„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 19:33 Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33