Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Sjá meira
Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55
Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp