Serena áfram á Opna bandaríska: „Maður veit aldrei hvað gerist“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2022 11:00 Serena neitar að staðfesta hvenær spaðinn fer upp í hillu. Lev Radin/Getty Images Tennisdrottningin Serena Williams hefur gefið út að hún gæti lagt spaðann á hilluna að loknu Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hin fertuga Serena vann sigur í fyrstu umferð en gaf lítið fyrir spurningar blaðamanna um hvað framtíðin bæri í skauti sér. Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn. Tennis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Danka Kovinic var mótherji Serenu í fyrstu umferð Opna bandaríska meistaramótinu en Williams hefur sagt að það verði að öllum líkindum hennar síðasta mót á glæsilegum 27 ára ferli. Hún hefur þó ekki enn endanlega staðfest að spaðinn fari á hilluna að mótinu loknu. Kovinic gerði hvað hún gat til senda Serenu á eftirlaun en allt kom fyrir ekki og Serena vann í tveimur settum, 6-3 og 6-3. Í næstu umferð mætir hún Anett Kntaveit frá Eistlandi. We Serena#USOpen pic.twitter.com/MJCCWgrzDT— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Serena mun spila með systur sinni Venus Williams í tvíliðaleik Opna bandaríska og er hún ræddi við blaðamenn eftir sigurinn þá lokaði hún ekki alfarið hurðinni á að taka þátt í fleiri mótum eftir að þátttöku hennar á Opna bandaríska lýkur. „Ég hef verið frekar óljós með hvað ég mun gera og ég ætla að halda því áfram. Maður veit aldrei hvað gerist.“ An icon speaks on an icon@Oprah says what we're thinking on this night. Thank you, Serena. pic.twitter.com/IMNWUD0xP9— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Segja má að rauði dregillinn hafi verið dreginn út en áður en leikur þeirra Serenu og Kovinic hófst var spilað myndband til heiðurs Serenu og hennar sex titlum á Opna bandaríska. Einnig var met áhorfendafjöldi í stúkunni. „Það var mikill hávaði og ég fann fyrir því, það var frábær tilfinning og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Þetta skipti mig miklu máli,“ sagði Serena. Það mátti sjá á frammistöðu hennar að tilfinningarnar voru miklar en Serena var langt frá sínu besta framan af. Serena's been collecting #USOpen dubs for a long time pic.twitter.com/qEsGxNTzaK— US Open Tennis (@usopen) August 30, 2022 Hún komst þó áfram og draumurinn um sjöunda titilinn á Opna bandaríska lifir enn.
Tennis Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira