Myndaveisla: Hátíðleg opnun á vef vegna endurgreiðslu á hljóðritunarkostnaði Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 17:00 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar, viðskipta og ferðamálaráðherra, hélt ræðu í opnun á nýjum vef hjá ÚTÓN. Cat Gundry-Beck Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hélt hátíðlega upp á opnun á nýjum vef Record in Iceland en hann gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem fellur til hér á landi. Leifur Björnsson, verkefnastjóri Record in Iceland hjá ÚTÓN, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, héldu stutta tölu til að kynna verkefnið og áframhaldandi fjárfestingar ráðuneytisins í tónlist, samanber kynningu ráðuneytisins á fyrstu íslensku tónlistarstefnunni og frumvarpi til heildarlaga um tónlist fyrr í ágúst. Leifur Björnsson kynnti Record in Iceland fyrir viðstöddum.Cat Gundry-Beck Endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði „Record in Iceland verkefnið gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Framkvæmd kynningar er í höndum ÚTÓN en endurgreiðslurnar koma beint frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. Styrkir íslenska tónlist Í tölu sinni gerði ráðherra grein fyrir að sambærilegt verkefni í kvikmyndaiðnaðinum, Film in Iceland, hafi gengið vonum framar og laðað hingað til lands stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni á síðustu árum. Miklar væntingar eru fyrir því að sambærileg fjárfesting í tónlist muni skila sér í aukinni fagþekkingu innanlands og styrkja íslenska tónlist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningarmálaráðherra, kynnti áframhaldandi fjárfestingar ríkisstjórnarinnar í íslenskri tónlist og Íslandi sem upptökustað fyrir alþjóðlegt tónlistarfólk.Cat Gundry-Beck Verkefnið vann útflutningsverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar í fyrra og í ár hefur ÚTÓN verið með kynningar á Record in Iceland í Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og í Portúgal. „Áhugi á upptökum hér á landi fer sívaxandi enda eru hljóðverin hér mörg hver á heimsmælikvarða. Endurgreiðslurnar standa íslensku tónlistarfólki einnig til boða,“ segir í tilkynningunni. ÚTÓN og ráðherra buðu til móttöku fyrir fagaðila í tónlist en hér að neðan má sjá myndir úr teitinu, sem teknar voru af Cat Gundry-Beck. Teitur Magnússon tók nokkur lög á gítarinn.Cat Gundry-Beck Styrmir Hauksson upptökustjóri, Colm O’Herlihy stofnandi INNI Þublishing, Sindri Már Sigfússon tónlistarmaður skemmtu sér vel.Cat Gundry-Beck Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri ásamt Páli Ragnari Pálssyni tónskáldi og Tui Hirv söngkonu.Cat Gundry-Beck Fagaðilar úr skapandi greinum lyftu glösum fyrir ráðherra.Cat Gundry-Beck Sindri Magnússon og María Björk Lárusdóttir, starfsfólk STEF, mættu í góðri stemninguCat Gundry-Beck Tónskáldin Sævar Helgi Jóhannsson og Eðvarð Egilsson létu sig ekki vanta.Cat Gundry-Beck Drykkirnir voru í boði Ólafsson Gin.Cat Gundry-Beck Margrét Áskelsdóttir, listrænn stjórnandi Seðlabanka Íslands, brosti sínu breiðasta.Cat Gundry-Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ásamt Haraldi Hrafni Thorlacius, kvikmyndaframleiðanda, Hrefnu Helgadóttur kynningarstjóra ÚTÓN og Kim Wagenaar, umboðsmanni.Cat Gundry-Beck Lilja Alfreðsdóttir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.Cat Gundry-Beck Guðrún Björk, framkvæmdarstjóri STEF, var glaðbeitt við tilefnið.Cat Gundry-Beck Leifur Björnsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigtryggur Baldursson og Teitur Magnússon.Cat Gundry-Beck Tónlist Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Leifur Björnsson, verkefnastjóri Record in Iceland hjá ÚTÓN, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, héldu stutta tölu til að kynna verkefnið og áframhaldandi fjárfestingar ráðuneytisins í tónlist, samanber kynningu ráðuneytisins á fyrstu íslensku tónlistarstefnunni og frumvarpi til heildarlaga um tónlist fyrr í ágúst. Leifur Björnsson kynnti Record in Iceland fyrir viðstöddum.Cat Gundry-Beck Endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði „Record in Iceland verkefnið gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Framkvæmd kynningar er í höndum ÚTÓN en endurgreiðslurnar koma beint frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu frá ÚTÓN. Styrkir íslenska tónlist Í tölu sinni gerði ráðherra grein fyrir að sambærilegt verkefni í kvikmyndaiðnaðinum, Film in Iceland, hafi gengið vonum framar og laðað hingað til lands stór alþjóðleg kvikmyndaverkefni á síðustu árum. Miklar væntingar eru fyrir því að sambærileg fjárfesting í tónlist muni skila sér í aukinni fagþekkingu innanlands og styrkja íslenska tónlist. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningarmálaráðherra, kynnti áframhaldandi fjárfestingar ríkisstjórnarinnar í íslenskri tónlist og Íslandi sem upptökustað fyrir alþjóðlegt tónlistarfólk.Cat Gundry-Beck Verkefnið vann útflutningsverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar í fyrra og í ár hefur ÚTÓN verið með kynningar á Record in Iceland í Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og í Portúgal. „Áhugi á upptökum hér á landi fer sívaxandi enda eru hljóðverin hér mörg hver á heimsmælikvarða. Endurgreiðslurnar standa íslensku tónlistarfólki einnig til boða,“ segir í tilkynningunni. ÚTÓN og ráðherra buðu til móttöku fyrir fagaðila í tónlist en hér að neðan má sjá myndir úr teitinu, sem teknar voru af Cat Gundry-Beck. Teitur Magnússon tók nokkur lög á gítarinn.Cat Gundry-Beck Styrmir Hauksson upptökustjóri, Colm O’Herlihy stofnandi INNI Þublishing, Sindri Már Sigfússon tónlistarmaður skemmtu sér vel.Cat Gundry-Beck Valgeir Sigurðsson, tónlistarmaður og upptökustjóri ásamt Páli Ragnari Pálssyni tónskáldi og Tui Hirv söngkonu.Cat Gundry-Beck Fagaðilar úr skapandi greinum lyftu glösum fyrir ráðherra.Cat Gundry-Beck Sindri Magnússon og María Björk Lárusdóttir, starfsfólk STEF, mættu í góðri stemninguCat Gundry-Beck Tónskáldin Sævar Helgi Jóhannsson og Eðvarð Egilsson létu sig ekki vanta.Cat Gundry-Beck Drykkirnir voru í boði Ólafsson Gin.Cat Gundry-Beck Margrét Áskelsdóttir, listrænn stjórnandi Seðlabanka Íslands, brosti sínu breiðasta.Cat Gundry-Beck Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra ásamt Haraldi Hrafni Thorlacius, kvikmyndaframleiðanda, Hrefnu Helgadóttur kynningarstjóra ÚTÓN og Kim Wagenaar, umboðsmanni.Cat Gundry-Beck Lilja Alfreðsdóttir og Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi.Cat Gundry-Beck Guðrún Björk, framkvæmdarstjóri STEF, var glaðbeitt við tilefnið.Cat Gundry-Beck Leifur Björnsson, Sigurjón Sighvatsson, Sigtryggur Baldursson og Teitur Magnússon.Cat Gundry-Beck
Tónlist Skattar og tollar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Styður við frekari útflutning íslenskrar tónlistar Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar, kynna nýjan styrk fyrir framleiðslu á kynningarefni sérstaklega. Þetta kemur til viðbótar við ferða- og markaðsstyrki sem þegar er hægt að sækja í sjóðinn. 21. júlí 2022 13:30