Ræddu um leikmannarót íslenska landsliðsins:„Gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 07:01 Sérfræðingar Bestu markanna voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á íslenska kvennalandsliðinu á EM í sumar. Vísir/Stöð 2 Sport Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM í dag og því var liðið eðlilega til umræðu í seinasta þætti af Bestu mörkunum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar þáttarins ræddu um það hversu margir leikmenn liðsins spiluðu á EM í sumar og voru sammála um það að of mikið rót hafi verið á liðinu. „Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
„Guðrún [Arnardóttir] hefur komið og svona tekið hafsentastöðuna við hliðina á Glódísi [Perlu Viggósdóttir] og gert það mjög vel,“ sagði Helena í upphafi innslagsins. „Hún spilar tvo fyrstu leikina á móti Belgum og Ítölum, en er svo tekin út á móti Frökkum og Ingibjörg [Sigurðardóttir] kemur inn. Það fannst mér annað spurningarmerki. Af hverju þurfti að breyta þessu?“ Þær Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir voru sérfræðingar þáttarins og þær tóku í sama streng. Þær bentu á að Ísland hafi verið eina liðið á mótinu sem notaði alla sína útileikmenn, alls tuttugu leikmenn í aðeins þremur leikjum. „Mér fannst Guðrún fyrir mótið búin að vera virkilega góð. Þær ná vel saman og töluðu um það báðar, Glódís og Guðrún, og mér fannst þær báðar góðar,“ sagði Ásgerður. „Ég myndi skilja það betur ef hann vildi fá betur spilandi miðvörð, en það er ekki helsti kosturinn hennar Ingibjargar að spila út úr vörninni. Hún er ekki betri í því en Guðrún þannig ég skildi ekki breytinguna.“ Bára var sammála Ásgerði og gagnrýndi þessa ákvörðun landsliðsþjálfarans að vera að róta svona mikið í liðinu. „Það er eitt að breyta bakvörðum eins og við töluðum um. Meiri hlaup upp og niður vængina ef þú ert að sækja mikið upp, en að breyta miðvarðarpari, mér finnst að þú gerir þetta ekki nema eitthvað sé virkilega að,“ sagði Bára. „Ef það er eitthvað eins og að spila út úr vörninni eða eitthvað svoleiðis þá ætti maður alltaf að geta leyst það með einhverjum taktískum æfingum eða fara yfir eitthvað ákveðið til að finna lausnir. Mér fannst þetta ótrúlega skrýtið útspil og við spilum öllum leikmönnunum á þessu móti.“ Ásgerður bendir þá á það að hún sé nokkuð viss um að Ísland hafi verið eina liðið sem notaði alla sína leikmenn á mótinu. „Við vorum að ég held eina liðið sem spilaði öllum leikönnunum. Það kemur á óvart. Ég veit að þetta er kannski ekki besta dæmið, en England byrjar sama byrjunarliðinu í öllum leikjunum sínum og gerir svo bara snemmbúnar skiptingar.“ „Að hafa rútínu í þessu, ég er ekki að segja að leikmenn eigi sínar stöður, en að spila tuttugu leikmönnum í þremur leikjum. Þá ertu bara ekki búinn að finna liðið þitt og ert ekki búinn að finna taktinn hvernig þú vilt spila. Þannig að ég set spurningarmerki við það að við spilum hverjum einasta leikmanni,“ sagði Ásgerður að lokum, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin - Allar spiluðu á EM
Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira