Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri VBM

Atli Ísleifsson skrifar
Halldóra G. Hinriksdóttir.
Halldóra G. Hinriksdóttir. Aðsend

Halldóra G. Hinriksdóttir, forstöðumaður hjá RB hf., hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Verðbréfamiðstöðvar Íslands og tekur við starfinu 1. september.

Í tilkynningu segir að hún taki við af Erlu Aðalgeirdóttur sem hafi stýrt félaginu frá 2018 og hafi á þeim tíma leitt stór verkefni meðal annars tengingu félagsins við millibankakerfi Seðlabanka Íslands og stærstu reikningsstofnanirnar sem og að leiða fyrstu útgáfur fyrir ríkið og banka.

Halldóra hefur verið forstöðumaður hjá RB hf. frá því í ársbyrjun 2022 en leiddi þar á undan vel heppnaða sameiningu seðlavera bankanna sem framkvæmdastjóri JCC ehf. frá árinu 2018 eða þar til það var sameinað Reikningsstofu bankanna í ársbyrjun. Halldóra var einnig forstöðumaður hjá Landsbankanum um árabil þar sem hún stýrði deildinni verkefnastofa og stefnumótun. Halldóra er með MBA gráðu frá University of Edinburgh,“ segir í tilkynningunni.

Verðbréfamiðstöð Íslands gegnir hlutverki sem þjónustuaðili útgefenda og fjárfesta sem umsjónaraðili rafbréfa og er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, bankastofnana og annarra fagfjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×