Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:17 Hér má sjá Webster veifa flaggstönginni sem hann barði að lögreglumanninum áður en hann stökk yfir girðinguna og réðist á hann. AP/Metropolitan Police Department Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50