Lögmenn Trumps í vandræðum vegna ósanninda Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2022 14:50 Mikilvægum spurningum er enn ósvarað um það hvort Trump sagði lögmönnum sínum að segja ósatt og af hverju Trump tók gögnin með sér úr Hvíta húsinu og vildi ekki afhenda þau. AP/Steve Helber Nýtt dómskjal sem opinberað var í tengslum við rannsókn Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna á vörslu Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á opinberum og leynilegum gögnum í Flórída sýna að Evan Corcoran og Christina Bobb, tveir af lögmönnum Trumps, gætu staðið frammi fyrir ansi alvarlegum lagalegum vandræðum. Þau sýna einnig að Trump sjálfur gæti verið í hættu. Þrátt fyrir það er of snemmt að segja til um hvort forsvarsmenn ráðuneytisins ákæri lögmennina eða Trump. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja að áðurnefnt dómsskjal innihaldi margvíslegar vísbendingar um að lögmenn Trumps hafi ítrekað sagt embættismönnum og rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) ósatt um vörslu leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Trump og hans fólk virðist hafa meðhöndlað þessi leynilegu gögn á ólöglegan hátt og reynd að fela þau fyrir rannsakendum. Spjótin beinast sérstaklega að Bobb en hún staðhæfði og skrifaði undir yfirlýsingu um að engin opinber eða leynileg gögn væri í Mar-a-Lago, sem reyndist ósatt. Corcoran mun hafa sagt eitthvað svipað við rannsakendur en ólöglegt er að segja rannsakendum FBI ósatt. Dómsmálaráðuneytið segir ítrekaðar tilraunir til að koma höndum yfir gögnin ekki hafa skilað árangri og því hafi á endanum verið ákveðið að gera húsleit í Mar-a-Lago. Áðurnefndir sérfræðingar sem ræddu við WP segja þó nokkrum mikilvægum spurningum ósvarað og þá sérstaklega þeirri hvort Trump sjálfur hafi sagt Corcoran og Bobb að segja ósatt um gögnin. Einnig sé ekki vitað af hverju Trump hafi tekið þessi gögn með sér úr Hvíta húsinu og af hverju hann vildi ekki afhenda þau til þjóðskjalasafnsins, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Það sé þó nokkuð ljóst að lögmennirnir hafi sagt ósatt og standi mögulega frammi fyrir ákærum um að reyna að hindra framgang rannsakenda FBI og ráðuneytisins. Sjálfur hefur Trump verið margsaga um gögnin leynilegu. Hann hefur meðal annars staðhæft að starfsmenn FBI hafi komið þeim fyrir til að koma sök á sig og haldið því fram að það væri allt í lagi þó hann hefði tekið gögnin með sér, því sem forseti hefði hann svipt leynd af þeim. Forsetar Bandaríkjanna geta svipt leynd af leynilegum gögnum en það þyrfti að fara í ákveðið ferli og engar skráningar eru til um að Trump hafi nokkurn tímann gefið þessar skipanir. Til viðbótar við það virtist Trump viðurkenna í gær á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að hann hefði vísvitandi geymt leynileg gögn í Mar-a-Lago . Trump has moved off suggesting things were planted and now says documents were in cartons at his house/club which he says even though his lawyer signed a document asserting all material was in the storage area and went back, per DOJ pic.twitter.com/J3ANADC5rq— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 31, 2022 Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu í dag. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Lögmenn Trumps svöruðu fyrir sig í gærkvöldi en þar er því haldið fram að rannsóknin gegn Trump sé pólitísk í eðli sínu og henni sé ætlað að koma niður á mögulegu framboði hans til forsetakosninga árið 2024. Þá segir að það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að leynileg skjöl væru í gögnum forsetans. Starfsmenn þjóðskjalasafnsins hefðu með réttu átt að ræða við fulltrúa Trumps í stað þess að vísa málinu til dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt CNN. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Þrátt fyrir það er of snemmt að segja til um hvort forsvarsmenn ráðuneytisins ákæri lögmennina eða Trump. