Ákall til alþingismanna Jón Ingi Hákonarson skrifar 1. september 2022 09:31 Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Sveitarstjórnarmál Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins. Staðreynd númer tvö: Flestir flokkar á sveitarstjórnarstiginu eru sammála því að lögbinda eigi rekstur leikskóla en þingflokkar þessara sömu flokka hafa lítið ljáð máls á þessu innan veggja Alþingis. Staðreynd númer þrjú: Það mun lítið breytast fyrr en Alþingi tekur á málefnum barnafjölskyldna með heildstæðum hætti með því að lögfesta leikskóla sem lögbundið hlutverk sveitarfélaga, lengja fæðingarorlof og þar með auka sveigjanleika ungs fjölskyldufólks til þess að sameina starfsferil, fjölskyldulíf og því að koma sér inn á fasteignamarkaðinn. Hlutverk hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, er að skapa samfélagslega umgjörð sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að blómstra. Það er staðreynd að mikið af ungu og vel menntuðu fólki kýs að stofna heimili og hefja starfsferil sinn erlendis þar sem þau þurfa ekki að velja á milli þess að stofna fjölskyldu og starfsferils. Á meðan ungt fólk þarf að velja á milli starfsferils og því að stofna fjölskyldu er íslenskt samfélag ekki samkeppnishæft um ungt og efnilegt fólk, það mun leita annað. Ein stærsta áskorun samfélagsins er hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Við þurfum að hlúa betur að ungum barnafjölskyldum, það getur ekki verið eingöngu á herðum sveitarfélaga, hér þarf miklu meiri samvinnu ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins. Á meðan þingmenn segja pass í þessum málaflokki mun sama ófremdarástandið halda áfram. Ég vil bjóða þingheimi og þá sér í lagi ríkisstjórninni að vera hluti af lausninni. Flest sveitarfélög hafa ekki fjárhagslega burði til þess að koma til móts við þær auknu kröfur í þessum málaflokki án þess að fá frá ríkinu þar til bæra tekjustofna. Skuldastaða flestra sveitarfélaga er slæm og svigrúm til tekjuöflunar er lítið. Undanfarið hafa ríkisstjórnarflokkarnir verið í meirihluta í mörgum sveitarstjórnum þannig að hæg ættu heimatökin að vera til að ganga í verkin. Við erum búin a masa og þrasa um þennan málflokk nógu lengi. Breytum þessu í vetur. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun