Frá kyrrsetumanni að drepast - yfir í líkama sem gott er að lifa í Jón Þór Ólafsson skrifar 2. september 2022 13:31 Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 5 árum gaf líkaminn mér 10 kíló í fertugsafmælisgjöf. Ég var alltaf grannur en vandist þessu ótrúlega fljótt. Var bara “ánægður” með velmegunar vömbina. En fyrir minn líkama þýddi þetta líka augljósar hrotur sem trufluðu svefn konunar minnar og falinni kæfisvefn svo ég vaknaði þreyttur og hafði ekki orku til að hreyfa mig. Prófaði föstur og ketó og að klippa út kolvetni. Borðaði lítið og mikið. Breytti engu. Það tók svo ekki nema tvö ár af hreyfingarleysi í „þægilegri innivinnu” fyrir líkamann að hrynja. Hægri öxlin lítið nothæf og verkjuð, sú vinstri stíf með stirðleika upp í háls og svo vont tak í bakið. Ekkert þol og öll hreyfing að verða erfiðari og erfiðari. Ég var að byrja að venja mig við þá hugsun að ég væri bara að verða gamalmenni. Konan mín var ekki að sætta sig við það og bauð mér með sér í Hot Yoga fyrir byrjendur hjá Agnari Diego. Það áhugaverða var að því þreyttari sem ég var þegar ég fór í Hot Yoga, því betur leið mér og því meiri orku hafði ég eftir tíman. Hálfu ári síðar er hægri öxlin eins og ný og bakið miklu betra. Ég krufði það hvernig Agnar hefur hannað Hot Yoga tímana sína. Þvílík snilld! Það eru svo mörg augnablik þar sem maður er þakklátur og ánægður að hafa mætt, sem hefur sálfræðileg áhrif á að maður vilji mæta næst. Öll líkamsrækt virkar, en aðeins ef maður mætir. Ég hef hreyft mig mesta ævina en ekki nennt í ræktina. Mig langar alltaf í Hot Yoga tíma hjá Agnari. Hvíld í heitum sal í upphafi sem flæðir inn í vinaleg inngangsorð sem leiða okkur af stað í tempó sem keyrist upp þar til maður verður svo þakklátur fyrir hvíldina og kaldan vatns sopan (takið einangraðan brúsa). Dásamlegt :) Vinstri öxlin losnaði svo í tíma hjá Ellý Ármanns, og takið líka upp í stífan háls sem hefur verið mjög viðkvæmur. Konan mín bauð mér með í Hot Body námskeið hjá Ellý sem er alls herjar líkamsvinna í heitum sal með djúp teygjum í lokin. Eftir fyrsta tíma þá vildi ég helst gubba. Núna eftir aðeins fimm tíma er þolið miklu meira og ég finn hvað vöðvarnir eru að styrkjast. Í bónus þá losnaði svo loksins vinstri öxlin og stífleikinn í hálsinum með einni einustu djúpteygju við herðablöðin. Eftir mörg ár get ég loksins klappað sjálfum mér alls staðar á bakinu. Það er augljóst að Ellý stundar ekki bara líkamsrækt, hún lifir líkamsrækt, og henni tókst með gríðarlegum áhuga og ákafa sem samt er mildur, að planta þeirri trú hjá mér að ég muni aftur verða hraustur í líkama sem gott er að lifa í. - Takk fyrir mig :) og sjáumst í næsta tíma. Höfundur er byrjandi í líkamsrækt. P.s. Myndin af höfundi að ofan sýnir hvernig 8 ár í „þægilegri innivinnu“ líta út.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar