Erlent

Þrír slösuðust er tómattrukkur lenti í á­rekstri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það tók marga klukkutíma að þrífa hraðbrautina eftir slysið.
Það tók marga klukkutíma að þrífa hraðbrautina eftir slysið. Lögreglan í Kaliforníu.

Hraðbraut í Kaliforníu fylltist af tómötum í dag eftir að trukkur sem var að flytja tómata klessti á. Þrír slösuðust í slysinu og tók það marga klukkutíma að þrífa brautina.

Atvikið átti sér stað á milliríkja-hraðbraut númer 80 við Vacaville í Kaliforníu-ríki. Ökumaður vörubílsins sem flutti tómatana hafði misst stjórn á bílnum og klessti á annað ökutæki.

Í kjölfar árekstursins lentu tveir aðrir bílar saman og slösuðust alls þrír einstaklingar. Einn þeirra slasaðist alvarlega en hinir tveir hlutu minniháttar meiðsli.

Nokkrar akreinar hraðbrautarinnar voru lokaðar í marga klukkutíma á meðan verið var að þrífa göturnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×