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja að áðurnefnt dómsskjal innihaldi margvíslegar vísbendingar um að lögmenn Trumps hafi ítrekað sagt embættismönnum og rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) ósatt um vörslu leynilegra gagna í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Trumps í Flórída. Trump og hans fólk virðist hafa meðhöndlað þessi leynilegu gögn á ólöglegan hátt og reynd að fela þau fyrir rannsakendum. Spjótin beinast sérstaklega að Bobb en hún staðhæfði og skrifaði undir yfirlýsingu um að engin opinber eða leynileg gögn væri í Mar-a-Lago, sem reyndist ósatt. Corcoran mun hafa sagt eitthvað svipað við rannsakendur en ólöglegt er að segja rannsakendum FBI ósatt. Dómsmálaráðuneytið segir ítrekaðar tilraunir til að koma höndum yfir gögnin ekki hafa skilað árangri og því hafi á endanum verið ákveðið að gera húsleit í Mar-a-Lago. Áðurnefndir sérfræðingar sem ræddu við WP segja þó nokkrum mikilvægum spurningum ósvarað og þá sérstaklega þeirri hvort Trump sjálfur hafi sagt Corcoran og Bobb að segja ósatt um gögnin. Einnig sé ekki vitað af hverju Trump hafi tekið þessi gögn með sér úr Hvíta húsinu og af hverju hann vildi ekki afhenda þau til þjóðskjalasafnsins, eins og hann átti að gera samkvæmt lögum. Það sé þó nokkuð ljóst að lögmennirnir hafi sagt ósatt og standi mögulega frammi fyrir ákærum um að reyna að hindra framgang rannsakenda FBI og ráðuneytisins. Sjálfur hefur Trump verið margsaga um gögnin leynilegu. Hann hefur meðal annars staðhæft að starfsmenn FBI hafi komið þeim fyrir til að koma sök á sig og haldið því fram að það væri allt í lagi þó hann hefði tekið gögnin með sér, því sem forseti hefði hann svipt leynd af þeim. Forsetar Bandaríkjanna geta svipt leynd af leynilegum gögnum en það þyrfti að fara í ákveðið ferli og engar skráningar eru til um að Trump hafi nokkurn tímann gefið þessar skipanir. Til viðbótar við það virtist Trump viðurkenna í gær á Truth Social, samfélagsmiðli sínum, að hann hefði vísvitandi geymt leynileg gögn í Mar-a-Lago . Trump has moved off suggesting things were planted and now says documents were in cartons at his house/club which he says even though his lawyer signed a document asserting all material was in the storage area and went back, per DOJ pic.twitter.com/J3ANADC5rq— Maggie Haberman (@maggieNYT) August 31, 2022 Skjalið er andsvar við kröfu Trump-liða um að utanaðkomandi aðili verði fenginn til að fara yfir gögnin sem haldlögð voru í húsleitinni. Sá aðili myndi þá fara yfir það sem haldlagt var og leggja til hliðar þau gögn sem gætu fallið undir trúnað sem fylgir forsetaembættinu, sem á ensku kallast „executive privilege“. Sjá einnig: Trump vill að þriðji aðili fari yfir gögnin úr húsleitinni Dómari mun hlusta á málflutning lögmanna Trumps og dómsmálaráðuneytisins varðandi þá kröfu í dag. Ráðuneytið segir óþarft að slík greining fari fram, þar sem hún hafi þegar verið gerð innan ráðuneytisins. Takmarkað magn óviðkomandi gagna sem féllu undir áðurnefndan trúnað hefði fundist. Lögmenn Trumps svöruðu fyrir sig í gærkvöldi en þar er því haldið fram að rannsóknin gegn Trump sé pólitísk í eðli sínu og henni sé ætlað að koma niður á mögulegu framboði hans til forsetakosninga árið 2024. Þá segir að það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að leynileg skjöl væru í gögnum forsetans. Starfsmenn þjóðskjalasafnsins hefðu með réttu átt að ræða við fulltrúa Trumps í stað þess að vísa málinu til dómsmálaráðuneytisins, samkvæmt frétt CNN.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01
Sarah Palin beið lægri hlut Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana, beið lægri hlut í aukakosningum um laust þingsæti fyrir hönd Alaska í fulltrúadeild Bandaríkjaþings sem fram fóru í gær. 1. september 2022 07:34
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent