Fagfélögin viti betur en hið rétta sé að starfsmennirnir hafi yfirleitt unnið átta, níu eða tíu tíma á dag en á móti hafi komið fimm til sjö stunda vinnudagar.
Þá segir Hildur fólkið aðeins hafa unnið á Flame.
Mbl.is segist hafa gögn undir rhöndum sem sýna að öðru hverju hafi starfsmennirnir unnið tólf til þrettán tíma vaktir, en Hildur segir þetta skýrast af því að starfsfólkið hafi unnið við take away þjónustu fyrir hádegi, fengið frí í þrjá tíma og mætt svo aftur til vinnu eftir hádegi.
Fagfélögin hafa krafið eigendur Flame og Bambus um 13 milljónir króna í ógreidd laun fyrir hönd starfsmannanna, sem eru þrír. Fagfélögin segja starfsmennina hafa verið svikna um vaktaálag, yfirvinnu og orlof en samkvæmt mbl.is voru laun þeirra frá 368 þúsund krónum á mánuði og upp í 460 þúsund krónur.