Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson, Margrét Dan Þórisdóttir, Ana Victoria Cate og Helga Dögg Yngvadóttir skrifa 31. ágúst 2022 06:31 Sælir Skúli Helgason og Helgi Grímsson. Þið þekkið okkur líklegast ekki en við þekkjum til ykkar og því miður ekki af góðu. Á sínum tíma stóðuð þið að baki lokun á grunnskóla Staðahverfis undir heitinu “Spennandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi” sem okkur foreldrum fannst hreinlega ekkert spennandi og orðavalið sjálft endurspeglaði virðingarleysi í garð barna á svæðinu. Það hefur sýnt sig að borgin sparaði ekkert á því að færa börnin okkar yfir í annað skólahverfi en það hefur væntanlega verið þægilegt fyrir borgarfulltrúa meirihlutans og stjórnendur skóla- og frístundasviðs að hafa húsnæði Korpuskóla til afnota til að leysa þau vandamál sem upp hafa komið vegna sinnuleysis við viðhald á skólahúsnæði borgarinnar. Nú standið þið á bakvið fyrirhugaða lokun á leikskóla hverfisins. Okkur hefur ekki þótt nógu vel staðið að málum á leikskólanum Bakka í gegnum tíðina. Það hefur verið viðvarandi síðustu ár að foreldrar sem spyrjast fyrir um pláss eða fá boð um pláss á leikskólanum Bakka að stjórnendur leikskólans hafi gefið það í skyn að það taki því nú varla að taka plássinu því leikskólinn sé nú alveg að fara að loka, þrátt fyrir að engin stjórnsýsluleg ákvörðun hafi verið tekin um lokun. Hefur þetta fælt foreldra frá því að þiggja pláss á leikskólanum sem og að hafa barn sitt á biðlista, til að tryggja stöðuleika fyrir börn sín. Hversu mörgum foreldrum ætli stjórnendur hafi talið hughvarf frá því að þiggja pláss? Það gæti vel útskýrt af hverju barnafjöldinn á leikskólanum hefur farið minnkandi síðustu ár. Nóg er af börnum í hverfinu en þessi hringlandaháttur stjórnenda fælir frá. Í vor kemur síðan í ljós starfsmannaflótti yfir á aðrar starfstöðvar innan borgarinnar og takmörkuð upplýsingagjöf er til foreldra varðandi þau mál. Í ljós kemur að fyrrverandi aðstoðarleikskólastjóri Bakka hefur ráðið flest starfsfólkið á nýjan leikskóla í Vogabyggð. Okkur þykja það alls ekki fagleg vinnubrögð að leikskólakennari sem starfað hefur í þágu barnanna á Bakka og myndað við þau tengsl geri leikskólann varnarlausan með því að valda starfsmannaflótta yfir á annan leikskóla og er það ekki í anda siðareglna þeirra sem starfa með börnum. Hér gæta skóla- og frístundasvið sem og kjörnir fulltrúar ábyrgðar, þykir þeim eðlilegt að manna nýjar starfseiningar innan borgarinnar með þessum hætti? Vegna ofangreinds starfsmannaflótta höfum við verið í tölvupóstssamskiptum við fulltrúa minnihluta í skóla- og frístundaráði, þar sem engin svör bárust við erindi okkar frá fulltrúa meirihlutans og síðan starfsmenn á skóla- og frístundasviði þegar erindi okkar var áframsent þangað. Svör hafa verið af skornum skammti frá skóla- og frístundasviði, bæði höfum við beðið lengi eftir svörum og þegar svör berast svara þau ekki spurningum okkar. Þegar loksins einhverjar upplýsingar berast frá stjórnendum leikskólans er það fundarboð um framtíð leikskólans sem halda átti þann 29. ágúst og fengu þá væntanlega flestir foreldrar hnút í magann við að lesa fundarboðið, minnug þess hvernig fór fyrir grunnskólanum. Ill meðferð á börnum Á fundinum með foreldrum síðastliðinn mánudag var kynnt sú hugmynd að færa börnin á Bakka yfir á Hamra, sem eru í næsta hverfi svo hægt sé að gera pláss fyrir börn á biðlista sem nú þegar er búið að innrita á leikskóla sem ekki er búið að opna. Nota á börnin okkar til að leysa kosningaloforð sinnulauss meirihluta sem getur ekki staðið við loforð sín. Ekki er boðið upp á leikskólapláss á þeim leikskóla sem tilheyrir þeirra grunnskólahverfi sem er Engjaborg, heldur í öðru hverfi sem verður til þess að börnin munu ekki fara með félögum sínum úr leikskóla yfir í grunnskóla ásamt því að foreldrar í Staðahverfi með börn á bæði leikskóla- og grunnskólaaldri þurfa að keyra á milli tveggja mismunandi hverfa með börnin sín til að sækja grunnþjónustu. Einnig er húsnæðið sem á að bjóða þeim á Hömrum ekki hluti af aðalhúsnæði leikskólans. Ítrekað rof á skólagöngu og tengslamyndun barnanna við starfsfólk með þessum hætti útsetur þau fyrir frekari áhættu varðandi vandamál og rof á skólagöngu seinna meir. Þetta getur því haft áhrif á framtíð barnanna á Bakka. Rofið verður við flutningana á Hamra og síðan rof á félagatengslum þegar kemur að grunnskólagöngu. Þau verða viðskila við félagana á Hömrum sem fara í annan grunnskóla því ekki er hægt að bjóða börnunum pláss á Engjaborg sem staðsettur er í þeirra grunnskólahverfi. Verði nýkynntar hugmyndir borgarinnar að veruleika þar sem bjóða eigi börnum af leikskólanum í Vogabyggð pláss á Bakka með því starfsfólki sem áður vann á Bakka, myndast enn eitt tengslarofið þegar fyrrum starfsfólk Bakka mun síðan hefja störf á sinni endanlegu starfsstöð á meðan börnin okkar færast annað og fara á mis við þetta góða starfsfólk. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir öll börn og því yngri sem börnin eru, því ríkari er ábyrgð stjórnenda og starfsfólks borgarinnar að standa sig vel og vanda sig. Þetta er varnarlaus hópur sem treystir á það að hagsmunir þeirra séu verndaðir því ekki geta þau staðið í hagsmunagæslu fyrir sig sjálf. Af hverju átta stjórnendur í borginni sig ekki á því hvað þetta er mikið rask fyrir börnin okkar? Fram kom á fundinum með foreldrum að sú hugmynd sem kynnt var hefði kviknað á fimmtudaginn sl., sem væri þá 25. ágúst. En miðað við hvernig framgangurinn er, er ljóst að búið var að taka ákvörðunina mun fyrr. Einnig kom það fram á fyrrgreindum fundi frá leikskólastjóra að búið væri að sýna húsnæðið hugsanlegum leigutökum sem rennir enn frekari stoðum um að ekki sé um glænýja hugmynd að ræða að bola börnunum í Staðahverfi burt. Fram kom í frétt á mbl.is þann 29. ágúst að ekki eigi að loka húsnæðinu heldur skoða hvernig það nýtist sem best, en það telst greinilega ekki góð nýting að leyfa börnunum í Staðahverfi að njóta leikskóla í sínu hverfi sem þau geta sjálf gengið til eða hjólað í fylgd með foreldrum sínum. Við veltum fyrir okkur hvort að vinnubrögð stjórnenda leikskólans um að tala niður barnafjöldann í leikskólanum og grafa undan starfi hans hafi verið meðvituð til að búa til þær aðstæður að meirihlutinn geti nýtt sér aðstæðurnar í veikri von um að efna biðlistaloforðin brotnu. Brostnir draumar Búið er að loka grunnskólanum í hverfinu okkar og nú á að loka leikskólanum. Börnin í Staðahverfi eru þau einu í borginni sem þykja ekki nógu góð til að þiggja sjálfsagða grunnþjónustu eins og leikskóla og grunnskóla í eigin hverfi. Hagsmunir barnanna eru hafðir að engu. Vanvirðingin og siðleysið gagnvart íbúum Staðhverfis og börnum þeirra er yfirgengilegt og fyrirlitning í þeirra garð að raska skólastarfi hverfisins svona trekk í trekk. Okkur er spurn, hvenær er komið nóg? Eðlilegt er að barnafjöldi á leik- og grunnskólaaldri sveiflist milli ára í hverfum og aldursendurnýjun eigi sér stað á nokkurra áratuga fresti. Við teljum að íbúar hverfisins eigi skilið svör við eftirfarandi spurningum: Er það yfirlýst stefna meirihluta borgarstjórnar og stjórnenda skóla- og frístundasviðs að koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun aldursdreifingar í hverfinu með því að loka bæði leikskóla og grunnskóla í hverfinu? Nú er komið að nýjum aldurshópi barna í Staðahverfi sem á að senda á milli hverfa eftir hentisemi stjórnsýslunnar svo hægt sé að klóra í bakkann með brostin kosningaloforð. Er þetta ásættanleg hegðun í garð barna? Er þetta menntastefna Reykjavíkurborgar að draumar allra skólabarna rætist nema barna í Staðahverfi? Svör