Mesta rán Íslandssögunnar Gunnar Smári Egilsson skrifar 29. ágúst 2022 07:00 Ég ætla að byrja á að segja ykkur sögu nýfrjálshyggjunnar. Sagan byrjar þar sem hin ríku lofa ykkur að skattalækkanir til þeirra sjálfra muni bæta hag allra. Málið er að við förum betur með fé en allir aðrir. Þess vegna erum við rík. Það vitlausasta sem þið gerið er að taka fé frá okkur og rétta opinberum starfsmönnum. Opinberir starfsmenn sóa peningum á meðan við búum þá til. Þetta er algjör no brainer. Skiljið peningana eftir hjá okkur og við munum skapa enn meiri pening, svo mikinn að þótt ríkið innheimti lægra hlutfall í skatt þá fær það miklu meira til baka. Sannið þið bara til. Þetta gekk ekki eftir. Ríki og sveitarfélög söfnuðu skuldum. Auðvitað, sögðu hin ríku. Þessir opinberu starfsmenn kunna ekki að reka nokkurn skapaðan og það er í eðli þeirra að sóa fé og verðmætum. Segið þeim að skera niður. Og verið hörð á því. Þetta dugði heldur ekki til. Hið opinbera safnaði skuldum og þjónustan varð verri. Okei, þetta gengur ekki, sögðu hin ríku. Við skulum stokka dæmið upp. Seljið okkur þessi ríkisfyrirtæki og notið söluverðið til að stoppa í gatið og borga fyrir þjónustuna sem skattarnir okkar borguðu fyrir áður. Málið er að ríkið á ekki að vera að vasast í svona rekstri. Við erum rekstrarfólkið. Þetta lagaði ekkert. Það var enn hola í opinberum rekstri þar sem skattar hinnar ríku höfðu áður verið. Þá bentu hin ríku á að auðvitað gengi ekki að reka opinbera þjónustu án þess að rukka fyrir hana. Hvaða vitleysa er það? hrópuðu þau upp yfir sig: Rukkið inn! Það gerum við. Og það var rukkað inn í skólana og sjúkrahúsin, fyrir byggingalóðirnar og bílastæðin, fyrir að hirða sorpið og sækja vottorð. Enn vantaði fé til að standa undir opinberri þjónustu sem koðnaði niður. Vandamálið er ekki peningarnir, sögðu hin ríku. Við getum haldið áfram að ausa fé í hítina en það mun ekkert breytast. Það sem við þurfum er ferskari nálgun, annað rekstrarform. Við skulum reka það sem opinberu starfsmennirnir ráða ekki við. Ekki batnaði ástandið við þetta. Einkareksturinn varð fljótt miklu dýrari en sá opinberi. Sko, sögðu hin ríku. Strangt til tekið höfum við ekki verið að biðja um neitt af þessu. Við erum rík og þurfum ekki á opinberri þjónustu að halda. Við eigum fyrir þessu sjálf. Það er því eðlilegt að þið borgið fyrir þetta. Sá borgar sem notar. Og sá sem vill opinbera þjónustu verður sjálfur að borga skattana til að standa undir henni. Og það eru ekki við. Þetta er inntak sögu síðustu þriggja áratuga. Niðurstaðan er að hin ríku fengu skattalækkanir, auður þeirra jókst og þau notuðu hann til að auka enn völd sín og komast yfir eignir og auðlindir almennings og vilja nú taka yfir reksturinn á opinberri þjónustu. Almenningur missti völd og eignir og grunnkerfi og iðnviðir samfélagsins grotnuðu niður þrátt fyrir að skattar á launafólk hækkuðu. Einn græðir og annar tapar. Um það er sagan. Ekki að allir græði eins og nýfrjálshyggjan lofaði. Það eina sem nýfrjálshyggjan hefur staðið við er að hin ríku urðu ríkari og gátu notað auð sinn til að auka enn við völd sín. Nýfrjálshyggja er nafn á stærsta ráni Íslandssögunnar, ráni sem enn stendur yfir. 60 milljarðar tapast vegna aflagningar aðstöðugjalds Önnur leið til að segja þessa sögu er að skoða skattabreytingar nýfrjálshyggjunnar. Í dag ætla ég að segja ykkur frá sköttum á fyrirtæki. Fyrir nýfrjálshyggju borguðu fyrirtæki aðstöðugjald til sveitarfélaga sem var einskonar útsvar lögaðila. Aðstöðugjaldið hét meira að segja veltuútsvar fyrst. Hugmyndin var að þetta væri greiðsla fyrirtækjanna fyrir þá þjónustu sem þau fengu hjá sveitarfélögunum. Aðstöðugjaldið var aflagt 1992 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Árið sem það var lagt niður var aðstöðugjaldið 1,3% af veltu. Ef við tökum fyrirtækin sem eru skráð í kauphöllina þá veltu þau 1.163 milljörðum króna í fyrra og hefðu því borgað um 15,1 milljarð króna til sveitarfélaganna í aðstöðugjald. Velta félagana í kauphöll er um 1/4 af veltu allra fyrirtækja í landinu. Það má því ætla að aðstöðugjald myndi færa sveitarfélögunum um 60 milljarða króna í dag. Heildartekjur sveitarfélaganna voru um 292 milljarðar króna. Upptaka aðstöðugjalds myndi umturna rekstri þeirra, úr basli í afl til að byggja upp sterk samfélög. 40 milljarðar tapast vegna aflagningar eignaskatts Eignarskattar voru felldir niður árið 2005 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, bæði eignarskattar einstaklinga og fyrirtækja. Fyrir nýfrjálshyggju var eignarskattur fyrirtækja 1,2% af hreinni eign. Ef við tökum félögin í kauphöllinni sem dæmi þá væri 1,2% skattur á hreina eign þeirra um 13,7 milljarðar króna. Í kauphöllinni eru fyrirtækin með sterkari eiginfjárstöðu en fyrirtæki yfirleitt. Ef við gerum ráð fyrir að í kauphöllinni sé 1/3 af hreinni eign fyrirtækja má ætla að eignarskatturinn myndi færa ríkissjóði um 40 milljarð króna á ári. 60 milljarðar tapast vegna lækkunar tekjuskatts Fyrir nýfrjálshyggju var tekjuskattur fyrirtækja 50% á Íslandi. Þetta var sambærilegt hlutfall og í nágrannalöndunum. Nú er skatturinn 20%, heldur lægri en í nágrannalöndunum. Félögin í kauphöllinni borguðu 36,2 milljarða króna í tekjuskatt vegna síðasta árs og tel ég þá bankaskattinn með en sleppi miklum neikvæðum tekjuskatti Icelandair. Þetta er 18,7% af hagnaði fyrirtækjanna fyrir skatt. Ef við leggjum á þessi félög 50% tekjuskatt eins og gert var lengst af tuttugustu öld þá stökkva skatttekjurnar upp í 97 milljarða króna, hækka um tæplega 61 milljarð. Það er erfitt að meta hvaða áhrif þetta hefði á öll fyrirtæki þar sem opinberar tölur leggja saman tap og hagnað fyrirtækja svo ekki er hægt að áætla hver tekjuskattur fyrirtækja yrði. Við skulum því láta niðurstöðuna úr kauphöllinni standa, 60 milljarðar króna. Samanlagt eru þessar þrjár skattabreytingar því upp á 160 milljarða króna árlega, tvo Landspítala hvert ár. Einhver fékk þetta og einhver misstu. Skattalækkanirnar bjuggu til auðstétt á Íslandi en þær hafa líka lamað grunnkerfi samfélagsins. Við erum á meðal auðugustu þjóða heims, en hér hökta velferðarkerfin og innviðirnir hrörna. Skattalækkanir fjármagna auðsöfnun fárra Hvaða áhrif hefði það á fyrirtækin í kauphöllinni ef við tækjum upp skattkerfið frá því fyrir nýfrjálshyggju? Ef við sleppum Icelandair vegna stjórnlauss taprekstrar þá væru áhrifin þau að 36,2 milljarðar króna skattgreiðslur myndu hækka um 88 milljarða króna, verða tæplega 125 milljarðar króna. Í dag er það svo að fyrirtækin skila 194 milljörðum króna hagnaði fyrir skatta. Af þeim fara 36 milljarða króna í skatt sem greiðsla fyrir veitta þjónustu samfélagsins. Afgangurinn er 158 milljarðar króna sem hluthafar ráðstafa. Og hvað gera þeir við þetta fé? Fyrst ákváðu þeir að greiða 68 milljarða út sem arð til sín. Svo ákváðu þeir að fella niður hlutafé í félögunum, sem er önnur leið til að koma fé út úr fyrirtækjum til eigenda, fyrir svo til sömu upphæð, 68 milljarða króna. Þá voru eftir 22 milljarðar króna, 11% af hagnaðinum fyrir skatta. Til einföldunar getum við sagt að 11% af hagnaðinum hafi orðið eftir í fyrirtækjunum, 19% hafi farið í skatt en eigendurnir hafi tekið til sín 70%. Og þeir ætla að taka meira. Aðalfundir félagana samþykktu að þau myndu halda áfram að kaupa eigin bréf til að geta fellt þau niður og komið með því verðmætum fyrirtækjanna til eigenda. Ef við deilum þessum samþykktum niður á eitt ár, en heimildir flestra eru til næstu 18 mánaða, þá jafngildir þetta kaupum á bréfum upp á 135 milljarða króna á einu ári. Það er 70% af hagnaði síðasta árs. Það er misjafnt hversu grófir hluthafarnir eru við að flytja verðmæti til sjálfs sín, sumir eru á góðri leið með skræla félögin að innan. En þegar félögin eru tekin saman er ljóst hvað er á seiði. Lækkun skatta á fyrirtæki stendur undir gríðarlegum flutningum á fé innan úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Þegar nýfrjálshyggjan seldi ykkur skattalækkanir til hinna ríku sagði hún að skattheimta ríkisins tæmdi fyrirtækin af fé og veikti þau. Þessu héldu hin ríku ekki fram svo þau gætu eftir skattalækkanir haldið meira fé innan fyrirtækjanna og eflt þau og styrkt. Þau héldu þessu fram svo ríkið tæki minna svo þau gætu tekið meira. Þau lugu að ykkur. Ef við myndum endurreisa skattkerfið frá því fyrir nýfrjálshyggju yrði hagnaður félagana í kauphöllini sá sami, 194 milljarðar króna. Ríki og sveitarfélög tækju 125 milljarða króna eða 64%. Ef við skiljum sömu 22 milljarðana eftir í félögunum þá stæðu eftir 47 milljarðar króna sem hluthafarnir gætu greitt sér. Það er 2,1% af markaðsvirði félagana í dag, en miklu hærri ávöxtun fyrir flesta eigendur sem keyptu sín hlutabréf á miklu lægra verði. Skattar á launafólk hafa á móti hækkað mikið En hver er samanburðurinn við launafólkið? Lofaði nýfrjálshyggjan ekki að lækka alla skatta? Þau sem eru með 832 þús. kr. á mánuði, sem er meðaltal heildarlauna fullvinnandi á síðasta ári, fá rúmar 563 þús. kr. í launaumslagið í dag. Raunveruleg heildarlaun þessa fólks eru rúmar 994 þús. kr. þar sem rúmar 162 þús. kr. eru teknar í launatengd gjöld ofan á skráð laun. Samanlagt fara rétt tæplega 431 þús. kr. í skatta, lífeyrissjóði og önnur gjöld. Ef við tökum skattkerfið frá 1990 þá voru iðgjöld í lífeyrissjóði lægri og líka tryggingargjaldið. Af brúttólaunum upp á rúmar 994 þús. kr. sætu eftir tæplega 591 þús. kr. við útborgun, rúmlega 27 þús. kr. meira en gerir í dag. Raunskattbyrðin var 40,6% árið 1990 en er í dag 43,4%. En þetta er aðeins samanburður að kerfunum sjálfum, rammanum en ekki innihaldinu. Það sem hefur gerst á þessum 32 árum er að landsframleiðsla á mann hefur vaxið og laun elt framleiðsluaukninguna að einhverju leyti. Laun hafa því hækkað umfram verðlag. Og eftir því sem laun fólks hækka því hærri verður skattbyrðin. Ef við tökum meðaltal heildarlauna verkakarla var brúttóskattar og gjöld á þau laun 29,6% árið 1990. Verkakarlinn fór heim með 70,4% brúttólauna sinna eftir að búið var að taka af honum launatengd gjöld og alla skatta og skyldur. Sá sem er með meðaltal heildarlauna verkakarla í dag, um 686 þús. kr., þarf að borga 41,8% skatta og skyldur af brúttólaunum sínum og fer heim með 58,2%. Fyrir þennan mann hefur skattbyrðin aukist umtalsvert. Ef skattbyrðin á brúttólaunin væri sú sama og hún var 1990 færi verkakarlinn heim með rétt undir 100 þús. kr. meira en raunin er. Og það munar um það. Ráðstöfunarfé hans myndi aukast um 21%. Ef hann fengi að sækja skattkerfið sem var fyrir nýfrjálshyggju þegar fjármagn var skattlagt meira, en laun minna. Sem hann getur auðvitað gert í næstu kosningum. Ekki kjósa flokka sem lækka skatta á hin ríku en hækka þína skatta. Það er ágæt þumalputtaregla. Lesið meira um skatta Ég hvet ykkur til að lesa fyrri greinar mínar um skattamál í þessari röð þar sem ég útlista rán hinna ríku úr ríkissjóði. Það er helsta ástæða þess að innviðir og grunnkerfi samfélagsins hafa hrörnað, ójöfnuður vaxið og völdin flust á færri hendur. Hér eru greinarnar sem eru hafa birst á Vísi og fjalla um þetta efni: Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skattar og tollar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég ætla að byrja á að segja ykkur sögu nýfrjálshyggjunnar. Sagan byrjar þar sem hin ríku lofa ykkur að skattalækkanir til þeirra sjálfra muni bæta hag allra. Málið er að við förum betur með fé en allir aðrir. Þess vegna erum við rík. Það vitlausasta sem þið gerið er að taka fé frá okkur og rétta opinberum starfsmönnum. Opinberir starfsmenn sóa peningum á meðan við búum þá til. Þetta er algjör no brainer. Skiljið peningana eftir hjá okkur og við munum skapa enn meiri pening, svo mikinn að þótt ríkið innheimti lægra hlutfall í skatt þá fær það miklu meira til baka. Sannið þið bara til. Þetta gekk ekki eftir. Ríki og sveitarfélög söfnuðu skuldum. Auðvitað, sögðu hin ríku. Þessir opinberu starfsmenn kunna ekki að reka nokkurn skapaðan og það er í eðli þeirra að sóa fé og verðmætum. Segið þeim að skera niður. Og verið hörð á því. Þetta dugði heldur ekki til. Hið opinbera safnaði skuldum og þjónustan varð verri. Okei, þetta gengur ekki, sögðu hin ríku. Við skulum stokka dæmið upp. Seljið okkur þessi ríkisfyrirtæki og notið söluverðið til að stoppa í gatið og borga fyrir þjónustuna sem skattarnir okkar borguðu fyrir áður. Málið er að ríkið á ekki að vera að vasast í svona rekstri. Við erum rekstrarfólkið. Þetta lagaði ekkert. Það var enn hola í opinberum rekstri þar sem skattar hinnar ríku höfðu áður verið. Þá bentu hin ríku á að auðvitað gengi ekki að reka opinbera þjónustu án þess að rukka fyrir hana. Hvaða vitleysa er það? hrópuðu þau upp yfir sig: Rukkið inn! Það gerum við. Og það var rukkað inn í skólana og sjúkrahúsin, fyrir byggingalóðirnar og bílastæðin, fyrir að hirða sorpið og sækja vottorð. Enn vantaði fé til að standa undir opinberri þjónustu sem koðnaði niður. Vandamálið er ekki peningarnir, sögðu hin ríku. Við getum haldið áfram að ausa fé í hítina en það mun ekkert breytast. Það sem við þurfum er ferskari nálgun, annað rekstrarform. Við skulum reka það sem opinberu starfsmennirnir ráða ekki við. Ekki batnaði ástandið við þetta. Einkareksturinn varð fljótt miklu dýrari en sá opinberi. Sko, sögðu hin ríku. Strangt til tekið höfum við ekki verið að biðja um neitt af þessu. Við erum rík og þurfum ekki á opinberri þjónustu að halda. Við eigum fyrir þessu sjálf. Það er því eðlilegt að þið borgið fyrir þetta. Sá borgar sem notar. Og sá sem vill opinbera þjónustu verður sjálfur að borga skattana til að standa undir henni. Og það eru ekki við. Þetta er inntak sögu síðustu þriggja áratuga. Niðurstaðan er að hin ríku fengu skattalækkanir, auður þeirra jókst og þau notuðu hann til að auka enn völd sín og komast yfir eignir og auðlindir almennings og vilja nú taka yfir reksturinn á opinberri þjónustu. Almenningur missti völd og eignir og grunnkerfi og iðnviðir samfélagsins grotnuðu niður þrátt fyrir að skattar á launafólk hækkuðu. Einn græðir og annar tapar. Um það er sagan. Ekki að allir græði eins og nýfrjálshyggjan lofaði. Það eina sem nýfrjálshyggjan hefur staðið við er að hin ríku urðu ríkari og gátu notað auð sinn til að auka enn við völd sín. Nýfrjálshyggja er nafn á stærsta ráni Íslandssögunnar, ráni sem enn stendur yfir. 60 milljarðar tapast vegna aflagningar aðstöðugjalds Önnur leið til að segja þessa sögu er að skoða skattabreytingar nýfrjálshyggjunnar. Í dag ætla ég að segja ykkur frá sköttum á fyrirtæki. Fyrir nýfrjálshyggju borguðu fyrirtæki aðstöðugjald til sveitarfélaga sem var einskonar útsvar lögaðila. Aðstöðugjaldið hét meira að segja veltuútsvar fyrst. Hugmyndin var að þetta væri greiðsla fyrirtækjanna fyrir þá þjónustu sem þau fengu hjá sveitarfélögunum. Aðstöðugjaldið var aflagt 1992 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Árið sem það var lagt niður var aðstöðugjaldið 1,3% af veltu. Ef við tökum fyrirtækin sem eru skráð í kauphöllina þá veltu þau 1.163 milljörðum króna í fyrra og hefðu því borgað um 15,1 milljarð króna til sveitarfélaganna í aðstöðugjald. Velta félagana í kauphöll er um 1/4 af veltu allra fyrirtækja í landinu. Það má því ætla að aðstöðugjald myndi færa sveitarfélögunum um 60 milljarða króna í dag. Heildartekjur sveitarfélaganna voru um 292 milljarðar króna. Upptaka aðstöðugjalds myndi umturna rekstri þeirra, úr basli í afl til að byggja upp sterk samfélög. 40 milljarðar tapast vegna aflagningar eignaskatts Eignarskattar voru felldir niður árið 2005 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, bæði eignarskattar einstaklinga og fyrirtækja. Fyrir nýfrjálshyggju var eignarskattur fyrirtækja 1,2% af hreinni eign. Ef við tökum félögin í kauphöllinni sem dæmi þá væri 1,2% skattur á hreina eign þeirra um 13,7 milljarðar króna. Í kauphöllinni eru fyrirtækin með sterkari eiginfjárstöðu en fyrirtæki yfirleitt. Ef við gerum ráð fyrir að í kauphöllinni sé 1/3 af hreinni eign fyrirtækja má ætla að eignarskatturinn myndi færa ríkissjóði um 40 milljarð króna á ári. 60 milljarðar tapast vegna lækkunar tekjuskatts Fyrir nýfrjálshyggju var tekjuskattur fyrirtækja 50% á Íslandi. Þetta var sambærilegt hlutfall og í nágrannalöndunum. Nú er skatturinn 20%, heldur lægri en í nágrannalöndunum. Félögin í kauphöllinni borguðu 36,2 milljarða króna í tekjuskatt vegna síðasta árs og tel ég þá bankaskattinn með en sleppi miklum neikvæðum tekjuskatti Icelandair. Þetta er 18,7% af hagnaði fyrirtækjanna fyrir skatt. Ef við leggjum á þessi félög 50% tekjuskatt eins og gert var lengst af tuttugustu öld þá stökkva skatttekjurnar upp í 97 milljarða króna, hækka um tæplega 61 milljarð. Það er erfitt að meta hvaða áhrif þetta hefði á öll fyrirtæki þar sem opinberar tölur leggja saman tap og hagnað fyrirtækja svo ekki er hægt að áætla hver tekjuskattur fyrirtækja yrði. Við skulum því láta niðurstöðuna úr kauphöllinni standa, 60 milljarðar króna. Samanlagt eru þessar þrjár skattabreytingar því upp á 160 milljarða króna árlega, tvo Landspítala hvert ár. Einhver fékk þetta og einhver misstu. Skattalækkanirnar bjuggu til auðstétt á Íslandi en þær hafa líka lamað grunnkerfi samfélagsins. Við erum á meðal auðugustu þjóða heims, en hér hökta velferðarkerfin og innviðirnir hrörna. Skattalækkanir fjármagna auðsöfnun fárra Hvaða áhrif hefði það á fyrirtækin í kauphöllinni ef við tækjum upp skattkerfið frá því fyrir nýfrjálshyggju? Ef við sleppum Icelandair vegna stjórnlauss taprekstrar þá væru áhrifin þau að 36,2 milljarðar króna skattgreiðslur myndu hækka um 88 milljarða króna, verða tæplega 125 milljarðar króna. Í dag er það svo að fyrirtækin skila 194 milljörðum króna hagnaði fyrir skatta. Af þeim fara 36 milljarða króna í skatt sem greiðsla fyrir veitta þjónustu samfélagsins. Afgangurinn er 158 milljarðar króna sem hluthafar ráðstafa. Og hvað gera þeir við þetta fé? Fyrst ákváðu þeir að greiða 68 milljarða út sem arð til sín. Svo ákváðu þeir að fella niður hlutafé í félögunum, sem er önnur leið til að koma fé út úr fyrirtækjum til eigenda, fyrir svo til sömu upphæð, 68 milljarða króna. Þá voru eftir 22 milljarðar króna, 11% af hagnaðinum fyrir skatta. Til einföldunar getum við sagt að 11% af hagnaðinum hafi orðið eftir í fyrirtækjunum, 19% hafi farið í skatt en eigendurnir hafi tekið til sín 70%. Og þeir ætla að taka meira. Aðalfundir félagana samþykktu að þau myndu halda áfram að kaupa eigin bréf til að geta fellt þau niður og komið með því verðmætum fyrirtækjanna til eigenda. Ef við deilum þessum samþykktum niður á eitt ár, en heimildir flestra eru til næstu 18 mánaða, þá jafngildir þetta kaupum á bréfum upp á 135 milljarða króna á einu ári. Það er 70% af hagnaði síðasta árs. Það er misjafnt hversu grófir hluthafarnir eru við að flytja verðmæti til sjálfs sín, sumir eru á góðri leið með skræla félögin að innan. En þegar félögin eru tekin saman er ljóst hvað er á seiði. Lækkun skatta á fyrirtæki stendur undir gríðarlegum flutningum á fé innan úr fyrirtækjunum til eigenda sinna. Þegar nýfrjálshyggjan seldi ykkur skattalækkanir til hinna ríku sagði hún að skattheimta ríkisins tæmdi fyrirtækin af fé og veikti þau. Þessu héldu hin ríku ekki fram svo þau gætu eftir skattalækkanir haldið meira fé innan fyrirtækjanna og eflt þau og styrkt. Þau héldu þessu fram svo ríkið tæki minna svo þau gætu tekið meira. Þau lugu að ykkur. Ef við myndum endurreisa skattkerfið frá því fyrir nýfrjálshyggju yrði hagnaður félagana í kauphöllini sá sami, 194 milljarðar króna. Ríki og sveitarfélög tækju 125 milljarða króna eða 64%. Ef við skiljum sömu 22 milljarðana eftir í félögunum þá stæðu eftir 47 milljarðar króna sem hluthafarnir gætu greitt sér. Það er 2,1% af markaðsvirði félagana í dag, en miklu hærri ávöxtun fyrir flesta eigendur sem keyptu sín hlutabréf á miklu lægra verði. Skattar á launafólk hafa á móti hækkað mikið En hver er samanburðurinn við launafólkið? Lofaði nýfrjálshyggjan ekki að lækka alla skatta? Þau sem eru með 832 þús. kr. á mánuði, sem er meðaltal heildarlauna fullvinnandi á síðasta ári, fá rúmar 563 þús. kr. í launaumslagið í dag. Raunveruleg heildarlaun þessa fólks eru rúmar 994 þús. kr. þar sem rúmar 162 þús. kr. eru teknar í launatengd gjöld ofan á skráð laun. Samanlagt fara rétt tæplega 431 þús. kr. í skatta, lífeyrissjóði og önnur gjöld. Ef við tökum skattkerfið frá 1990 þá voru iðgjöld í lífeyrissjóði lægri og líka tryggingargjaldið. Af brúttólaunum upp á rúmar 994 þús. kr. sætu eftir tæplega 591 þús. kr. við útborgun, rúmlega 27 þús. kr. meira en gerir í dag. Raunskattbyrðin var 40,6% árið 1990 en er í dag 43,4%. En þetta er aðeins samanburður að kerfunum sjálfum, rammanum en ekki innihaldinu. Það sem hefur gerst á þessum 32 árum er að landsframleiðsla á mann hefur vaxið og laun elt framleiðsluaukninguna að einhverju leyti. Laun hafa því hækkað umfram verðlag. Og eftir því sem laun fólks hækka því hærri verður skattbyrðin. Ef við tökum meðaltal heildarlauna verkakarla var brúttóskattar og gjöld á þau laun 29,6% árið 1990. Verkakarlinn fór heim með 70,4% brúttólauna sinna eftir að búið var að taka af honum launatengd gjöld og alla skatta og skyldur. Sá sem er með meðaltal heildarlauna verkakarla í dag, um 686 þús. kr., þarf að borga 41,8% skatta og skyldur af brúttólaunum sínum og fer heim með 58,2%. Fyrir þennan mann hefur skattbyrðin aukist umtalsvert. Ef skattbyrðin á brúttólaunin væri sú sama og hún var 1990 færi verkakarlinn heim með rétt undir 100 þús. kr. meira en raunin er. Og það munar um það. Ráðstöfunarfé hans myndi aukast um 21%. Ef hann fengi að sækja skattkerfið sem var fyrir nýfrjálshyggju þegar fjármagn var skattlagt meira, en laun minna. Sem hann getur auðvitað gert í næstu kosningum. Ekki kjósa flokka sem lækka skatta á hin ríku en hækka þína skatta. Það er ágæt þumalputtaregla. Lesið meira um skatta Ég hvet ykkur til að lesa fyrri greinar mínar um skattamál í þessari röð þar sem ég útlista rán hinna ríku úr ríkissjóði. Það er helsta ástæða þess að innviðir og grunnkerfi samfélagsins hafa hrörnað, ójöfnuður vaxið og völdin flust á færri hendur. Hér eru greinarnar sem eru hafa birst á Vísi og fjalla um þetta efni: Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun