Bókin ber heitið „Stund milli stríða“ en hún fjallar einmitt um árin á milli fyrsta og annars þorskastríðs.
Guðni segir átökin vegna landhelginnar hafa gerst á hafi úti en líka í landi. „Við nutum þess í þessum átökum að geta klippt á togvíra, það var hörkuvopn á hafi úti en á landi nutum við þess að hafa í höndum það sem við getum kallað „NATO- vopnið“ að geta látið í það skína að ef við þyrftum að eiga áfram í höggi við Breta, aðra NATO þjóð, þá gætum við ekkert verið í varnarbandalagi með þeim,“ segir Guðni.
Þróun hafréttar í Mið- og Suður-Ameríku hafi rutt brautina sem íslenska þjóðin hafi fylgt svo á eftir.
Aðspurður hvort hann muni halda skrifum sínum um þorskastríðin áfram og reifa alla söguna segir Guðni það vera stefnuna.
„Ég hef notið þess í embætti að geta horfið um stund frá amstri dagsins og einbeitt mér að þessum skrifum. Sumt fólk fer í fjallgöngu og annað fólk er í kór eða fer á skíði eða sinnir einhverju til þess að dreifa huganum og ég skrifa sögu landhelgismálsins,“ segir Guðni að endingu.
Viðtalið við Guðna má sjá í spilaranum hér að ofan.