óskast. Höfundar eru foreldrar í Staðahverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sælir Skúli Helgason og Helgi Grímsson. Þið þekkið okkur líklegast ekki en við þekkjum til ykkar og því miður ekki af góðu. Á sínum tíma stóðuð þið að baki lokun á grunnskóla Staðahverfis undir heitinu “Spennandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi” sem okkur foreldrum fannst hreinlega ekkert spennandi og orðavalið sjálft endurspeglaði virðingarleysi í garð barna á svæðinu. Það hefur sýnt sig að borgin sparaði ekkert á því að færa börnin okkar yfir í annað skólahverfi en það hefur væntanlega verið þægilegt fyrir borgarfulltrúa meirihlutans og stjórnendur skóla- og frístundasviðs að hafa húsnæði Korpuskóla til afnota til að leysa þau vandamál sem upp hafa komið vegna sinnuleysis við viðhald á skólahúsnæði borgarinnar. Nú standið þið á bakvið fyrirhugaða lokun á leikskóla hverfisins. Okkur hefur ekki þótt nógu vel staðið að málum á leikskólanum Bakka í gegnum tíðina. Það hefur verið viðvarandi síðustu ár að foreldrar sem spyrjast fyrir um pláss eða fá boð um pláss á leikskólanum Bakka að stjórnendur leikskólans hafi gefið það í skyn að það taki því nú varla að taka plássinu því leikskólinn sé nú alveg að fara að loka, þrátt fyrir að engin stjórnsýsluleg ákvörðun hafi verið tekin um lokun. Hefur þetta fælt foreldra frá því að þiggja pláss á leikskólanum sem og að hafa barn sitt á biðlista, til að tryggja stöðuleika fyrir börn sín. Hversu mörgum foreldrum ætli stjórnendur hafi talið hughvarf frá því að þiggja pláss? Það gæti vel útskýrt af hverju barnafjöldinn á leikskólanum hefur farið minnkandi síðustu ár. Nóg er af börnum í hverfinu en þessi hringlandaháttur stjórnenda fælir frá. Í vor kemur síðan í ljós starfsmannaflótti yfir á aðrar starfstöðvar innan borgarinnar og takmörkuð upplýsingagjöf er til foreldra varðandi þau mál. Í ljós kemur að fyrrverandi aðstoðarleikskólastjóri Bakka hefur ráðið flest starfsfólkið á nýjan leikskóla í Vogabyggð. Okkur þykja það alls ekki fagleg vinnubrögð að leikskólakennari sem starfað hefur í þágu barnanna á Bakka og myndað við þau tengsl geri leikskólann varnarlausan með því að valda starfsmannaflótta yfir á annan leikskóla og er það ekki í anda siðareglna þeirra sem starfa með börnum. Hér gæta skóla- og frístundasvið sem og kjörnir fulltrúar ábyrgðar, þykir þeim eðlilegt að manna nýjar starfseiningar innan borgarinnar með þessum hætti? Vegna ofangreinds starfsmannaflótta höfum við verið í tölvupóstssamskiptum við fulltrúa minnihluta í skóla- og frístundaráði, þar sem engin svör bárust við erindi okkar frá fulltrúa meirihlutans og síðan starfsmenn á skóla- og frístundasviði þegar erindi okkar var áframsent þangað. Svör hafa verið af skornum skammti frá skóla- og frístundasviði, bæði höfum við beðið lengi eftir svörum og þegar svör berast svara þau ekki spurningum okkar. Þegar loksins einhverjar upplýsingar berast frá stjórnendum leikskólans er það fundarboð um framtíð leikskólans sem halda átti þann 29. ágúst og fengu þá væntanlega flestir foreldrar hnút í magann við að lesa fundarboðið, minnug þess hvernig fór fyrir grunnskólanum. Ill meðferð á börnum Á fundinum með foreldrum síðastliðinn mánudag var kynnt sú hugmynd að færa börnin á Bakka yfir á Hamra, sem eru í næsta hverfi svo hægt sé að gera pláss fyrir börn á biðlista sem nú þegar er búið að innrita á leikskóla sem ekki er búið að opna. Nota á börnin okkar til að leysa kosningaloforð sinnulauss meirihluta sem getur ekki staðið við loforð sín. Ekki er boðið upp á leikskólapláss á þeim leikskóla sem tilheyrir þeirra grunnskólahverfi sem er Engjaborg, heldur í öðru hverfi sem verður til þess að börnin munu ekki fara með félögum sínum úr leikskóla yfir í grunnskóla ásamt því að foreldrar í Staðahverfi með börn á bæði leikskóla- og grunnskólaaldri þurfa að keyra á milli tveggja mismunandi hverfa með börnin sín til að sækja grunnþjónustu. Einnig er húsnæðið sem á að bjóða þeim á Hömrum ekki hluti af aðalhúsnæði leikskólans. Ítrekað rof á skólagöngu og tengslamyndun barnanna við starfsfólk með þessum hætti útsetur þau fyrir frekari áhættu varðandi vandamál og rof á skólagöngu seinna meir. Þetta getur því haft áhrif á framtíð barnanna á Bakka. Rofið verður við flutningana á Hamra og síðan rof á félagatengslum þegar kemur að grunnskólagöngu. Þau verða viðskila við félagana á Hömrum sem fara í annan grunnskóla því ekki er hægt að bjóða börnunum pláss á Engjaborg sem staðsettur er í þeirra grunnskólahverfi. Verði nýkynntar hugmyndir borgarinnar að veruleika þar sem bjóða eigi börnum af leikskólanum í Vogabyggð pláss á Bakka með því starfsfólki sem áður vann á Bakka, myndast enn eitt tengslarofið þegar fyrrum starfsfólk Bakka mun síðan hefja störf á sinni endanlegu starfsstöð á meðan börnin okkar færast annað og fara á mis við þetta góða starfsfólk. Stöðugleiki er mikilvægur fyrir öll börn og því yngri sem börnin eru, því ríkari er ábyrgð stjórnenda og starfsfólks borgarinnar að standa sig vel og vanda sig. Þetta er varnarlaus hópur sem treystir á það að hagsmunir þeirra séu verndaðir því ekki geta þau staðið í hagsmunagæslu fyrir sig sjálf. Af hverju átta stjórnendur í borginni sig ekki á því hvað þetta er mikið rask fyrir börnin okkar? Fram kom á fundinum með foreldrum að sú hugmynd sem kynnt var hefði kviknað á fimmtudaginn sl., sem væri þá 25. ágúst. En miðað við hvernig framgangurinn er, er ljóst að búið var að taka ákvörðunina mun fyrr. Einnig kom það fram á fyrrgreindum fundi frá leikskólastjóra að búið væri að sýna húsnæðið hugsanlegum leigutökum sem rennir enn frekari stoðum um að ekki sé um glænýja hugmynd að ræða að bola börnunum í Staðahverfi burt. Fram kom í frétt á mbl.is þann 29. ágúst að ekki eigi að loka húsnæðinu heldur skoða hvernig það nýtist sem best, en það telst greinilega ekki góð nýting að leyfa börnunum í Staðahverfi að njóta leikskóla í sínu hverfi sem þau geta sjálf gengið til eða hjólað í fylgd með foreldrum sínum. Við veltum fyrir okkur hvort að vinnubrögð stjórnenda leikskólans um að tala niður barnafjöldann í leikskólanum og grafa undan starfi hans hafi verið meðvituð til að búa til þær aðstæður að meirihlutinn geti nýtt sér aðstæðurnar í veikri von um að efna biðlistaloforðin brotnu. Brostnir draumar Búið er að loka grunnskólanum í hverfinu okkar og nú á að loka leikskólanum. Börnin í Staðahverfi eru þau einu í borginni sem þykja ekki nógu góð til að þiggja sjálfsagða grunnþjónustu eins og leikskóla og grunnskóla í eigin hverfi. Hagsmunir barnanna eru hafðir að engu. Vanvirðingin og siðleysið gagnvart íbúum Staðhverfis og börnum þeirra er yfirgengilegt og fyrirlitning í þeirra garð að raska skólastarfi hverfisins svona trekk í trekk. Okkur er spurn, hvenær er komið nóg? Eðlilegt er að barnafjöldi á leik- og grunnskólaaldri sveiflist milli ára í hverfum og aldursendurnýjun eigi sér stað á nokkurra áratuga fresti. Við teljum að íbúar hverfisins eigi skilið svör við eftirfarandi spurningum: Er það yfirlýst stefna meirihluta borgarstjórnar og stjórnenda skóla- og frístundasviðs að koma í veg fyrir eðlilega endurnýjun aldursdreifingar í hverfinu með því að loka bæði leikskóla og grunnskóla í hverfinu? Nú er komið að nýjum aldurshópi barna í Staðahverfi sem á að senda á milli hverfa eftir hentisemi stjórnsýslunnar svo hægt sé að klóra í bakkann með brostin kosningaloforð. Er þetta ásættanleg hegðun í garð barna? Er þetta menntastefna Reykjavíkurborgar að draumar allra skólabarna rætist nema barna í Staðahverfi? Svör óskast. Höfundar eru foreldrar í Staðahverfi.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun