Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 15:31 Stilla úr kvikmyndinni Slash/Back. RIFF fer fram 29. september til 9. október. RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár. RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi. „Grunninn í hryllingsmyndum Inúíta má finna í hefðbundnum uppeldisaðferðum hirðingjasamfélagsins. Mikilvægi þess að vara börn og ungmenni við hættum umhverfisins var uppspretta fjölda sagna um skrímsli sem bjuggu allt um kring,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Skrímslið í hafinu tekur börn og ber þau niður í djúpin til sín og þaðan á enginn afturkvæmt. Norðurljósin dansa um með höfuð þeirra barna sem nota ekki húfur og sparka á milli sín eins og fótbolta. Með því að koma skilaboðum um hættur umhverfisins til barnanna með sögum er engin þörf á því að skamma börn, garga á þau eða refsa þeim.“ Þau læra að þekkja hætturnar með sögunum sem þau drekka í sig með móðurmjólkinni. „Nýrri hættir, sem fylgdu nýlendustefnu á landsvæðum Inúíta, drógu úr þeim menningarbundnu áherslum sem fylgdu sagnahefð inúíta og skýrir að mörgu leyti þær vinsældir sem hryllingsmyndagerð nútímans fagnar. Nýlenduvæðingu inúítasamfélaga má auðveldlega skoða sem innrás í samfélagið. Myndlíkingin er því fullkomin hvort heldur sem um er að ræða innrás geimvera eða uppvakninga. En það sem er kannski áhugaverðast er að inúískir sögumenn nútímans eru að lýsa heimsenda með sjónarhorni sigurvegarans, þess sem hefur tekist á við áföllin og lifað af hamfarirnar.“ Og sigurvegarinn sækir í aðferðafræði sagnaarfsins, þá þekkingu sem tryggði inúítum líf við erfið skilyrði öld fram af öld. Í aldanna rás hafa konur notað skrímslin til að varða leiðina og því rökrétt að sagnaarfurinn brjóti sér leið með kvenkyns leikstjórum í kvikmyndagerð nútímans. Leikstjórarnir Nyla Innuksuk og Kirsten Carthew tilheyra þessum hópi kvikmyndagerðafólks og stuttmyndir í leikstjórn Jennie Williams og Mariu Fredriksson verða einnig sýndar á RIFF 2022. Sérstakar umræður verða um hryllingsmyndir norðurskautsins, stýrt af Cass Gardiner og Nyla Innuksuk mun taka þátt í þeim. Myndirnar sem sýndar verða í þessum flokki eru Slegið til baka / Slash/Back, Póllinn / Polaris, Nalujuk-kvöldið / Nalujuk Night, Mahaha, Nagdýr grjótsins / Gnawer of Rocks og Lærlingur sjamansins / ANGAKUSAJAUJUQ. Bíó og sjónvarp RIFF Norðurslóðir Tengdar fréttir Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58 Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31 The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Grunninn í hryllingsmyndum Inúíta má finna í hefðbundnum uppeldisaðferðum hirðingjasamfélagsins. Mikilvægi þess að vara börn og ungmenni við hættum umhverfisins var uppspretta fjölda sagna um skrímsli sem bjuggu allt um kring,“ segir í tilkynningu frá RIFF. „Skrímslið í hafinu tekur börn og ber þau niður í djúpin til sín og þaðan á enginn afturkvæmt. Norðurljósin dansa um með höfuð þeirra barna sem nota ekki húfur og sparka á milli sín eins og fótbolta. Með því að koma skilaboðum um hættur umhverfisins til barnanna með sögum er engin þörf á því að skamma börn, garga á þau eða refsa þeim.“ Þau læra að þekkja hætturnar með sögunum sem þau drekka í sig með móðurmjólkinni. „Nýrri hættir, sem fylgdu nýlendustefnu á landsvæðum Inúíta, drógu úr þeim menningarbundnu áherslum sem fylgdu sagnahefð inúíta og skýrir að mörgu leyti þær vinsældir sem hryllingsmyndagerð nútímans fagnar. Nýlenduvæðingu inúítasamfélaga má auðveldlega skoða sem innrás í samfélagið. Myndlíkingin er því fullkomin hvort heldur sem um er að ræða innrás geimvera eða uppvakninga. En það sem er kannski áhugaverðast er að inúískir sögumenn nútímans eru að lýsa heimsenda með sjónarhorni sigurvegarans, þess sem hefur tekist á við áföllin og lifað af hamfarirnar.“ Og sigurvegarinn sækir í aðferðafræði sagnaarfsins, þá þekkingu sem tryggði inúítum líf við erfið skilyrði öld fram af öld. Í aldanna rás hafa konur notað skrímslin til að varða leiðina og því rökrétt að sagnaarfurinn brjóti sér leið með kvenkyns leikstjórum í kvikmyndagerð nútímans. Leikstjórarnir Nyla Innuksuk og Kirsten Carthew tilheyra þessum hópi kvikmyndagerðafólks og stuttmyndir í leikstjórn Jennie Williams og Mariu Fredriksson verða einnig sýndar á RIFF 2022. Sérstakar umræður verða um hryllingsmyndir norðurskautsins, stýrt af Cass Gardiner og Nyla Innuksuk mun taka þátt í þeim. Myndirnar sem sýndar verða í þessum flokki eru Slegið til baka / Slash/Back, Póllinn / Polaris, Nalujuk-kvöldið / Nalujuk Night, Mahaha, Nagdýr grjótsins / Gnawer of Rocks og Lærlingur sjamansins / ANGAKUSAJAUJUQ.
Bíó og sjónvarp RIFF Norðurslóðir Tengdar fréttir Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58 Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31 The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi. 30. ágúst 2022 13:58
Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31
The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30
Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08