Ljóst að stjórnendur hafi átt að gera betur Bjarki Sigurðsson skrifar 28. ágúst 2022 19:58 Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað innan veggja Fjölbrautaskóla Suðurlands. Árborg Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu. Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Í gær var greint frá því að lögreglan á Suðurlandi rannsaki nú meint kynferðisbrot innan veggja FSu. Bæði meintur gerandi og þolandi eru undir lögaldri og nemendur við skólann. Í pósti sem Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu, sendi nemendum skólans eftir að málið kom á borð til hennar þar sem nemendur voru beðnir um að vera ekki með umræðu tengda málinu á samfélagsmiðlum og að ekki væri búið að dæma í málinu og því væri meintur gerandi saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Pósturinn var harðlega gagnrýndur, meðal annars af stjórn nemendafélags FSu. Forseti og varaforseti nemendafélagsins ræddu við Stöð 2 í gær og sögðu það ekki réttlætanlegt að þolandi geti mætt geranda sínum á ganginum í skólanum en meintum geranda var ekki vikið úr skólanum vegna málsins. Í yfirlýsingu frá skólanefndinni sem send var á fjölmiðla rétt í þessu segir að stjórnendur og skólanefndin hafi litið mjög alvarlegum augum á málið. „Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur,“ segir í yfirlýsingunni sem Jóhanna Ýr Jóhansdóttir sendir fyrir hönd nefndarinnar. Nefndin hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun. Þá munu stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélagsins á morgun og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn ætlar að fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu til þess að gera betur skyldi mál sem þetta koma síðar upp. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild sinni: Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Í ljósi umfjöllunar um viðbrögð Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu) vegna meints kynferðisbrots innan veggja skólans vill skólanefnd FSu koma eftirfarandi á framfæri: Stjórnendur og skólanefnd skólans líta málið mjög alvarlegum augum. Svona mál eru alltaf viðkvæm og stjórnendur skólans ásamt skólanefnd bera ábyrgð á viðbrögðum skólans og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla. Þar er ljóst að við hefðum átt að gera betur. Skólanefnd FSu hefur fundað með skólastjórnendum vegna málsins og fundar með þeim aftur á morgun, mánudag. Stjórnendur skólans funda með fulltrúum nemendafélags skólans á mánudag og óska eftir samtali við foreldrafélag FSu. Skólinn mun fá óháðan aðila til ráðgjafar um viðbrögð og aðgerðir í málum sem þessu.
Árborg Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni. 27. ágúst 2022 11:03