Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 19:58 Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands. Árborg Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03