Hugleiðing úr allt að því þrotabúi Kristófer Ingi Svavarsson skrifar 29. ágúst 2022 13:01 Einn segir þetta, annar segir hitt Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot! Ekki virðast þeir hafa borið saman bækur sínar nýlega þeir Runólfur og Björn Zoega, formaður stjórnar þessa sama Landspítala. Björn virðist hafa lausnir á reiðum höndum, lausnir sem Runólfi sést greinilega yfir með allt sitt manneklutal. Björn segir nefnilega vel koma til greina að fækka starfsmönnum Landsspítalans í hagræðingarskyni. Hann staðhæfði á Sprengisandi á dögunum að fyrir einn "klínískan starfsmann" hefðu verið ráðnir fjórir til fimm skrifstofumenn undanfarin ár. Það var og; Landspítalinn er sem sagt skrifræðisófreskja. Og hvar sitja þessir skriffinnar með fætur upp á borði og naga blýanta? Ekki hef ég séð neinn þeirra á Vífilsstöðum nýlega. Í Vísi kemur ennfremur fram að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er ósammála Birni. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé markviss, stjórnvöld og pólitíkusar beri ábyrgð á honum. Markviss; það er eitthvað sem stefnir að ákveðnu marki? Ekki kom þó alveg fram hvert markmiðið væri. Kannski að tortíma sjúkrahúsi sem þjóðin hefur rekið fyrir sjálfa sig á eigin kostnað í 92 ár og greiða fyrir einhverju betra eða verra? Kannski, kannski. Magnús Karl telur almenning ekki endilega átta sig á þessari niðurskurðareyðileggingu, hvað þá að hann samþykki hana. Þetta er skiljanlegt. Hlýði maður á málflutning þeirra góðu manna sem teljast kyndilberar heilbrigðiskerfisins er ljóst að eitt rekur sig á annars horn. Og flestir tala undir rós. Hvernig brást til að mynda Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra við þrotabúskenningu Runólfs? Hann segir Landspítalann ekki á leið í þrot, nei, nei, nei. Vissulega vanti bæði fé í rekstur og menn í störf en þrot? Nei, nei! Það séu hins vegar tvö blikkandi ljós, það er (lítill) mannafli og (of lítið) fjármagn, hvorugt nægi, en þrot? Nei! Willum segir stjórnvöld eiga "margþætt verkefni fyrir höndum." Einmitt það. Í augsýn er þá væntanlega að skipa nefnd valinkunnra sómamanna sem móti bjartsýna framtíðarsýn á heilsufarsmál upprennandi kynslóða, svo töluð sé golfranska kerfiskarlanna. Vífilsstaðir utan kjarna? Það syrtir í álinn, enda erum við í stórfelldum vandræðum. Sagði Runólfur Pálsson í viðtali við Vísi í maí í vor. Þess vegna ætti að reyna að bjóða út starfsemi Vífilsstaða. Einkavæða hana. Það sem gert væri á Vífilsstöðum væri ekki hluti af "kjarnastarfsemi" Landspítalans. Á Vífilsstöðum er ein af öldrunardeildum sjúkrahússins. Þar eru liðlega 40 rosknir sjúklingar hverju sinni sem hafa svonefnt "gilt færni- og heilsumat" og bíða þess að fá dvalarpláss á hjúkrunarheimili. Um 500 manns á ári. Stundum er biðin skömm, stundum óralöng. Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af "kjarnastarfsemi" ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Vífilsstaðir í lausu lofti Þann 16. maí síðastliðinn var starfsfólk Vífilsstaða, klínískt og ekki-klínískt, boðað á mikilvægan fund í hátíðarsal sjúkrahússins. Þar var tilkynnt, klippt og skorið, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefði ákveðið að bjóða út, eða einkavæða, þá starfsemi sem væri í húsinu. Nýir rekendur tækju við í haust eða um áramót. Óvíst væri hvort nokkrum sem ynni á Vífilsstöðum stæði til boða að starfa þar áfram með nýju yfirvaldi. Allir væru þó samningsbundnir Landspítala og yrðu það áfram. Lof var borið á starfsfólk fyrir góða framgöngu í "faraldrinum", forráðamenn Landspítala væru ánægðir með Vífilsstaði og vonuðu að þar yrði áfram rekin biðdeild fyrir roskna sjúklinga. Næstu daga var síðan rætt við sérhvern starfsmann og hann inntur eftir því hvar hann kysi að hefja störf á annarri deild Landspítalans. Flestir nefndu Grensás, B4 í Fossvogi og Landakot. Og svo birtist útboð Sjúkratrygginga Íslands. Þar var auglýst eftir einhverjum til að reka almenna líknardeild fyrir 24 sjúklinga, þá sem væru við dauðans dyr, og skammtíma deild fyrir 16 manns, fólk sem færi heim að lokinni meðferð. Engin biðdeild!! Tilboðsfrestur til 15. júlí. Alla rak í rogastans. Síðan hefur enga þýðingu haft að reyna að afla frétta um framvindu þessara útboðsmála, enginn veit neitt um neitt. Annað hvort er farið með tilboð eins og mannsmorð, hvorki starfsmenn eða vistmenn Vífilsstaða mega fá upplýsingar, eða enginn hefur boðið í starfsemina. Þar er því beðið og beðið. Starfsfólkið bíður í óvissu um framhaldið, sjúklingar og ættingjar og ástvinir þeirra bíða upplýsinga um hlutskipti sitt. Ef engin biðdeild verður á Vífilsstöðum, hvar verður hún þá? Þörfin er brýn, Íslendingar verða æ fjölmennari þjóð, og æ eldri, hjúkrunarheimilum fjölgar hægar en rosknum sjúklingum. Hvar eiga þeir að bíða sem ýtt er út úr bráðadeildum Landspítalans, en eiga ekki afturkvæmt heim? Engin umræða fer fram um þetta, hér er engin "framtíðarsýn", allt er ýmist í lausu lofti, eða að þrotum komið. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Garðabær Landspítalinn Kristófer Ingi Svavarsson Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Einn segir þetta, annar segir hitt Þrot blasir við að óbreyttu, er haft eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landsspítalans, í Vísi á dögunum. Manneklan sé óskapleg, þrotlausir erfiðleikar valdi því að spítalinn verði þrotabú innan skamms. Enginn eftir, enginn við störf! Þrot! Ekki virðast þeir hafa borið saman bækur sínar nýlega þeir Runólfur og Björn Zoega, formaður stjórnar þessa sama Landspítala. Björn virðist hafa lausnir á reiðum höndum, lausnir sem Runólfi sést greinilega yfir með allt sitt manneklutal. Björn segir nefnilega vel koma til greina að fækka starfsmönnum Landsspítalans í hagræðingarskyni. Hann staðhæfði á Sprengisandi á dögunum að fyrir einn "klínískan starfsmann" hefðu verið ráðnir fjórir til fimm skrifstofumenn undanfarin ár. Það var og; Landspítalinn er sem sagt skrifræðisófreskja. Og hvar sitja þessir skriffinnar með fætur upp á borði og naga blýanta? Ekki hef ég séð neinn þeirra á Vífilsstöðum nýlega. Í Vísi kemur ennfremur fram að Magnús Karl Magnússon, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, er ósammála Birni. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé markviss, stjórnvöld og pólitíkusar beri ábyrgð á honum. Markviss; það er eitthvað sem stefnir að ákveðnu marki? Ekki kom þó alveg fram hvert markmiðið væri. Kannski að tortíma sjúkrahúsi sem þjóðin hefur rekið fyrir sjálfa sig á eigin kostnað í 92 ár og greiða fyrir einhverju betra eða verra? Kannski, kannski. Magnús Karl telur almenning ekki endilega átta sig á þessari niðurskurðareyðileggingu, hvað þá að hann samþykki hana. Þetta er skiljanlegt. Hlýði maður á málflutning þeirra góðu manna sem teljast kyndilberar heilbrigðiskerfisins er ljóst að eitt rekur sig á annars horn. Og flestir tala undir rós. Hvernig brást til að mynda Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra við þrotabúskenningu Runólfs? Hann segir Landspítalann ekki á leið í þrot, nei, nei, nei. Vissulega vanti bæði fé í rekstur og menn í störf en þrot? Nei, nei! Það séu hins vegar tvö blikkandi ljós, það er (lítill) mannafli og (of lítið) fjármagn, hvorugt nægi, en þrot? Nei! Willum segir stjórnvöld eiga "margþætt verkefni fyrir höndum." Einmitt það. Í augsýn er þá væntanlega að skipa nefnd valinkunnra sómamanna sem móti bjartsýna framtíðarsýn á heilsufarsmál upprennandi kynslóða, svo töluð sé golfranska kerfiskarlanna. Vífilsstaðir utan kjarna? Það syrtir í álinn, enda erum við í stórfelldum vandræðum. Sagði Runólfur Pálsson í viðtali við Vísi í maí í vor. Þess vegna ætti að reyna að bjóða út starfsemi Vífilsstaða. Einkavæða hana. Það sem gert væri á Vífilsstöðum væri ekki hluti af "kjarnastarfsemi" Landspítalans. Á Vífilsstöðum er ein af öldrunardeildum sjúkrahússins. Þar eru liðlega 40 rosknir sjúklingar hverju sinni sem hafa svonefnt "gilt færni- og heilsumat" og bíða þess að fá dvalarpláss á hjúkrunarheimili. Um 500 manns á ári. Stundum er biðin skömm, stundum óralöng. Það sem vistmenn á Vífilsstöðum eiga sameiginlegt er að þeir eru svo sjúkir að þeir geta ekki dvalist heima hjá sér, þrátt fyrir heimahjúkrun og aðhlynningu ættingja og ástvina, en eru fæstir alveg í fjörbrotunum. Þetta fólk er ofurselt þeim þrautum sem iðulega fylgja ellinni og hljóta að teljast sjúkdómar. Allir þekkja böl kennt við þá James Parkinson og Alois Alzheimer, krabbamein, og alvarlega hjartasjúkdóma. En ótal aðrir vágestir gera gömlu fólki lífið leitt; svo sem byltubeinbrot, hatrömm gigt, hnjáslit, jafnvægisröskun, meltingartruflun og veruleikaskyn á hverfanda hveli. Svo sitthvað sé nefnt. Oft herjar margt af þessu á sjúklinginn samtímis. Hvers vegna umönnun þessa fólks sé ekki hluti af "kjarnastarfsemi" ríkisrekins háskólasjúkrahúss, eina sjúkrahúss landsmanna, er ofar mínum skilningi. Og hver er þessi "kjarni"? Eru öldrunardeildir í Landakoti og Fossvogi í honum, eða hyggjast menn bjóða rekstur þeirra út líka? Eða er "kjarninn" landfræðilegt hugtak en ekki læknisfræðilegt? Allt utan Reykjavíkur því utan hans? Vífilsstaðir í lausu lofti Þann 16. maí síðastliðinn var starfsfólk Vífilsstaða, klínískt og ekki-klínískt, boðað á mikilvægan fund í hátíðarsal sjúkrahússins. Þar var tilkynnt, klippt og skorið, að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, hefði ákveðið að bjóða út, eða einkavæða, þá starfsemi sem væri í húsinu. Nýir rekendur tækju við í haust eða um áramót. Óvíst væri hvort nokkrum sem ynni á Vífilsstöðum stæði til boða að starfa þar áfram með nýju yfirvaldi. Allir væru þó samningsbundnir Landspítala og yrðu það áfram. Lof var borið á starfsfólk fyrir góða framgöngu í "faraldrinum", forráðamenn Landspítala væru ánægðir með Vífilsstaði og vonuðu að þar yrði áfram rekin biðdeild fyrir roskna sjúklinga. Næstu daga var síðan rætt við sérhvern starfsmann og hann inntur eftir því hvar hann kysi að hefja störf á annarri deild Landspítalans. Flestir nefndu Grensás, B4 í Fossvogi og Landakot. Og svo birtist útboð Sjúkratrygginga Íslands. Þar var auglýst eftir einhverjum til að reka almenna líknardeild fyrir 24 sjúklinga, þá sem væru við dauðans dyr, og skammtíma deild fyrir 16 manns, fólk sem færi heim að lokinni meðferð. Engin biðdeild!! Tilboðsfrestur til 15. júlí. Alla rak í rogastans. Síðan hefur enga þýðingu haft að reyna að afla frétta um framvindu þessara útboðsmála, enginn veit neitt um neitt. Annað hvort er farið með tilboð eins og mannsmorð, hvorki starfsmenn eða vistmenn Vífilsstaða mega fá upplýsingar, eða enginn hefur boðið í starfsemina. Þar er því beðið og beðið. Starfsfólkið bíður í óvissu um framhaldið, sjúklingar og ættingjar og ástvinir þeirra bíða upplýsinga um hlutskipti sitt. Ef engin biðdeild verður á Vífilsstöðum, hvar verður hún þá? Þörfin er brýn, Íslendingar verða æ fjölmennari þjóð, og æ eldri, hjúkrunarheimilum fjölgar hægar en rosknum sjúklingum. Hvar eiga þeir að bíða sem ýtt er út úr bráðadeildum Landspítalans, en eiga ekki afturkvæmt heim? Engin umræða fer fram um þetta, hér er engin "framtíðarsýn", allt er ýmist í lausu lofti, eða að þrotum komið. Höfundur er trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun