Gekk hræðilega í keppninni en fékk vinnu á Broadway Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 14:30 Birgitta Haukdal. Vísir/Hulda Margrét „Mér finnst ég bara vera stelpan frá Húsavík sem lenti í hringiðju tónlistarinnar í höfuðborginni. Þessi tilfinning fer ekkert frá mér.“ Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Birgitta Haukdal söngkona og bókahöfundur upplifði það mjög ung að vera fræg á Íslandi. Hún ræddi ferilinn, Írafár og margt fleira í hlaðvarpsþættinum Jákastið. „Ég held að við séum öll alltaf börn inn við beinið. Ég tek sakleysið með mér frá Húsavík og það hefur haldist svolítið í mínum kjarna.“ Söngkonan verður dómari í Idol þáttunum á Stöð 2 í vetur, en hennar eigin tónlistarferill hófst einmitt út frá hæfileikakeppni þegar hún var sextán ára. „Ég sá auglýsingu í Morgunblaðinu fyrir Stjörnur morgundagsins. Þetta voru prufur sem voru á Broadway.“ Birgitta mætti til að horfa á prufurnar og tók með sér börnin sem hún var að passa. Gunnar Þórðarson var þar að taka fólk í þessar prufur fyrir hæfileikakeppni og sá hana horfa á og spurði hana hvort hún vildi ekki prófa að syngja. „Hann náði upp úr mér nokkrum tónum.“ útskýrir Birgitta. „Nokkrum dögum eða vikum síðar fæ ég símtalið, hvort ég vilji ekki vera með. Þess vegna segi ég við alla takið þátt í öllu, mætið á svæðið. Þið þurfið ekki að vinna keppnina“ Ekki nauðsynlegt að vinna Þetta var gæfuspor fyrir Birgittu. Hún tók þátt í tveimur hæfileikakeppnum og svo í undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Í fyrstu tilraun komst hún ekki í aðalkeppnina en í annarri tilraun vann hún og komst alla leið í Söngvakeppni framhaldsskólanna. „Ég stend mig alveg hræðilega illa að mínu mati, mér fannst þetta alveg hræðilegt. En það skipti ekki öllu máli því að eftir þá keppni fékk ég símtal og mér var boðin vinna á Brodway.“ Átján ára var hún svo byrjuð í ABBA sýningunni. „Þetta var allt út af því að ég mætti. Ekki af því að ég sigraði eða af því að ég var best. Þarna byrjaði boltinn að rúlla.“ Þátturinn er í heild sinni á Spotify og einnig má hlusta á hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Jákastið Idol Norðurþing Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira