Fótbolti

Monaco fyrsta liðið til að ná stigi af PSG

Atli Arason skrifar
Neymar rekur boltann í leiknum í kvöld.
Neymar rekur boltann í leiknum í kvöld. Getty Images

PSG þurfti vítaspyrnu frá Neymar seint og síðar meir til að bjarga stigi í 1-1 jafntefli gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mbappe, Messi og Neymar voru allir í byrjunarliði PSG en það voru gestirnir frá Mónakó sem skoruðu fyrsta markið þegar Kevin Volland kom knettinum framhjá Gianluigi Donnarumma í marki PSG á 20. mínútu.

Leikmenn PSG sóttu án afláts en gekk ekki að koma boltanum í netið fyrr en Guillermo Maripán braut á Neymar inn í vítateig Manco og vítaspyrna dæmd. Neymar fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Meira var ekki skorað og leiknum lauk því með 1-1 jafntefli en PSG hefur einungis tekist að vinna Monaco einu sinni í síðustu fimm viðureignum.

PSG er eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar með 10 stig eftir fjóra leiki. Moanco er á sama tíma í 12. sæti með 5 stig, einnig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×