NPA samningar – jafnaðarmenn knýja fram réttarbót fyrir fatlað fólk í Hafnarfirði Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 2. september 2022 09:31 Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Málefni fatlaðs fólks Samfylkingin Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Sjá meira
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur sýnt fötluðu fólki fálæti og áhugaleysi undanfarin ár. Með því að fylgja ekki útreikningum NPA miðstöðvarinnar á tímagjaldi NPA samninga, sem byggja á gildandi kjarasamningum NPA miðstöðvarinnar og Eflingar fyrir aðstoðarfólk NPA, hefur meirihlutinn hlunnfarið notendur NPA í Hafnarfirði. Það hefur að sjálfsögðu haft alvarlegar afleiðingar fyrir notendur NPA í bænum. En við jafnaðarmenn höfum barist gegn þessu óréttlæti meirihlutans frá fyrstu stundu. Og sú barátta hefur loksins borið árangur. Farið á svig við reglugerð ráðherra Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks taldi sig ekki bundinn af útreikningum NPA miðstöðvarinnar og miðaði sína útreikninga ekki við kjarasamninga heldur launavísitölu þrátt fyrir skýr ákvæði í reglugerð félagsmálaráðherra um hið gagnstæða. Niðurstaðan af þessari sérvisku meirihlutans hefur verið notendum NPA í Hafnarfirði dýr. Fatlað fólk í Hafnarfirði, notendur NPA, hafa ekki setið við sama borð og NPA notendur í nágrannasveitarfélögunum og búið við lakari kjör enda hafa öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hækkað sitt tímagjald í samræmi við útreikninga NPA miðstöðvarinnar. Samfylkingin hefur bæði lagt fram tillögur í bæjarstjórn og fjölskylduráði til þess að stöðva þetta óréttlæti en meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hefur staðfastlega hafnað þeim tillögum okkar og komið þannig í veg fyrir þessa réttarbót fyrir fatlað fólk - þar til nú. Meirihlutinn klofnar Líkt og greint var frá í fréttum í síðustu viku þá klofnaði meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í málinu þegar það var afgreitt í fjölskylduráði. Þá var það samþykkt af fulltrúum Samfylkingar og Framsóknar að fylgja útreikningum NPA miðstöðvarinnar við ákvörðun tímagjalds NPA samninga hjá bænum og að sú leiðrétting væri afturvirk til 1. janúar 2022. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í fjölskylduráði sat hjá við afgreiðsluna. Í bæjarráði og svo bæjarstjórn hefur málið nú verið samþykkt með atkvæðum allra flokka og því ljóst að Framsóknarflokkurinn hefur beygt Sjálfstæðisflokkinn með því að taka höndum saman við okkur jafnaðarmenn í þessu sjálfsagða réttlætismáli. Við jafnaðarmenn bindum vonir við að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að setja félagslegar áherslur á oddinn og að áfram verði þannig mögulegt að koma góðum framfaramálum áleiðis í bæjarstjórn í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Baráttan heldur áfram Þó ánægjulegt sé að barátta Samfylkingarinnar í þessu mikilvæga máli í þágu fatlaðs fólks hafi nú loks borið árangur er það óásættanlegt að fatlað fólk sé sett í þá stöðu að þurfa að berjast fyrir jafn sjálfsögðum réttindum. En baráttunni fyrir réttlæti og jöfnuði lýkur aldrei og jafnaðarmenn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar munu halda áfram að berjast í þágu fatlaðs fólks þar sem yfirmarkmiðið er að fatlað fólk geti notið sjálfstæðis í lífi sínu til jafns við ófatlað fólk og að sjálfsákvörðunarréttur hvers og eins sé virtur. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun